Leita í fréttum mbl.is

Helv. rasistar, nasistar og hægri öfgamenn

Morgunblaðið greinir frá því í dag að hægri öfgamenn í bænum Bautzen í Þýskalandi hafi ráðist að innflytjendum þeir hafi jafnvel haft uppi nasistayrðingar. Í málum sem þessum þarf að skoða vel hvað gerðist í stað þess að hrapa að fullyrðingum sem standast ekki eins og fréttamönnum  í dag er allt of gjarnt að gera.

Þegar málið er skoðað grannt, þá virðist eftirfarandi hafa gerst. Hópur ólöglegra innflytjenda í boði Angelu Merkel safnaðist saman á bæjartorginu í Bautzen og sinnti ekki tilmælum lögreglu og hóf að kasta m.a. eldsprengjum að lögreglu og jafnvel vegfarendum einhver meiðsli urðu vegna þessa athæfis.

Í kjölfarið safnaðist saman ungt fólk sem réðist að ólöglegu innflytjendunum og einhverjir hrópuðu að Bautsen væri fyrir Þjóðverja. Það virðist hafa verið sú nasistayrðing sem sumir fréttamiðlar vísa til. Lögregla kom þá ólöglegu innflytjendunum til síns hælis svo sem lögregluyfirvöld höfðu krafist að þeir færu áður en þeir byrjuðu aðsókn að lögreglunni.

Íbúar í Bautzen eru um 40 þúsund og pólitíska landslagið þar hefur verið þannig að Kristilegir Demókratar Merkel Kanslara og Sósíaldemókratar hafa yfirburðafylgi í bænum en hingað til hefur stuðningur við flokka hægra megin við Kristilega verið mjög takmarkaður. Íbúar Bautzen eru hins vegar afar ósáttir við stefnu Angelu Merkel og gerð voru hróp að forseta landsins vegna innflytjendamálanna, þegar hann heimsótti bæinn fyrir skömmu.

Eftir að hafa kynnt mér umsagnir fjölmargra fréttamiðla um atburðinn þá velti ég því fyrir mér, hvort unga fólkið sem safnaðist saman í Bautzen var ekki bara venjulegt ungt fólk sem ofbýður yfirgangur og skrílslæti ólöglegu innflytjendanna?

En það er alltaf handhægt til að koma í veg fyrir vitræna umræðu að hrópa: "þú talar eins og Hitler."


Bloggfærslur 16. september 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 561
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 2947
  • Frá upphafi: 2294498

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 2689
  • Gestir í dag: 498
  • IP-tölur í dag: 483

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband