Leita í fréttum mbl.is

Háskólar vísindi og tjáningarfrelsi

Háskólar eiga ađ vera vagga vísinda, rökrćđna og tjáningarfrelsis. Viđhorf ţeirra sem vinna viđ háskóla víđa á Vesturlöndum, kennara og nemenda er hins vegar allt annađ.

Háskóli í Cardiff á Englandi hefur birt leiđbeiningar um óćaskileg orđ til ţess ađ meiđa ekki fólk vegna kynferđis ţess. Skv. ţví er "gentlemans agreement" bannađ. 

Í háskóla í Cambridge amast stúdentar viđ ţví ađ fá Jamaican stew og Tunisian rice og segja ađ ţađ vísi ekki til réttra menningarlegra sjónarmiđa. Í öđrum háskóla í Cambridge var ćvisaga Winston Churchill rituđ af David Irving fjarlćgđ á bókasafni skólans vegna skođana sagnfrćđingsins.

Tímaritiđ Spike sagđi í síđasta mánuđi ađ 90% breskra háskóla tćkju ţátt í ađ takmarka tjáningarfrelsiđ m.a. hefđu 21 háskóli bannađ ákveđnum úrvals álitsgjöfum ađ tala eingöngu vegna skođana ţeirra. Ákveđnar skođanir og sjónarmiđ eru bönnuđ eins og á tímum rannsóknarréttarins.

Átta af hverjum tíu fyrirlesurum í háskólum í Bretlandi er vinstra fólk, sem leiđir til hćttu á hóphegđun. Adam Smith stofnunin segir ađ ţetta hafi leitt til ţess ađ ekki sé lengur tekist á um ólíka skođanir og ćtlanir og ályktanir um lykilmál séu ákvörđuđ á grundvelli hóphegđunar um hinn eina rétta sannleika. Í ţví skyni ađ koma fram hinni einu réttu skođun hélt prófessor í Sussex seminar um ţađ međ hvađa hćtti ćtti ađ fara fram gagnvart hćgri sjónarmiđum og kćfa ţau í fćđingu.

Ţessu furđufyrirbćri sem margir háskólar eru ađ verđa vegna rétttrúnađar í stađ vísindalegra vinnubragđa, leiđa til óskapnađar ţar sem ástćđa er til fyrir stjórnmálamenn ađ gaumgćfa hvort peningum skattgreiđenda sé ekki betur variđ til annars vísindastarfs en skođanakúgađra háskóla.

Háskólaspeki nýaldar hefur fundiđ ţađ út ađ fólk sé í raun ţess kyns sem ţađ telur sig vera hverju sinni. Ţegar svo er komiđ ţá er ekki furđulegt ađ ţolinmćđi fyrir hlutlćgum umrćđum og vísindastarfi bíđi hnekki og tímar allsherjarríkisins í anda fasismans,  sem Mussolini fasistaforingi talađi um renni upp fyrir tilstilli vinstri háskólaspekinnar.


Bloggfćrslur 3. mars 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 52
  • Sl. sólarhring: 1260
  • Sl. viku: 1582
  • Frá upphafi: 2293050

Annađ

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1436
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband