Leita í fréttum mbl.is

Hinir hrjáðu flóttamenn í Evrópu

Skammsýnir stjórnmálamenn opnuðu Evrópu fyrir, að þeirra sögn, hrjáðum flóttamönnum, sem neyddust til að flýja til Evrópu. 

Víðtæk flóttamannaaðstoð var skipulögð og fjöldi herskipa og íslensk varðskip, hjálpuðu flóttamönnum á leið yfir Miðjarðarhafið á lekahripum til Evrópu, í stað þess að flytja þá til baka. Afleiðingin: Enn fleiri sækja í lekahripin og fleiri koma til Evrópu og fleiri farast á Miðjarðarhafinu. 

 Í aðdraganda kosninga í Þýskalandi er rætt um, að fjöldi flóttamannanna fer í orlof til heimalanda sinna þaðan sem þeir flúðu ofsóknir og hörmungar að eigin sögn. Velferðarfarþegar sem kallaðir eru flóttamenn koma svo aftur til að njóta allrar þjónustu á kostnað skattgreiðenda í móttökulöndunum.

Þetta má ekki ræða. Stjórnmálaelítan og fréttaelítan hafnar því að öfgalausar alvöru umræður fari fram um innflytjendamál. 

Á fundi þar sem Angela Merkel hitti stofnanda Fésbókar, kvartaði Merkel yfir því að alls kyns óþverralýður væri að skrifa á fésbók og gagnrýna innflytjendastefnu hennar og Evrópusambandsins og spurði hvort ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta. Fésbókarstjórnandinn svaraði og sagði. "We are working on it." Við erum að vinna í því. (Það gleymdist að skrúfa fyrir hljóðnemann og þess vegna heyrðu allir)

Þeir sem hafa slæmt mjöl í pokanum og segjast ekki sjá eftir neinu eins og Merkel hermir nú eftir Edith Piaf, geta það ef þeir eru ekki minntir á eigin syndir og afglöp. En nú eru þýsku fjölmiðlarnir farnir að verða svolíti óþægilegir. Merkel gæti e.t.v farið að dæmi vinar síns Erdogan eða þess sem hún þekkir frá barnæsku og hlutast til um að fjölmiðlar hagi sér. 

 


Bloggfærslur 28. ágúst 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 2291553

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband