Leita í fréttum mbl.is

Flokkurinn sem er tímaskekkja.

Stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin var stofnuð til að sameina vinstra fólk í einum stjórnmálaflokki. Stefnuskráin tók mið af þessu og var vinstri moðsuða um aukningu skattheimtu og ríkisútgjalda. Auk þessa beitti Samfylkingin sér fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu hvað sem tautaði eða raulaði

Sameining vinstra fólks mistókst og nú bjóða flokkar vinstri fólks upp á a.m.k. 5 framboð.

Öllum á óvörum komu Píratar út úr skápnum og buðu upp á stjórnarmyndun vinstra fólks, sem þeir skilgreina alla aðra en þá sem styðja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Tilurð og áframhald Samfylkingarinnar byggir því ekki lengur á sameiningu vinstra fólks í einn flokk. Viðreisn hefur tekið við keflinu fyrir Evrópusambandsaðild, hvað sem tautar eða raular.

Samfylkingin er tímaskekkja eða anakrónismi. Forsendur og tilurð flokksins byggist ekki lengur á hugsjóninni um sameiningu vinstra fólks og Viðreisn hefur tekið við Evópusambandskeflinu þó þeir laumupúkist með það.

Forustufólk Samfylkingarinnar að Össuri Skarphéðinssyni einum undanskildum áttar sig ekki á þessari staðreynd. Kjósendur gera það hins vegar eins og nýlegar fylgistölur sína.


Bloggfærslur 16. október 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 972
  • Sl. sólarhring: 988
  • Sl. viku: 1386
  • Frá upphafi: 2292762

Annað

  • Innlit í dag: 881
  • Innlit sl. viku: 1253
  • Gestir í dag: 840
  • IP-tölur í dag: 823

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband