Leita í fréttum mbl.is

Fantasíur fjölmiðils

Þeir sem hlusta á furðulegasta fjölmiðil landsins Útvarp Sögu gera sér grein fyrir að iðulega er þar hallað réttu máli og farið rangt með staðreyndir. Það sem verra er að á stundum virðist fjörugt ímyndunarafl útvarpsstjórans leiða hana ítrekað í gönur.

Hins vegar er ég lítt dómbær á það sem komið hefur fram í þessum fjölmiðli um árabil þar sem ég hlusta ekki á hann og tel tíma mínum betur varið til uppbyggilegri hluta.

Í dag bregður svo við að vinir mínir hringja í mig til að segja mér að konan með fjöruga og ruglaða ímyndunaraflið fari hamförum yfir einhverju sem mig varðar og síðar var mér bent á heimasíðu þessa furðufjölmiðils og þar er kemur fram að ég og Höskuldur Höskuldsson lyfjafræðingur séum í einhverju furðusamstarfi við Flokk fólksins og íslensku þjóðfylkinguna og ætlum okkur að taka sjóðinn þegar kosningum lýkur.

Á ýmsu átti ég von en ekki því að hið fjöruga og oft rykuga ímyndunarafl Arnrþrúðar Karlsdóttur mundi leiða hana í þær ógöngur að fjalla um hlut sem engin minnsti flugufótur er fyrir.

Í fyrsta lagi höfum hvorki ég né Höskuldur Höskuldsson átt neitt samstarf eða verið í sambandi við Íslensku þjóðfylkinguna eða Flokk fólksins. Í öðru lagi heyrir "Nýtt afl" ekki undir okkur en er á forsjá einstaklings, sem iðulega er tekin í viðtal á Útvarpi Sögu.

Öll umfjöllun Útvarps Sögu í dag um mig og Höskuld er því algjörlega úr lausu lofti gripin. Hefði þessi fjölmiðill hina minnstu sómatilfinningu og sinnt eðlilegri fjölmiðlun, hefði nú verið rétt að hann spyrði viðkomandi áður en hann setur svona bull í loftið. Um slíkar reglur sinnir þessi fjölmiðill ekki frekar en aðrar.


Bloggfærslur 24. október 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 249
  • Sl. sólarhring: 1159
  • Sl. viku: 5894
  • Frá upphafi: 2276532

Annað

  • Innlit í dag: 235
  • Innlit sl. viku: 5473
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband