Leita í fréttum mbl.is

Það er stöðugt verið að krossfesta Krist.

Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis.

Á sama tíma og við minnumst pínu og dauða Jesú með þeirri aftöku sem Rómverjar notuðu til að niðurlægja landráða- og uppreisnarmenn þá hefur kristni heimurinn gleymt Helferðinni gegn kristnu fólki í Írak og Sýrlandi og víðar þar sem vagga kristninnar stóð í frumbernsku trúarbragðanna.

Í Mið-Austurlöndum eru milljónir kristins fólks sem stöðugt er ráðist á og þeim ógnað með útrýmingu.

Vestrænar ríkisstjórnir aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna þeim ekki nætursvefns. Helstu prelátar kristinna hvort heldur kaþólika eða mótmælenda láta sem ekkert sé og gera ekkert til að koma í veg fyrir að kristið fólk í Írak og Sýrlandi sé hrakið frá heimkynnum sínum,smáð,hrakið, nauðgað og myrt.

Meir en 3 af hverjum fjórum kristnum hafa flúið Írak frá 2003 og nær helmingur Yasida undan Íslömsku trúarrasistunum.

Hjálparstarf Vesturlanda sinnir þessu fólki nánast ekki neitt. Síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross, ríkisstjórnir Vesturlanda eða kristnar kirkjudeildir.

Hjálparstarfið er á vegum Sameinuðu þjóðanna sem flytja birgðir og hjálpargögn til stofnana sem stjórnað er af múslimum sem dreifa því sem í boði er fyrst til allra annarra en kristinna eða Yasida og sýna kristnum og Yasidum iðulega lítilsvirðingu. Trúarlegur rasismi Íslam er því miður hluti kenningar Múhameðs.

Í grein í DT í gær segir að um margra ára skeið hafi ýmis hjálparsamtök upplýst bresk yfirvöld um að kristnir flóttamenn finnist varla í búðum Sameinuðu þjóðanna í Írak og Sýrlandi.

Einn af hverjum tíu Sýrlendingum var kristinn þegar borgarastyrjöldin hófst árið 2011, en þeir hafa ekki fengið nema um tvö af hverjum hundrað plássum í flóttamannabúðum í landinu og eiga jafnvel þar stöðugt á hættu að vera ofsóttir vegna trúar sinnar.  

Vestræna stjórnmála- og fréttaelítan er svo illa haldin af því að fylgja stjórnmálalegri samkvæmni að haldið er blygðunarlaust fram, að með sérstökum stuðningi við Kristið fólk, sé verið að gera upp á mill fólks með óleyfilegum hætti á trúarlegum forsendum. Vísað er til fjölþjóðlegra samninga sem ýmsir lögspekingar halda fram að komi í veg fyrir að stjórnmálamenn megi láta skynsemina ráða varðandi hjálparstarf.

Afleiðingin af þessu rugli er knúin áfram af kórnum sem syngur í sífellu stefið um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli trúarbragða, en leiðir til þess að Kristnum og Yasídum er mismunað og verða útundan einmitt fólkið sem þarf mest á hjálp að halda, en það er ekki umræðuefnið,viðfangsefnið eða vandamálið í huga "góða fólksins" svokallaða.

Að sjálfsögðu eiga múslimar rétt til að fá aðstoð og hjálp eins og fólk af öðrum trúarbrögðum. Munurinn á kristinni boðun og boðun Múhameðs er að skv. okkar boðun eigum við að hjálpa öllum óháð trúarbrögðum en í boðun Kóransins er byggt á trúarlegum rasisma.

Hjálparstarf verður alltaf að miða að því að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. Það eru kristnir og Yasídar í Írak og Sýrlandi í dag. Með því að neita að horfast í augu við þjóðarmorð á kristnu fólki eru stjórnmálamenn og kirkjuhöfðingjar Vesturlanda stöðugt að láta krossfesta Krist og láta sér fátt um finnast.  


Bloggfærslur 14. apríl 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 915
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2293946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2176
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband