Leita í fréttum mbl.is

Flokkur fyrir þig?

Píratar mælast enn næststærstir í skoðanakönnunum, sem er raunar furðulegt af því að flokkurinn hefur ekki staðið fyrir neitt sérstakt á þingi ef undan er skilið harkaleg andstaða við kristni og kirkju sem og opin landamæri á kostnað skattgreiðenda.

Þá hefur forustufólk Pírata verið berað að því að segja ósatt m.a. um menntun sína og vinnu, sem mundi valda meiri háttar hávaða í helstu fjölmiðlum ef aðrir ættu í hlut.

Sagt er að Píratar sæki helst stuðning sinn til ungs fólks og er það ills viti ef ungt fólk í landinu velur sér fyrirmyndir eins og þær sem þar skipa fremstu bekki. Sá metnaður og dugnaður sem komið hefur fram hjá ungu fólki á Íslandi undanfarin ár sem birtist m.a. í hugkvæmni í viðskiptum, samskiptum,  öllu sem varðar tölvur hvað þá heldur einstaka og frábæra tónlistarútrás auk margs annars er í hróplegu ósamræmi við geljanda, þjóðfélagslegaandúð og froðusnakk  forustufólks Pírata.

Mótmælaframboð eiga vissulega rétt á sér einkum ef þau standa fyrir skýra valkosti til breytinga en það gera Píratar engan vegin. Siðvæðing íslenskra stjórnmála,minni skattheimta og traust efnahagsstjórn eru miklvægastu málin í dag sem varða heill og hamingju þjóðarinnar. Þá baráttu leiða Pírtar engan vegin. Forustufólk þeirra hefur ekki sýnt hæfi til að gera það auk heldur þá veikleika að vita ekki hvaða menntun það hefur auk heldur hvar það vinnur.

Það er svo til marks um úrræðaleysi og hugmyndafræðilega örbirgð Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar að þessir flokkar skuli setjast niður undir forustu Pírata til að ræða stjórnarmyndun á grundvelli skoðanakannana.

Sem betur fer áttar þjóðin sig stöðugt betur á því hvílík vá það væri ef Píratabandalagið ætti að fara að stjórna landinu.

Þá væri nú heldur betur ástæða til að segja:"Guð blessi Ísland."

 


Bloggfærslur 28. október 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1690
  • Frá upphafi: 2291580

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1517
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband