Leita í fréttum mbl.is
Embla

Kam Kam Kam- Hann er upprisinn.

Hann er upprisinn. Kristnir arabar segja Kam Kam Kam - Upprisinn-Upprisinn-Upprisinn. Á vesturlöndum segjum viđ ţetta sjaldnast nema á upprisuhátíđinni. Andrew White sem hefur ţjónustađ kristna í Miđ-Austurlöndum um árabil segir ađ međal kristinna araba ţá hljómi ţessi orđ -inntak fagnađarerindis kristins fólks- oft sem herhvöt og huggun til kristins fólks í ţessum heimshluta og ţýđir í ţeirra huga. Ađ jafnvel ţó ađ heimurinn telji ađ endalok ţeirra séu skammt undan og ţeir séu fullir ótta um hvađ framtíđin ber í skauti sér, ţá eigi ţeir samt sanna von.

Í vćrđarvođum ţeirrar velmegunar sem viđ búum viđ er fátt sem raskar ró okkar. Helst ţó ţegar vođaverk Íslamista eru framin í nćsta nágrenni viđ okkur eins og í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, París eđa London. Fjarlćgari hryllingur, morđ og nauđganir vekja ekki eins mikil hughrif.

Eftir innrásina í Írak flúđu margir Kristnir frá Bagdad og öđrum helstu borgum landsins af ţví ađ ţeir töldu sig öruggari annarsstađar í landinu ţar sem kristnir vćru fjölmennari. Ţremur árum síđar breyttist allt. Ísil tók völdin í ţeim hluta landsins og ađförin ađ kristnum og fleiri trúarbragđahópum hófst fyrir alvöru og af mikilli hörku.

Heimili kristins fólks vour sérstaklega merkt međ arabíska stafnum Nun til ađ merkja ţá sem Nasarea ţ.e. áhangendur Jesús frá Nasaret. Ţeir sem gátu flýđu til Jórdaníu, Líbanon, svćđi undir stjórn Kúrda og jafnvel til Sýrlands. Til ţessa dags segir White ađ ţeir búi í flóttamannabúđum viđ sára fátćkt eftir ađ hafa misst allt sem ţeir eiga. Kristiđ flóttafólk í Miđ-Austurlöndum hefur ţađ verra en ađrir flóttamenn á svćđinu.

Viđ lifum á tímum píslarvćttis fjölda kristinna sem eru drepnir, nauđgađ, missa eigur og eru hrakin frá heimilum sínum vegna ofsa og haturs Íslamista. Ţannig er ţađ jafnan ţegar trúarbrögđ missa samhengi viđ almenna skynsemi og sjá djöfulinn í hópi ţeirra sem eru annarrar skođunar en ţeir sem hafa höndlađ hinn eina sannleika.

Ţađ er hćgt ađ tala um stríđ gegn kristnum, ţó ađ kristni heimurinn láti sem ekkert sé. Á pálmasunnudaginn voru um 50 manns drepin í kirkjum Kopta í Egyptalandi. Samkvćmt heimildum hjálparsamtakanna "Open Doors" Ţá eru ađ jafnađi 322 kristnir ofsóttir vegna trúar sinnar á hverjum degi. 214 kirkjur og/eđa helgistađir eyđilagđir og yfir 700 ofbeldisbrot gegn kristnum framin. Ţetta er ekkert annađ en herferđ- stríđ gegn kristnu fólki. Í Miđ-Austurlöndum og Nígeríu er ţetta stríđ í fullum gangi.

Francis páfi sem ćtlar sér ađ heimsćkja Kopta í Egyptalandi seinna í ţessum mánuđi. Beđiđ verđur eftir ţví hvađ hann segir. Hvađ segir páfinn ćđsti mađur fjölmennustu deildar kristinna á jörđinni. Ţorir hann ađ nefna hlutina réttu nafni - ađ ţađ geisi stríđ í ţessum heimshluta gegn kristnum?

Í ţessu stríđi gegn kristninni ber kristiđ fólk ábyrgđ á ţví ađ taka sinn kross og bera sinn hluta byrđanna. Ég skora á íslenska presta, kirkjudeildir og biskupinn já og ríkisstjórnina ađ láta af pópúlísku rétttrúnađarhyggjunni og standa međ trúarsystkinum okkar og leggja okkar ađ mörkum.

Ţađ er skylda okkar. Okkar heimur međ sínu öryggi, velferđ og mannréttindum vćri ekki fyrir hendi nema vegna ţeirrar kristnu arfleifđar sem viđ höfum ţróađ međ okkur til umburđarlyndis og viđurkenningar á rétti minnihluta. Ţau kristilegu gildi verđum viđ ađ verja.     

 


Ţađ er stöđugt veriđ ađ krossfesta Krist.

Viđ sem trúum, ađ krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg stađreynd höfum trúarsannfćringu sem Páll postuli víkur víđa ađ í bréfum sínum sem mikilvćgasta inntaki fagnađarerindis.

Á sama tíma og viđ minnumst pínu og dauđa Jesú međ ţeirri aftöku sem Rómverjar notuđu til ađ niđurlćgja landráđa- og uppreisnarmenn ţá hefur kristni heimurinn gleymt Helferđinni gegn kristnu fólki í Írak og Sýrlandi og víđar ţar sem vagga kristninnar stóđ í frumbernsku trúarbragđanna.

Í Miđ-Austurlöndum eru milljónir kristins fólks sem stöđugt er ráđist á og ţeim ógnađ međ útrýmingu.

Vestrćnar ríkisstjórnir ađhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morđ og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna ţeim ekki nćtursvefns. Helstu prelátar kristinna hvort heldur kaţólika eđa mótmćlenda láta sem ekkert sé og gera ekkert til ađ koma í veg fyrir ađ kristiđ fólk í Írak og Sýrlandi sé hrakiđ frá heimkynnum sínum,smáđ,hrakiđ, nauđgađ og myrt.

Meir en 3 af hverjum fjórum kristnum hafa flúiđ Írak frá 2003 og nćr helmingur Yasida undan Íslömsku trúarrasistunum.

Hjálparstarf Vesturlanda sinnir ţessu fólki nánast ekki neitt. Síst hinn gjörspillti vestrćni Rauđi kross, ríkisstjórnir Vesturlanda eđa kristnar kirkjudeildir.

Hjálparstarfiđ er á vegum Sameinuđu ţjóđanna sem flytja birgđir og hjálpargögn til stofnana sem stjórnađ er af múslimum sem dreifa ţví sem í bođi er fyrst til allra annarra en kristinna eđa Yasida og sýna kristnum og Yasidum iđulega lítilsvirđingu. Trúarlegur rasismi Íslam er ţví miđur hluti kenningar Múhameđs.

Í grein í DT í gćr segir ađ um margra ára skeiđ hafi ýmis hjálparsamtök upplýst bresk yfirvöld um ađ kristnir flóttamenn finnist varla í búđum Sameinuđu ţjóđanna í Írak og Sýrlandi.

Einn af hverjum tíu Sýrlendingum var kristinn ţegar borgarastyrjöldin hófst áriđ 2011, en ţeir hafa ekki fengiđ nema um tvö af hverjum hundrađ plássum í flóttamannabúđum í landinu og eiga jafnvel ţar stöđugt á hćttu ađ vera ofsóttir vegna trúar sinnar.  

Vestrćna stjórnmála- og fréttaelítan er svo illa haldin af ţví ađ fylgja stjórnmálalegri samkvćmni ađ haldiđ er blygđunarlaust fram, ađ međ sérstökum stuđningi viđ Kristiđ fólk, sé veriđ ađ gera upp á mill fólks međ óleyfilegum hćtti á trúarlegum forsendum. Vísađ er til fjölţjóđlegra samninga sem ýmsir lögspekingar halda fram ađ komi í veg fyrir ađ stjórnmálamenn megi láta skynsemina ráđa varđandi hjálparstarf.

Afleiđingin af ţessu rugli er knúin áfram af kórnum sem syngur í sífellu stefiđ um ađ ekki megi mismuna fólki á grundvelli trúarbragđa, en leiđir til ţess ađ Kristnum og Yasídum er mismunađ og verđa útundan einmitt fólkiđ sem ţarf mest á hjálp ađ halda, en ţađ er ekki umrćđuefniđ,viđfangsefniđ eđa vandamáliđ í huga "góđa fólksins" svokallađa.

Ađ sjálfsögđu eiga múslimar rétt til ađ fá ađstođ og hjálp eins og fólk af öđrum trúarbrögđum. Munurinn á kristinni bođun og bođun Múhameđs er ađ skv. okkar bođun eigum viđ ađ hjálpa öllum óháđ trúarbrögđum en í bođun Kóransins er byggt á trúarlegum rasisma.

Hjálparstarf verđur alltaf ađ miđa ađ ţví ađ hjálpa ţeim sem ţurfa mest á hjálp ađ halda. Ţađ eru kristnir og Yasídar í Írak og Sýrlandi í dag. Međ ţví ađ neita ađ horfast í augu viđ ţjóđarmorđ á kristnu fólki eru stjórnmálamenn og kirkjuhöfđingjar Vesturlanda stöđugt ađ láta krossfesta Krist og láta sér fátt um finnast.  


Alvarleg mistök Donald Trump.

Ef mál eru hugsuđ út frá almennri skynsemi sem engilsaxar nefna "common sense" hve miklar líkur eru á ţví ađ ađili sem er međ yfirhöndina í styrjaldarátökum grípi til ađgerđa sem hann veit ađ muni vekja almenna fordćmingu heimsbyggđarinnar?  Nćrtćkasta svariđ er engar.

Í gćr fjölluđu fréttamiđlar um eiturvopnaárás á yfirráđasvćđi Isis í Sýrlandi ţar sem ţađ var fullyrt ađ stjórnarherinn hefđi notađ eiturgas. Ţađ mál er til rannsóknar og ţeirri rannsókn er ekki lokiđ. Rannsakađ er hvort ađ stađhćfingar um ađ stjórnarherinn hafi beitt eiturvopnaárás séu réttar eđa ekki.

Nokkrum sinnum hefur eiturvopnum veriđ beitt í styrjöldinni í Sýrlandi og alltaf hefur stjórn Assad veriđ kennt um, en í ljós hefur ţó iđulega komiđ ađ svo var ekki, en frá ţví greina vestrćnir fjölmiđlar sjaldnast.

Međan rannsókn stóđ yfir á meintum brotum  Sýrlandsstjórnar greip Donald Trump til ţess ráđs ađ ráđast á Sýrland međ flugskeytaárás. Sú árás var vanhugsuđ og óafsakanleg, en er e.t.v. til marks um ţađ ađ ómögulegt er ađ segja fyrir um ţađ hverju búast má viđ af Donald Trump, en slíkt er ekki til ţess falliđ ađ auka öryggi í veröldinni.

Ađ vonum voru ţeir einu sem fögnuđu fimbulfambi Trump, Saudi Arabar sem hafa frá upphafi fjármagnađ uppreisnarhópa í Sýrlandi og Ísrael, sem hagar sér í ţessum átökum eins og Frakkar í 30 ára stríđinu í Ţýskalandi forđum.

Á sama tíma og bardagar standa um nćst stćrstu borg Íraks, Mósúl og fjöldi almennra borgara fellur á degi hverjum og borgarar ţar eru án matar, lćknishjálpar og jafnvel vatns, ţá gera fjölmiđlar ekki grein fyrir ţví međ sama hćtti og ţeir lýstu átökunum um Aleppo á sínum tíma. Hvađ skyldi valda ţví. Í gćr féllu í átökunum um Mósúl fleiri almennir borgarar en ţeir sem féllu í meintri eiturvopnaárás Sýrlandsher á ISIS. En ţađ er sjálfsagt aukaatriđi.

 


Vanhćfni og vanţekking

Stjórnarbylting var gerđ í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alţingis ţegar meirihluti nefndarmanna ákvađ ađ formađur nefndarinnar Brynjar Níelsson vćri vanhćfur til nefndarformennsku í ákveđnu máli vegna ţess ađ hann var verjandi manns viđ lögreglurannsókn áđur en hann settist á ţing.

Fulltrúi Viđreisnar í nefndinni gekk í liđ međ stjórnarandstöđunni og dćmdi formanninn úr leik. Ţetta gerđi hann eftir ađ ţingmađur VG hafđi gelt í fjölmiđlum.

Formađur nefndarinnar er í tímabundnu leyfi frá störfum og átti ţess ekki kost eftir ţví sem mér skilst ađ gera grein fyrir máli sínu og taka sjálfur ákvörđun um hćfi sitt eđa vanhćfi.

Vinnubrögđ af ţessu tagi eru vćgast sagt fráleit og nefndarmađur Viđreisnar sem gekk til liđs viđ stjórnaranstöđuna  hefur međ afstöđu sinni rofiđ griđ á milli stjórnarflokkana og gert ţađ ađ verkum ađ formađur nefndarinnar á fáa kosti ađra en ađ segja af sér.

Óneitanlega kemur ţađ á óvart hvađ lítiđ ţingmenn vita eđa skilja hlutverk verjanda í sakamáli. Verjandi í sakamáli er skipađur af hinu opinbera og hann samsamar sig ekki međ skjólstćđingi sínum og ţarf ekki ađ hafa samúđ međ honum eđa gjörđum hans nema síđur sé. Hlutverk verjandans er ađ fćra fram ţá bestu vörn fyrir skjólstćđing sinn sem hann hefur framast vit og ţekkingu til. Annađ hlutverk hefur hann ekki. 

Afstađa meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar viđ ađ lýsa vantrausti á formann sinn í ţví máli sem nefndin er nú međ til umfjöllunar lýsir ţví fordćmanlegri vanţekkingu og vanhćfni ţeirra sem skipa hinn nýja meirihluta nefndarinnar.

Sjálfstćđisflokkurinn getur ekki veriđ í  stjórnarsamstarfi ţar sem liđhlaupar úr Viđreisn hlaupa út undan sér eins og klálfar á vordegi viđ minnsta goluţyt.   


Móđir allra sigra

Svo virđist sem ađ sigur íslenska landsliđsins í knattspyrnu hafi valdiđ ţví ađ ţjóđinni muni fjölga töluvert níu mánuđum eftir ţennan sögulega sigur.

Blađiđ Daily Telegraph segir, ađ á Íslandi verđi sigursins yfir Englandi minnst um ókomna tíđ, en nú sé taliđ ađ sigurinn hafi einnig haft ţá ţýđingu ađ óvćnt fjölgun barnseigna fylgi í kjölfariđ. Blađiđ vísar í lćkninn Ásgeir Pétur Ţorvaldsson í ţví sambandi.

Ţá er bara ađ vona ađ landsliđiđ haldi áfram ađ vinna góđa sigra svo ađ framhald geti orđiđ á fjölgun barnseigna međ blómstrandi ţjóđlífi og fleiri ánćgjustundum međ ţjóđinni.

Er ţá ekki viđ hćfi ađ segja áfram Ísland?


Heilögu landamćrin og Rússar.

Evrópusambandiđ og Bandaríkin hafa fariđ mikinn vegna ţess ađ Rússar tóku yfir Krímiskaga eftir ađ viđsjár höfđu aukist međ Úkraínu og Rússlandi í kjölfar stjórnarbyltingar í Úkraínu ţar sem hin nýju stjórnvöld lýstu yfir eindregnum vilja til ađ snúa sér til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en efna til óvinafagnađar viđ Rússland.

Vesturveldin ţ.e. Bandaríkin og Evrópusambandiđ sögđu ađ landamćri vćru heilög og settu viđskiptabann á Rússland vegna yfirtöku Krímskaga. Íslenska ríkisstjórnin kaus ađ vera međ og ţáverandi utanríkisráđherra Gunnar Bragi flutti til Kíev í Úkraínu tímabundiđ til ađ lýsa yfir samstöđu viđ Úkraínu.

Ţrátt fyrir ađ meirihluti ţeirra sem búa á Krím séu Rússar og Krímskagi hafi lengstum tilheyrt Rússlandi ţá kusu Vesturveldin ađ nýta sér ţetta til ađ efna til fjandskapar viđ Rússa.

Heilög landamćri skv. túlkun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í kjölfar ţessa voru ţau ađ landamćri vćru óumbreytanleg og aldrei kćmi til greina ađ ţeim vćri breytt međ hervaldi. Flest landamćri í Evrópu og víđar eru ţó eins og ţau eru vegna ţess ađ beitt var hervaldi. Sjálfsákvörđunarréttur íbúanna varđ allt í einu aukaatriđi í huga vestrćnna stjórnmálamanna sem kusu ađ halda fram óbreytanleika landamćra.

Í gćr lék Ísland landsleik í knattspyrnu viđ Kósóvó. Hvađ er Kósóvó? Hvađa land er ţađ og hvernig varđ ţađ til. Kósóvó var hluti af Serbíu og síđar Júgóslavíu ţegar sigurvegarar fyrra heimsstríđs breyttu landamćrum međ hervaldi. 

Ţegar Júgóslavía var ađ leysast upp um síđustu aldamót og til urđu ríkin Slóvenía, Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland, Makedónía og Serbía,  urđu róstur í Kósóvó. Serbar töldu Kósóvó tilheyra Serbíu eins og ţađ hafđi gert um langa hríđ. Átök blossuđu upp milli Serba og Albana sem bjuggu í Kósóvó og ţegar Serbar létu kné fylgja kviđi til ađ koma uppreisnarmönnum af albönsku ţjóđerni í burtu,réđust Vesturveldin á Serbíu.

Nato sem hafđi fram ađ aldamótunum eingöngu veriđ varnarbandalag breyttist úr varnarbandalagi í árásarbandalag undir forustu Bandaríkjanna og fullum vilja Evrópuríkja. Ísland gerđi enga fyrirvara vegna ţessa. Árás var gerđ á Serbíu m.a. höfuđborgina og Serbar neyddir til ađ hörfa frá eigin landi og fyrir tilstyrk og forustu  Bill Clinton ţáverandi Bandaríkjaforseta varđ Kósóvó verndarsvćđi Sameinuđu ţjóđanna og lýsti síđan yfir einhliđa sjálfstćđi áriđ 2008 viđ fagnađaróp stjórnenda Vesturveldanna. Landamćri Serbíu voru nú ekki heilagri en ţađ.

Vesturveldin töldu sjálfsagt ađ breyta landamćrum Serbíu međ hervaldi og taka Kósóvó frá Serbum. Sex árum síđar mótuđu ţau ţá stefnu ađ aldrei mćtti breyta landamćrum međ hervaldi. Alla vegar ekki ţegar um Krímskaga vćri ađ rćđa.

Öll ţessi framganga skammsýnna vestrćnna stjórnmálamanna er dapurleg. Í fyrsta lagi var ţađ hiđ versta óráđ ađ breyta Nato í árásarbandalag. Í öđru lagi var ţađ hiđ versta óráđ og óafsakanlegt ađ ráđast á Serbíu međ ţeim hćtti sem gert var. Í ţriđja lagi var óráđ ađ efna til ófriđar í austurvegi viđ Rúss.

Alvarleg og raunveruleg ógn steđjar nú ađ Vesturlöndum, Rússum og fleirum. Rússar geta í ţeirri baráttu veriđ og eiga ađ vera okkar traustustu bandamenn. Ţess vegna verđa leiđtogar Vesturveldana ađ sýna í verki nýja nálgun gagnvart Rússum og gera okkur og ţeim kleyft ađ auka tengsl og efla samstarf.

 


Gróđurmagn í Afríku eykst- Hvađ varđ um gróđureyđingu vegna hlýnunar?

Á fréttamiđlinum Eyjunni í dag er frétt um rannsókn sem gerđ var á gróđurmagni í Afríku. Í ljós kom ađ ţrátt fyrir ágang manna og fleiri meinvćtta á gróđurinn, ţá hefur hann samt aukist verulega ađ magni til í álfunni.

Ţetta gerist og ţrátt fyrir bölvaldinn hnattrćna hlýnun af mannavöldum. Samkvćmt ţeirri kenningu og fréttum áróđurspresta hlýnunarinnar ţá eru stórkostleg vandamál í Afríku vegna hnattrćnnar hlýnunar, ţurkar, gróđureyđing og afleiđingin landflótti og hungur.

Samkvćmt ţessari nýju könnun ţá eru stađreyndir allt ađrar. Gróđurmagn í álfunni eykst og ţađ er m.a. vegna aukinnar rigningar. Martin Brand hjá Kaupmannahafnarháskóla sem stjórnađi rannsókninni sem tekur til 20 síđustu ára segir ađ ţar sem gróđureyđing hafi orđiđ í álfunni sé fyrst og fremst um ađ kenna ágangi manna.

Ţetta hljóta ađ vera váleg tíđindi fyrir trúarbragđahópinn sem vill leggja milljarđa skatta á borgaranna međ umhverfisráđherra Bjartrar framtíđar í broddi fylkingar til ađ ţjóna hinni pólitísku veđurfrćđi.

Er ekki kominn tími til ađ stoppa ţessa vitleysu?


Lýđhyggja (Pópúlismi) og andstćđa ţess.

Sósíalistum er einkar tamt ađ ađ hengja merkimiđa á ţá sem ţeir eru ósammála. Fréttamiđlar ţeirra hafa sammćlst um ađ uppnefna ţá sem berjast gegn opnum landamćrum sem lýđhyggjufólk (pópúlista) og ţjóđernissinna.

Sé svo hvađ eru ţá hinir sem eru andstćđingar okkar lýđhyggjufólksins og ţjóđernissinnanna. skv. ţessari skilgreiningu?

Eru ţađ sérhyggjufólk?

Eđa elítufólk?

Ţjóđfjandsamlegt fólk?

Eđa eitthvađ allt annađ?

Fróđlegt vćri ađ vita hvađ sérstakur og ćtíđ álitsgjafi fréttastofu RÚV sérfrćđingur í lýđhyggju Eiríkur Bergmann kennari hefur um ţetta ađ segja.

Ţá er líka einkar athyglisvert ađ Eiríkur Bergmann og ađrir sósíalistar sem hugsa međ sama hćtti gagnrýna okkur lýđhyggjufólk og ţjóđernissinna skv. ţeirra skilgreiningu fyrir ađ skipta fólki í, okkur og hina. Raunar kannast ég lítt viđ ađ beita slíku orđfćri og alla vega ţá minna heldur en Erdogan og Eiríkur Bergmann

En međal annarra orđa. Eiríkur Bergmann og hans nótar- eru ţeir ekki međ merkimiđunum sínum einmitt ađ skipta fólki í okkur og hina?


Hćgri sveifla í Hollandi

AF fréttum fjölmiđla af úrslitum ţingkosninga í Hollandi má ćtla ađ flokkur Geert Wilders hafi beđiđ mikiđ afhrođ og Hollendingar hafi međ öllu afneitađ hćgri stefnu, svonefndum pópúlisma og ţjóđernisstefnu. En voru úrslitin ţannig?

Ţegar rýnt er í kosningaúrslitin ţá kemur eitthvađ allt annađ í ljós en fréttastofa RÚV og "frćđimađurinn" Eiríkur Bergmann sem kynntur var til leiks í morgunútvarpi RÚV sem sérfrćđingur í pópúlisma.

Niđurstađa hollensku kosningana var sú ađ hćgri og miđflokkar júku mjög fylgi sitt ţ.á.m. flokkur Geert Wilders, en flokkurinn fékk 25% fleiri ţingsćti en í síđustu kosningum.

Hörđ afstađa Rutger forsćtisráđherra Hollands og bann viđ fundarhöldum tyrkneskra ráđamanna í Hollandi er talin hafa leitt til fylgisaukningar flokks Rutgers, en ađ sama skapi ađ sókn Wilders var ekki eins mikil og spáđ hafđi veriđ.

Eftir sem áđur stendur ađ hćgri og miđflokkar unnu afgerandi sigur í Hollandi ţ.á.m. flokkur Geert Wilders hvort sem fréttastofu RÚV líkar betur eđa verr.

Ţađ eru jú stađreyndir mála sem fréttastofur eiga ađ birta en ekki afbökuđ óskhyggja fréttamanna og ímyndun um stađreyndir.

 


Af hverju ađ banna fundi?

Erdogan Tyrkjaforseti hefur ákveđiđ ađ sölsa undir sig öll völd í Tyrklandi međ lýđrćđislegum hćtti eins og nokkrum öđrum einrćđisherrum í veröldinni hefur áđur tekist. Í ţví skyni sendir hann litlu Göbbelsana sína til ađ koma áróđrinum á framfćri til ađ tryggja fylgi viđ tillögur sem fela í sér endalok raunverulegs lýđrćđis í Tyrklandi.

Mörgum hefur komiđ á óvart ađ Erdogan hefur m.a. sent ráđherra sína í Göbelsískum tilgangi til ýmissa Evrópulanda vegna ţess ađ ţađ áttađi sig ekki á ţví hvađ margir ríkisborgarar eigin landa eru í raun Tyrkneskir ríkisborgarar og líta fyrst og fremst á sig sem slíka jafnvel ţó ţeir séu annarrar kynslóđar Tyrkneskir innflytjendur.

Ríkisstjórnir Ţýskalands og Hollands hafa amast viđ ţessum útsendurum Erdogan og Erdogan hefur svarađ ţeim međ ţví ađ kalla Ţjóđverja og Hollendinga nasista, fasista o.fl. sem vinstri stjórnmálamenn nota ţegar ţeim verđur ađ öđru leyti orđa vant.

En hvernig stendur á ţví ađ nú síđast ríkisstjórn Hollands skuli standa í ţví ađ banna almenna fundi ţar sem ráđherrar frá Tyrklandi ávarpa landa sinna. Er ţađ í samrćmi viđ ţćr lýđrćđislegu hefđir sem viđ viljum halda í heiđri.

Ţrátt fyrir ađ hafa ákkúrat enga samúđ međ málstađ Erdogan ţá get ég ekki séđ međ hvađa rökum ríkisstjórn Hollands meinar almennar og frjálsar umrćđur og fundi í lýđrćđisríki jafnvel ţó ađ ţađ séu erlendir ráđamenn sem ávarpa fundinn. Einhvern veginn rímar ţađ ekki viđ sjónarmiđ um frjálst ţjóđfélag sem virđir funda-mál- og félagafrelsi.

Afstađa Hollensku ríkisstjórnarinnar er ţví fordćmanleg og viđ sem viljum frjálst flćđi upplýsinga, funda- og tjáningafrelsi finnst miđur ađ svo skuli vera komiđ í Hollandi og Ţýskalandi ađ ţćr stjórnlyndu ríkisstjórnir sem ţar stjórna skuli ganga svona langt. Ţađ langt ađ mér virđist ţađ vera út fyrir lög og rétt á sömu forsendum og Bretar beittu okkur hryđjuverkalögum á sínum tíma illu heilli og ţeim til skammar.

En ástćđa ţess ađ stjórnlyndu stjórnmálamennirnir í Hollandi og Ţýskalandi skuli bregđast svona viđ er vegna hrćđslu viđ eigin verk og skođanir. Kosningar eru í dag í Hollandi og ríkisstjórnin reynir ţađ sem hún getur til ađ koma í veg fyrir ađ Geert Wilders nái góđu fylgi og grípur til örţrifaráđa til ađ sýnast vilja taka á innflytjendavandamálunum af meiri hörku en áđur. Vonandi láta kjósendur ekki rugla sig međ ţessum taugaveiklunarađgerđum.

Elítan í Hollandi og Ţýskalandi hefur ađeins eina pólitíska stefnu raunar eins og elítan í allri Vestur Evrópu og ţađ er ađ halda völdum og hafa business as usual. Ţeir sem hafa hugsjónir og vilja breyta ţćgindasamfélagi elítunar eru svo hćttulegir óvinir ađ ţađ verđur ađ grípa til allra ráđa m.a. brjóta mannréttindi ef ţörf er á til ađ slá ryki í augu kjósenda og reyna ađ koma í veg fyrir ađ elítan missi tögl og halgdir.

Ţess vegna eru fundir međ "Göbbelsum" Erdogan bannađir í taugaveiklunarađgerđum í ađdraganda kosninga. En stefnan er samt ekki sú ađ breyta neinu um innflytjendastefnu eđa undnasláttarstefnu gagnvart Islam. Ţađ er stađreyndin í málinu.

Á sama tíma og Erdogan ríđur nú röftum og fer međ himinskautum í áróđri sínum, ţá dettur engum fréttamanni á Vesturlöndum í hug ađ kalla hann hćgri sinnađan ţjóđernisofstćkismann og pópúlista. 

Af hverju skyldi ţađ nú vera? Eru ţeir e.t.v. ekki búnir ađ fá línuna sína frá ţeim sem ţeir telja hafa einkarétt á sannleikanum eins og ţeir Ţjóđviljamenn forđum sem tjáđu sig ekki fyrr en línan frá Kreml var komin í hús. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júní 2017
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.6.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 1385736

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband