Leita í fréttum mbl.is

Að vilja Lilju kveðið hafa

Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sá mæti maður Guðni Ágústsson hvetur fólk í Morgunblaðsgrein í dag til að kjósa Lilju Alfreðsdóttur alþingismann hvar svo í flokki sem það stendur eftir því sem skilja má og segir hana eiga mikið erindi í íslenskum stjórnmálum. 

Hægt er að taka undir það sem Guðni segir varðandi Lilju Alfreðsdóttur, sem hefur komið fram á sínum stutta pólitíska ferli af háttvísi og kurteisi, en verið á sama tíma einörð og málefnaleg í sínum málflutningi.

Nú er það svo að kosningakerfið okkar heimilar okkur ekki að greiða nema eitt atkvæði listabókstaf flokks.

Sem flokksbundinn Sjálfstæðismaður, meðmælandi með lista flokksins í kjördæminu og baráttumaður fyrir góðri kosningu Sjálfstæðisflokksins, get ég því ekki greitt Lilju atkvæði mitt. Það skiptir einnig miklu máli að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, sem á ekki síður erindi í íslenskri pólitík en Lilja fái góða kosningu, hún hefur heldur betur sýnt það í störfum sínum. 

Grein Guðna vakti mig hins vegar til umhugsunar um það hvað kosningakerfið okkar er gallað. Mörg vildum við sjá gott fólk úr öðrum flokkum en okkar eigin á Alþingi. Ég hef t.d. áhuga á að Ólafur Ísleifsson og Halldór Gunnarsson úr Flokki fólksins komist á þing og tel þá eiga þangað fullt erindi. Þannig get ég einnig talið upp fólk úr fleiri flokkum.  En við höfum bara eitt atkvæði þó kjósa eigi 63 alþingismenn.

Kosningakerfið okkar er gallað af því að það veitir kjósandanum ekki eðlilegt vald á kjördegi. Til að kjósandinn hefði raunverulegt vald á kjördegi þá ætti hann að hafa 63 atkvæði til ráðstöfunar þar sem hann gæti greitt fólki úr mismunandi flokkum atkvæði eða greitt frambjóðendum eigin flokks öll atkvæðin. Þá væri lýðræðið virkara og vilji kjósandans kæmi skýrar í ljós.

Til að setja kjósandann í öndvegi í stað stjórnmálaflokka og flokksræðis ættum við því að sameinast um að breyta kosningalögunum og stjórnarskránni þannig að kjósandinn færi með jafnmörg atkvæði og þeim fjölda fulltrúa nemur sem kjósa á. Þá gætum við kosið allar okkar Liljur og Sigríðar sem og annað hæft fólk en sleppt hinum.

 


Bloggfærslur 17. október 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 234
  • Sl. sólarhring: 1147
  • Sl. viku: 5879
  • Frá upphafi: 2276517

Annað

  • Innlit í dag: 220
  • Innlit sl. viku: 5458
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband