Leita í fréttum mbl.is

Umskurður

Almennt er viðurkennt að umskurður á kynfærum kvenna eða stúlkna sé viðbjóðsleg árás á frelsi konunnar og gróf misþyrming á líkama hennar, sem hafi varanlegar skaðlegar afleiðingar. 

Í grein sem ég las nýverið er því haldið fram að umskuður á lim karlmanna eða sveinbarna sé í fleiri tilvikum en færri til þess fallinn að valda þeim karlmanni vandræðum sem fyrir því verður.

Fornaldartrúarbrögð hafa þessa ósiði og siðlausa atferli í hávegum. Þeir sem trúa á Gamla testamenntið fylgja boðum Guðs um að færa honum forhúðir drengja svo að Gyðingar megi verða Guðs útvalda þjóð. Það var og- Trúir því einhver að Guð hafi valið einhverja þjóð sérstaklega sem útvalda fram yfir aðrar þjóðir? Sá Guðdómur er þá heldur betur rasískur.

Fólk ætti að fletta upp á 17. kafla fyrstu Mósebókar 9-14. vers þar segir m.a. "Allt karlkyn meðal ykkar skal umskera. Þið skuluð umskera hold forhúðar ykkar. Það er tákn sáttmálans milli mín og ykkar." Guðdómur sem metur forhúð lims ungra drengja svona mikils er vægast sagt pervert.

Nú fjölgar fólki á landi hér frá löndum þar sem umskurður er tíðkaður. Ekki síst umskurður á kynfærum stúlkna.

Umskurður er gróf árás á kynfrelsi og líkama þess sem fyrir því verður hvort heldur er um að ræða svein- eða meybarn. Það ber að banna slíka líkamsárás ótvírætt með lögum.

Í 218.gr.a almennra hegningarlaga er vísað til líkamsárásar á konur og kynfæri hennar. Þar er hins vegar ekki minnst á sambærilega árás á kynfæri drengja. Þá er umskurður sem slíkur ekki beinlínis bannaður.

Það þarf að taka af öll tvímæli um það með beinni lagasetningu að umskurður bæði svein- og meybarna sem og unglinga sé bannaður og liggi þungar refsingar við mun þyngri en eru skv. 218.gr.a almennra hegningarlaga.

Þó svo að einhverjir Gyðingar eða þá Múhameðstrúarmenn telji að sér vegið með því, þá verða þeir að sætta sig við sjónarmið okkar um réttindi einstaklingis og vald einstaklingsins yfir eigin líkama hvort sem það er í þessu máli eða öðrum.


Bloggfærslur 6. mars 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 301
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 2687
  • Frá upphafi: 2294238

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 2445
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 263

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband