Leita í fréttum mbl.is

Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins segir að það sé "vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson.

Áslaug Arna segir að fordómar og fáfræði einkenni ummæli Ásmundar og segist velta því fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki.

Eftir góðan sigur Ásmundar Friðrikssonar í prófkjörinu í Suðurkjördæmi í gær liggur fyrir að Áslaug Arna og Ásmundur verða ekki bara í sama flokki heldur líka í sama þingflokki nema Sjálfstæðisflokkurinn bíði þeim mun meira afhroð í komandi kosningum.  

Það er svo spurning hvort einstaklingur eins og Áslaug Arna sem kom í veg fyrir eðlilegt tjáningarfrelsi á síðasta Landsfundi og hefur með þessum og öðrum dólgslegum ummælum um samflokksfólk sitt eigi ekki frekar heima í öðrum flokki en Ásmundur. 

Svo er það einnig spurning hvort Áslaug Arna ritari Sjálfstæðisflokksins sé þess umkomin vegna  yfirburða gáfna og þekkingar að eigin mati,  að geta kastað svona palladómum yfir Ásmund Friðriksson úr glerhúsi sínu.

Alla vega hugnast mér hvorki palladómarnir né framgagnga ritara Sjálfstæðisflokksins. Finnst henni ekki nógu margir búnir að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn meðan hún hefur setið í æðstu forustu Flokksins. Þarf forusta Flokksins að hrekja fleiri burtu?


Bloggfærslur 11. september 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 1697
  • Frá upphafi: 2291587

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1523
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband