Leita í fréttum mbl.is

Hægri sveifla í Hollandi

AF fréttum fjölmiðla af úrslitum þingkosninga í Hollandi má ætla að flokkur Geert Wilders hafi beðið mikið afhroð og Hollendingar hafi með öllu afneitað hægri stefnu, svonefndum pópúlisma og þjóðernisstefnu. En voru úrslitin þannig?

Þegar rýnt er í kosningaúrslitin þá kemur eitthvað allt annað í ljós en fréttastofa RÚV og "fræðimaðurinn" Eiríkur Bergmann sem kynntur var til leiks í morgunútvarpi RÚV sem sérfræðingur í pópúlisma.

Niðurstaða hollensku kosningana var sú að hægri og miðflokkar júku mjög fylgi sitt þ.á.m. flokkur Geert Wilders, en flokkurinn fékk 25% fleiri þingsæti en í síðustu kosningum.

Hörð afstaða Rutger forsætisráðherra Hollands og bann við fundarhöldum tyrkneskra ráðamanna í Hollandi er talin hafa leitt til fylgisaukningar flokks Rutgers, en að sama skapi að sókn Wilders var ekki eins mikil og spáð hafði verið.

Eftir sem áður stendur að hægri og miðflokkar unnu afgerandi sigur í Hollandi þ.á.m. flokkur Geert Wilders hvort sem fréttastofu RÚV líkar betur eða verr.

Það eru jú staðreyndir mála sem fréttastofur eiga að birta en ekki afbökuð óskhyggja fréttamanna og ímyndun um staðreyndir.

 


Bloggfærslur 16. mars 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 2487
  • Frá upphafi: 2291470

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2263
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband