Leita í fréttum mbl.is

Nú þarf að mótmæla lýðnum.

Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar einkum hér á landi farið mikinn og bent okkur á hvílík skepna í mannsmynd hinn nýkjörni Bandaríkjaforseti er. Helst hafa þeir haft horn í síðu hans fyrir að setja tímabundið bann við komu fólks frá nokkrum ríkjum þar sem meirihlutinn eru Íslams trúar.

Stjórnmálamenn í Evrópu hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og talið þessa afstöðu Trump vera kynþáttahyggju þ.e. rasisma og óásættanlega í alla staði. Þau Angela, Hollande og Tusk hafa farið mikinn og skírskotað til bandarísku þjóðarinnar að taka í taumana. Einhvern tímann hefði það verið talið jafngilda því að erlendir þjóðarleiðtogar væru að hvetja til byltingar í öðru ríki.

Alþingi íslendinga hefur ekki látið sitt eftir liggja og Píratar fóru mikinn og kyrjuðu sálminn sinn úr ræðustól á Alþingi og þar sem þeim verður jafnan orðafátt þegar kemur að alvöru málsins þá tóku þeir þau tvö orð sem þeim eru tömust sér í munn í síbylju - rasisti- fasisti og þannig var þulan látin ganga um manninn sem Píratar og ríkisstjórn Íslands telja að sé hin mesta ógn við hinar einu hreinu og leyfilegu skoðanir að þeirra mati þ.e. Kanahatur, menningarleg og siðræn uppgjöf og opin landamæri

En svo bregðast krosstré sem önnur tré eins og segir í máltakinu. Nú hefur skoðanakönnun í 10 Evrópuríkjum staðfest að skoðanir Trump hafa yfirburða stuðning meðal kjósenda. Þannig vilja 54% Evrópubúa setja algjört aðkomubann á múslima. Trump setti bara 90 daga bann. Í Póllandi heimaríki Tusk eru yfir 70% kjósenda sem vilja setja á svona bann.

Hvar standa Evrópuleiðtogar þá Gulli minn góður. Eiga þeir ekki að fara í stríð við eigin landsmenn og mótmæla þeim fyrir rasisma og fasisma. Þurfa þeir þá ekki að berjast sem aldrei fyr til að skipta um þjóð fyrst einhliða fréttaflutningur, fréttafalsanir og fréttabann dugar ekki til.

Hvað er til ráða og hvað má þá vera til varnar sóma þeirra sem fordæma og fordæma aðra og standa svo frammi fyrir því að þeir standa naktir í næðingnum af því að fólk er ekki jafn skyni skroppið og forréttindaaðallinn í vestrænum þjóðfélögum sem heldur að peningar vaxi á skinni skattgreiðenda.

Nú þarf Alþingi og utanríkisráðherra að gera hið fyrsta hróp að kjósendum í Evrópu fyrir fasisma og rasisma og mótmæla því að þeir skuli leyfa sér að hafa skoðanir sem þau eru ekki sammála.


Bloggfærslur 9. febrúar 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 67
  • Sl. sólarhring: 1201
  • Sl. viku: 5811
  • Frá upphafi: 2277562

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 5372
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband