Leita í fréttum mbl.is

Heilögu landamærin og Rússar.

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa farið mikinn vegna þess að Rússar tóku yfir Krímiskaga eftir að viðsjár höfðu aukist með Úkraínu og Rússlandi í kjölfar stjórnarbyltingar í Úkraínu þar sem hin nýju stjórnvöld lýstu yfir eindregnum vilja til að snúa sér til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en efna til óvinafagnaðar við Rússland.

Vesturveldin þ.e. Bandaríkin og Evrópusambandið sögðu að landamæri væru heilög og settu viðskiptabann á Rússland vegna yfirtöku Krímskaga. Íslenska ríkisstjórnin kaus að vera með og þáverandi utanríkisráðherra Gunnar Bragi flutti til Kíev í Úkraínu tímabundið til að lýsa yfir samstöðu við Úkraínu.

Þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem búa á Krím séu Rússar og Krímskagi hafi lengstum tilheyrt Rússlandi þá kusu Vesturveldin að nýta sér þetta til að efna til fjandskapar við Rússa.

Heilög landamæri skv. túlkun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í kjölfar þessa voru þau að landamæri væru óumbreytanleg og aldrei kæmi til greina að þeim væri breytt með hervaldi. Flest landamæri í Evrópu og víðar eru þó eins og þau eru vegna þess að beitt var hervaldi. Sjálfsákvörðunarréttur íbúanna varð allt í einu aukaatriði í huga vestrænna stjórnmálamanna sem kusu að halda fram óbreytanleika landamæra.

Í gær lék Ísland landsleik í knattspyrnu við Kósóvó. Hvað er Kósóvó? Hvaða land er það og hvernig varð það til. Kósóvó var hluti af Serbíu og síðar Júgóslavíu þegar sigurvegarar fyrra heimsstríðs breyttu landamærum með hervaldi. 

Þegar Júgóslavía var að leysast upp um síðustu aldamót og til urðu ríkin Slóvenía, Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland, Makedónía og Serbía,  urðu róstur í Kósóvó. Serbar töldu Kósóvó tilheyra Serbíu eins og það hafði gert um langa hríð. Átök blossuðu upp milli Serba og Albana sem bjuggu í Kósóvó og þegar Serbar létu kné fylgja kviði til að koma uppreisnarmönnum af albönsku þjóðerni í burtu,réðust Vesturveldin á Serbíu.

Nato sem hafði fram að aldamótunum eingöngu verið varnarbandalag breyttist úr varnarbandalagi í árásarbandalag undir forustu Bandaríkjanna og fullum vilja Evrópuríkja. Ísland gerði enga fyrirvara vegna þessa. Árás var gerð á Serbíu m.a. höfuðborgina og Serbar neyddir til að hörfa frá eigin landi og fyrir tilstyrk og forustu  Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta varð Kósóvó verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna og lýsti síðan yfir einhliða sjálfstæði árið 2008 við fagnaðaróp stjórnenda Vesturveldanna. Landamæri Serbíu voru nú ekki heilagri en það.

Vesturveldin töldu sjálfsagt að breyta landamærum Serbíu með hervaldi og taka Kósóvó frá Serbum. Sex árum síðar mótuðu þau þá stefnu að aldrei mætti breyta landamærum með hervaldi. Alla vegar ekki þegar um Krímskaga væri að ræða.

Öll þessi framganga skammsýnna vestrænna stjórnmálamanna er dapurleg. Í fyrsta lagi var það hið versta óráð að breyta Nato í árásarbandalag. Í öðru lagi var það hið versta óráð og óafsakanlegt að ráðast á Serbíu með þeim hætti sem gert var. Í þriðja lagi var óráð að efna til ófriðar í austurvegi við Rúss.

Alvarleg og raunveruleg ógn steðjar nú að Vesturlöndum, Rússum og fleirum. Rússar geta í þeirri baráttu verið og eiga að vera okkar traustustu bandamenn. Þess vegna verða leiðtogar Vesturveldana að sýna í verki nýja nálgun gagnvart Rússum og gera okkur og þeim kleyft að auka tengsl og efla samstarf.

 


Bloggfærslur 25. mars 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1118
  • Sl. sólarhring: 1226
  • Sl. viku: 6763
  • Frá upphafi: 2277401

Annað

  • Innlit í dag: 1048
  • Innlit sl. viku: 6286
  • Gestir í dag: 983
  • IP-tölur í dag: 953

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband