Leita í fréttum mbl.is

Er þetta ekki í stjórnarsáttmálanum?

Nú hef ég hraðlesið stjórnarsáttmálann í tvígang og lýst svona og svona á afurðina. Í fyrra skiptið  las ég stjórnarsáttmálann og skipti í efnisflokka og sá að fyrir utan hefðbundin kyrrstöðuviðhorf í bankamálum, sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og fleiri málaflokkum þá eru teknir inn í stjórnarsáttmálann nokkrir vinstri grænir sósíalískir  gullmolar um grænt hagkerfi og meira splæs o.s.frv.

Einnig einsetur ríkisstjórnin sér að fjölga innflytjendum sem mest hún getur og taka á móti fleiri flóttamönnum. Spurning var hvort áherslan á það skipti meira máli en á fjármál einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Alla vega virðist svo vera í stjórnarsáttmálanum.

Umfjöllun um okurvextina og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeim sé ég hvergi í stjórnarsáttmálanum. Þá sé ég ekki að vikið sé að verðtryggingu lána og staðið við þá marmiðssetningu sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf við myndun síðustu ríkisstjórnar.

Nú viðurkenni ég að vera nærsýnn og að flýta mér við yfirlesturinn. En getur einhver verið svo vænn að benda mér á hvar í stjórnarsáttmálanum er vikið að okurvöxtunum og verðtryggingunni í stjórnarsáttmálanum.

Það hlítur að hafa farið fram hjá mér því að jafn mikilvægt mál og verðtrygging og viðbrögð til að almenningur og fyrirtæki búi við sömu lánakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar hefði ég haldið að væri eitt það þjóðfélagslega mikilvægast.

En fyrsti dómur minn um stjórnarsáttmálann er að hann er eins og svissneskur ostur. Það eru fleiri holur á honum en matur.

 


Bloggfærslur 10. janúar 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 2487
  • Frá upphafi: 2291470

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2263
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband