Leita í fréttum mbl.is

Krakkafréttir og innræting

Krakkafréttir, sem RÚV sjónvarpar eru ætlaðar börnum 8-12 ára. Ég sá þessar fréttir af tilviljun í gær.

Fyrsta fréttin var um Íranskan flóttamann, sem á að senda úr landi í samræmi við Dyflinarreglugerðina. Fram kom að hann væri kristinn og hefði hlotið dauðadóm í heimalandi sínu fyrir þá sök en í fréttinni sagði að afar ströng lög giltu um slíkt athæfi í Íran. Vitnað var í lögmann mannsins og vilja  biskupsins yfir Íslandi til að þessi einstaklingur fengi að vera hér áfram.

Óneitanlega skrýtið að þetta skyldi vera í krakkafréttum. Sýnir e.t.v. hversu innrætingin er mikil og víða í samfélaginu hvað varðar flóttafólk og ólöglega innflytjendur.

Fyrst á annað borð var gerð frétt úr þessu fyrir börn hefði verið eðlilegt,  að fá líka talsmann Útlendingastofnunar til að skýra málið þannig að börnin fengju ekki bara einhliða frétt.

Ég þekki ekki til þessa máls, en hef verið talsmaður þess að við eigum að taka við kristnu fólki í neyð, en það er sá þjóðfélaghópur í löndum Múslima sem sætir skefjalausum ofsóknum, þrælkun sem og einstaklings- og hópmorðum. 

Fyrst á annað borð gerð var frétt um þetta í krakkafréttum þá hefði verið eðlilegt að segja allan sannleikann um málið og m.a. það að í löndum Múhameðstrúarmanna þá líðst fólki ekki að skipta um trú og taka upp kristni, búddatrú, hindúatrú eða hvað annað sem er annað en þessa afturhaldsömu miðaldatrúarbrögð. Víða liggur dauðadómur við í því skefilega umhverfi og mannvonsku sem umlykur nú meira en minna allan hinn Íslamska heim. Skyldi fréttamönnunum hafa dottið í hug að benda krökkunum á það í fréttinni hvað við erum heppin að búa við frelsið og vera laus undan ánauð Íslam sem byggist á sömu heildarhyggjunni og kommúnisminn í Norður Kóreu.

Á það má sjálfsagt ekki minnast vegna þess að þá á fólk á hættu að vera atyrt fyrir rasisma og fordóma. Þess vegna verða jafnvel krakkafréttir svona skrýtnar í umhverfi hælisleitendainnrætingarinnar.

 


Bloggfærslur 15. september 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 54
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 1715
  • Frá upphafi: 2291605

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1540
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband