Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur AfD í Þýskalandi.

Alternativ für Deutchland vann stórsigur í þýsku kosningunum og fékk 13% atkvæða og er þriðji stærsti flokkurinn. Flokkurinn hafnar stefnu Merkel um opin landamæri og gerir kröfu til þess að hælisleitendur þurfi að sæta ábyrgð og njóti ekki betri réttar en Þjóðverjar.

Nú ætlar Merkel sér að mynda stjórn með vinstri flokknum Græningjum og hægri flokknum FDP. Fróðlegt að sjá hvort að slíkt samstarf gangi, en sósíaldemókratar eru búnir að segja Merkel upp og formaður Sósíaldemókrata sendir henni núna heldur betur tóninn. Hefði sjálfsagt átt að gera það fyrr. 

Hefðbundin stjórnmál í Þýskalandi eru ef eitthvað er einsleitari en hér þó fólk ímyndi sér að það sé einhver reginmunur á milli flokka bæði þar og hér. AfD er ólíkur hinum flokkunum og þorir að tala um það sem hefðbundnir stjórnmálamenn á meginlandinu hamast við að þegja í hel og kalla öfgar.  

Nái Merkel að mynda stjórn með FDP og Græningjum er hún með Sósíaldemókrata og Vinstriflokkinn til vinsti við sig og AfD til hægri. Hætt er við að tap hennar verði því stærra þegar næst verður kosið en nú og þykir þó mörgum, að flokkur Merkel CDU og systurflokkurinn í Bæjaralandi CSU megi muna fífil sinn fegri þegar þeir voru með um helming kjósenda í stað þriðjungs eins og nú.

Það er fagnaðarefni að hrist sé upp í steindauðum stjórnmálum Þýskalands og var virkilega mál til komið að Merkel fái verðuga stjórnarandstöðu frá hægri.  


Bloggfærslur 24. september 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 248
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 2634
  • Frá upphafi: 2294185

Annað

  • Innlit í dag: 229
  • Innlit sl. viku: 2396
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband