Leita í fréttum mbl.is

God bless Robert E. Lee

God bless you Robert E. Lee er heiti lags sem Johnny Cash söng á sínum tíma til ađ ţakka Robert E. Lee fyrir ađ hafa bundiđ endi á borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum međ ţví ađ gefast upp ţegar hann sá, ađ áframhaldiđ vćri ekki annađ en tilgangslaust blóđbađ ţar sem taliđ var ađ a.m.k. 40 ţúsund manns til viđbótar mundu falla. Johnny Cash verđur seint talinn í hópi hćgri öfgamanna. 

Nú hafa "frjálslyndu fasistarnir" í Bandaríkjunum, sem telja sig siđferđilega yfir ađra hafnir og hafa ađ eigin mati einir höndlađ hvađ er sannleikur, krafist ţess ađ styttur af Robert E. Lee verđi fjarlćgđar ţar sem hann hafi veriđ vondur ţrćlahaldari og barist fyrir málsstađ Suđurríkjanna, sem hafi háđ styrjöld til ađ viđhalda ţrćlahaldi í Suđurríkjunum.

Nú er ţađ svo međ marga sem telja sig hafa höndlađ hinn eina sannleik, ađ oft skortir ţá almenna ţekkingu m.a. í sögu.

Robert E. Lee var ekki sérstakur verndari ţrćlahalds. Hann gaf ţrćlum sínum frelsi áriđ 1862 og eftir borgarastyrjöldina lagđi hann gjörva hönd á ađ sćtta Suđriđ og Norđriđ eftir ţćr hamfarir sem Borgarastyrjöldin hafđi valdiđ og vann međ og fyrir Andrew Johnson forseta sem tók viđ af Lincoln.

Lee var ekki stuđningsmađur ţess ađ Suđurríkin segđu sig úr lögum viđ Bandaríkin og ţađ var fyrst ţegar heimaríki hans Virginía ákvađ ađ fylgja Suđurríkjunum, ađ hann hlýddi kalli heimaríkis síns og leiddi síđan her Suđurríkjamanna og reyndist međal bestu hershöfđingja sögunnar. 

Fólk verđur ađ sjálfsögđu ađ ráđa ţví hvađa styttur ţađ vill hafa og iđulega eru styttur hluti af sögu viđkomandi lands og/eđa borgar. Sókn "frjálslyndu fasistanna" gegn sögulegum styttum og táknum, sem ţeir telja siđferđilega ógna sinni réttlćtiskennd er ţví miđur nokkuđ í ćtt viđ bókabrennur fyrri tíma, ţar sem ţeir sem höndlađ hafa sannleikann reyna ađ koma í veg fyrir óćskilegar skođanir međ ţví ađ bannfćra ţćr og eyđa. 

Í sumar urđum viđ vitni ađ ţví ađ hópur "frjálslyndra fasista" hér á landi reyndi ađ koma í veg fyrir ađ Robert Spencer fengi ađ tjá skođanir sínar, af ţví ađ ţćr voru ekki ţóknanlegar ţeim sem vilja óheftan innflutning Íslamista til landsins. En ţá sigrađi tjáningarfrelsiđ og metfjöldi sótti fyrirlestur Roberts Spencer.

Í Bandaríkjunum reynir vinstri fréttaelítan og vinstri stjórnmálaelítan ađ útmála ţá sem vilja viđhalda sögulegum minjum eins og styttum af Robert E. Lee sem öfgafólk vegna ţess ađ örlítill hluti ţeirra sem eru í ţem hópi tilheyra öfgasamtökum. Mikill meiri hluti er venjulegt fólk. Venjulegt fólk, sem áttar sig betur á sögulegu samhengi hlutanna en "frjálslyndu fasistarnir sem vilja ađ öllum öđrum skođunum en sínum verđi útrýmt. 

Fái "frjálslyndu fasistarnir sínu framgengt verđur til alrćđisríkiđ sem Benito Mussolini kallađi svo og George Orwell skrifađi um í bókum sínum "Animal Farm og "1984" Ađeins hin einu "réttu" sannindi mega koma fyrir almenningssjónir.

Fólk sem ann lýđrćđi ţarf ađ halda vöku sinni og ţađ skiptir í dag mestu máli ađ gjalda varhug viđ öfgaskođunum "frjálslyndu fasistanna" til ađ viđhalda tjáningarfrelsi og lýđrćđi.


Bloggfćrslur 27. ágúst 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 508
  • Sl. sólarhring: 1374
  • Sl. viku: 6153
  • Frá upphafi: 2276791

Annađ

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 469
  • IP-tölur í dag: 463

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband