Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ađ banna fundi?

Erdogan Tyrkjaforseti hefur ákveđiđ ađ sölsa undir sig öll völd í Tyrklandi međ lýđrćđislegum hćtti eins og nokkrum öđrum einrćđisherrum í veröldinni hefur áđur tekist. Í ţví skyni sendir hann litlu Göbbelsana sína til ađ koma áróđrinum á framfćri til ađ tryggja fylgi viđ tillögur sem fela í sér endalok raunverulegs lýđrćđis í Tyrklandi.

Mörgum hefur komiđ á óvart ađ Erdogan hefur m.a. sent ráđherra sína í Göbelsískum tilgangi til ýmissa Evrópulanda vegna ţess ađ ţađ áttađi sig ekki á ţví hvađ margir ríkisborgarar eigin landa eru í raun Tyrkneskir ríkisborgarar og líta fyrst og fremst á sig sem slíka jafnvel ţó ţeir séu annarrar kynslóđar Tyrkneskir innflytjendur.

Ríkisstjórnir Ţýskalands og Hollands hafa amast viđ ţessum útsendurum Erdogan og Erdogan hefur svarađ ţeim međ ţví ađ kalla Ţjóđverja og Hollendinga nasista, fasista o.fl. sem vinstri stjórnmálamenn nota ţegar ţeim verđur ađ öđru leyti orđa vant.

En hvernig stendur á ţví ađ nú síđast ríkisstjórn Hollands skuli standa í ţví ađ banna almenna fundi ţar sem ráđherrar frá Tyrklandi ávarpa landa sinna. Er ţađ í samrćmi viđ ţćr lýđrćđislegu hefđir sem viđ viljum halda í heiđri.

Ţrátt fyrir ađ hafa ákkúrat enga samúđ međ málstađ Erdogan ţá get ég ekki séđ međ hvađa rökum ríkisstjórn Hollands meinar almennar og frjálsar umrćđur og fundi í lýđrćđisríki jafnvel ţó ađ ţađ séu erlendir ráđamenn sem ávarpa fundinn. Einhvern veginn rímar ţađ ekki viđ sjónarmiđ um frjálst ţjóđfélag sem virđir funda-mál- og félagafrelsi.

Afstađa Hollensku ríkisstjórnarinnar er ţví fordćmanleg og viđ sem viljum frjálst flćđi upplýsinga, funda- og tjáningafrelsi finnst miđur ađ svo skuli vera komiđ í Hollandi og Ţýskalandi ađ ţćr stjórnlyndu ríkisstjórnir sem ţar stjórna skuli ganga svona langt. Ţađ langt ađ mér virđist ţađ vera út fyrir lög og rétt á sömu forsendum og Bretar beittu okkur hryđjuverkalögum á sínum tíma illu heilli og ţeim til skammar.

En ástćđa ţess ađ stjórnlyndu stjórnmálamennirnir í Hollandi og Ţýskalandi skuli bregđast svona viđ er vegna hrćđslu viđ eigin verk og skođanir. Kosningar eru í dag í Hollandi og ríkisstjórnin reynir ţađ sem hún getur til ađ koma í veg fyrir ađ Geert Wilders nái góđu fylgi og grípur til örţrifaráđa til ađ sýnast vilja taka á innflytjendavandamálunum af meiri hörku en áđur. Vonandi láta kjósendur ekki rugla sig međ ţessum taugaveiklunarađgerđum.

Elítan í Hollandi og Ţýskalandi hefur ađeins eina pólitíska stefnu raunar eins og elítan í allri Vestur Evrópu og ţađ er ađ halda völdum og hafa business as usual. Ţeir sem hafa hugsjónir og vilja breyta ţćgindasamfélagi elítunar eru svo hćttulegir óvinir ađ ţađ verđur ađ grípa til allra ráđa m.a. brjóta mannréttindi ef ţörf er á til ađ slá ryki í augu kjósenda og reyna ađ koma í veg fyrir ađ elítan missi tögl og halgdir.

Ţess vegna eru fundir međ "Göbbelsum" Erdogan bannađir í taugaveiklunarađgerđum í ađdraganda kosninga. En stefnan er samt ekki sú ađ breyta neinu um innflytjendastefnu eđa undnasláttarstefnu gagnvart Islam. Ţađ er stađreyndin í málinu.

Á sama tíma og Erdogan ríđur nú röftum og fer međ himinskautum í áróđri sínum, ţá dettur engum fréttamanni á Vesturlöndum í hug ađ kalla hann hćgri sinnađan ţjóđernisofstćkismann og pópúlista. 

Af hverju skyldi ţađ nú vera? Eru ţeir e.t.v. ekki búnir ađ fá línuna sína frá ţeim sem ţeir telja hafa einkarétt á sannleikanum eins og ţeir Ţjóđviljamenn forđum sem tjáđu sig ekki fyrr en línan frá Kreml var komin í hús. 


Bloggfćrslur 15. mars 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 2567
  • Frá upphafi: 2291550

Annađ

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 2332
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband