Leita í fréttum mbl.is

Pólitíska veđurfrćđin

Ţađ er nýlunda ađ flytjandi veđurfregna hvetji neytendur til ađ sniđganga vörur framleiddar í Kína. Ţó ég sé honum efnislega sammála, ţó á fleiri forsendum sé, ţá orkar ţađ tvímćlis flytjandi veđurfrétta á RÚV setji ţar fram hápólitísk sjónarmiđ.

Í sjálfu sér er ţeim geđţekka flytjanda veđurfregna sem setti fram ţessa skođun vorkunn, af ţví ađ fréttastofa RÚV, stjórnendur krakkafrétta og Kastljóss hafa ekki hikađ viđ ađ taka pólitíska afstöđu til ágreiningsmála og flytja einhliđa fréttir. Sök veđurfrćđingsins er ţví síst meiri eđa alvarlegri en annarra sem viđ fréttaflutning starfa hjá RÚV.

Fréttir, líka veđurfréttir eiga ađ vera hlutlćgar og án pólitískra palladóma eđa sjónarmiđa viđkomandi fréttaflytjanda til ađ tryggja hlutlćgni, en hefur ekkert međ rétt viđkomandi ađila til ađ vera brennandi í pólitíska andanum. En sá verđur ađ koma ţví á framfćri á öđrum vettvangi.

Sniđganga á vörum frá einu landi er alvörumál. Vörur frá Kína eru almennt ódýrari en vörur framleiddar annarsstađar. Gćđi ţeirra eru yfirleitt í lagi. Ţađ er ţví ekki á grundvelli almennra neytendasjónarmiđa sem hvatt verđur til sniđgöngu.   

Pólitíska veđurfrćđin, sem hefur gert loftslagshlýnun af mannavöldum ađ trúarsetningu horfir til ţess, ađ Kína brennir kolum meir en nokkur annar. Indland er ekki langt undan  og hvađ međ Indónesíu? Eigi ađ sniđganga vörur frá Kína er eđlilegt ađ spurt sé hvort ţađ eigi ekki ađ gilda um vörur frá löndum sem haga sér međ svipuđum hćtti?

Miđađ viđ mínar upplýsingar og ţekkingu, hafa Kínverjar fariđ fram af meiri óbilgirni gagnvart náttúrunni en nokkur önnur ţjóđ. Miđađ viđ okkar vinnulöggjöf og réttindi launţega, ţá eru vinnuađstćđur í Kína nćr ţrćlabúđum vinnustöđum á Vesturlöndum.

Fólk á Vesturlöndum hefur horft á eigendur fyrirtćkja brytja ţau niđur og flytja til Kína eđa Indlands, ţar sem réttindi verkafólks eru engin. Ţau skammtímasjónarmiđ sem ţar ráđa eru seld ţví verđi ađ stórir hópar launţega missa vinnu og ţjóđfélög Vesturlanda tapa ţegar heildarhagsmunir eru hafđir í huga.

Ţađ er međ eindćmum ađ verkalýđshreyfing Vesturlanda skuli ekki hafa brugđist viđ og mótmćlt og mótmćlt og mótmćlt ţví ađ réttindi sem hún og framsýnir stjórnmálamenn hafa náđ fyrir vinnandi stéttir skuli eyđilögđ međ ţví ađ taka fyrirtćkin og flytja ţau ţangađ sem réttindalaust fólk framleiđir ţađ, sem ţjálfađ hörkuduglegt starfsfólk á Vesturlöndum gerđi  áđur og fékk greitt ađ verđleikum fyrir vinnu sína. Allt til ađ hámarka gróđa fjármagnseigenda á kostnađ hinna vinnandi stétta.

Verkalýđshreyfing Vesturlanda brást. Stjórnmálaflokkar brugđust og fjötruđu sig í hugmyndafrćđi heimsviđskipta ţar sem frelsi fjármagnsins rćđur öllu, en réttindi hins vinnandi manns gilda ekki. Vinstri sinnađir stjórnmálamenn hafa veriđ helteknir af ţessari heildarhugsun og hefđbundnir hćgri flokkar hafa veriđ njörvađir í 18.aldar sjónarmiđ um frelsi fjármagnsins. Svo finnst ţessum ađilum skrýtiđ ađ ţađ sem ţeir kalla pópúlíska hćgri flokka sem vilja gćta heildarhagsmuna vinnandi fólks skuli vaxa ásmegin. 

Fjármagnseigendur Vesturlanda sem hafa svikiđ vinnandi fólk á Vesturlöndum horfa á ţađ án ţess ađ blikna sem og stjórnmálamenn Vesturlanda ađ viđ framleiđslu Kína og annarra sambćrilegra landa er fariđ á svig viđ flest ţađ sem viđ á Vesturlöndum teljum skyldu okkar ađ gera til ađ varđveita náttúruna og umgangast hana međ virđingu.

Ţađ er svo merkilegt ađ hvorki stjórnmálamenn né verkalýđshreyfing hafa lyft litla fingri eđa mótmćlt ţví ađ fjármagnseigendur hafi fullt og óheft frelsi til ađ eyđileggja atvinnu milljóna fólks,lítilsvirđa áunninn réttindi verkafólks og valda óafturkrćfri mengun náttúrunnar.

Frelsi fjármagnsins hefur ráđiđ á kostnađ hagsmuna vinnandi fólks. Vinstra fólk á Vesturlöndum hefur ekki sinnt hagsmunum hins vinnandi manns í framleiđslustörfum. Ţađ er síđan undrandi yfir ţví ađ hinar vinnandi stéttir skuli yfirgefa hina sósíalísku alţjóđahyggju ţrćlabúđann. Hefđbundnir hćgri flokkar hafa líka brugđist bundnir á klafa sérhagsmuna fjármagnsins hafa ţeir litiđ framhjá heildarhagsmunum ţjóđfélagsins til ađ trufla ekki gleđileik eyđileggingar fjármagnseigenda á áunnum réttindum verkafólks á Vesturlöndum og vestrćnum gildum mannúđar og virđingar fyrir náttúrunni. 


Bloggfćrslur 2. janúar 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 860
  • Sl. viku: 2430
  • Frá upphafi: 2293981

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 2210
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband