Leita í fréttum mbl.is

Ósmekkleg fréttamennska RÚV

Á Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu var sagt frá sérstökum vildarkjörum sem bróðir þingmannsins Björns Vals Gíslasonar Vinstri grænum hafði gert við kaup á stórhýsi á Grensásvegi. Þeir sem þekkja til fasteignaviðskipta sjá strax að þarna voru sérstök vildarkjör í boði þrátt fyrir að verð á fasteignum hafi lækkað. Þrátt fyrir það þurfa viðskiptin ekki að vera óeðlileg og þar vantaði upp á eðlilega fréttamennsku. Það eitt að vera bróðir Björns Vals Gíslasonar veldur því ekki sjálfkrafa að viðskipti séu óeðlileg.

Þá var það með endemum að nöfn þeirra Skúla Helgasonar þingmanns Samfylkingarinnar og Sigríðar Önnur Þórðardóttur fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins skyldu vera dregin inn í þessa umfjöllun. Við fyrsta augnakast þá verður ekki séð að um óeðlilega lágt verð hafi verið á þeirra eignum og það að vera eða hafa verið þingmaður gerir hluti ekki tortryggilega nema eitthvað meira komi til.

Það var með miklum ólíkindum að draga Skúla Helgason og Sigríði Önnu inn í umfjöllun um kaup á atvinnuhúsnæði. Fréttin á RÚV var fréttastofunni hvað þau varðaði var ósæmileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil minna á www.icenature.com í sambandi við allt.

Sigfús A (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 04:38

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ég verð að vera sammála þessu. Þykist nokkuð viss um að þetta séu ekki EINU samningarnir af þessum toga. Það er óhagkvæmt fyrir banka að liggja með fasteignir og þeir verða að losa sig við þær. Flokka þetta undir æsifréttamennsku.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 22.1.2010 kl. 07:58

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já og nei, þjóðin vil "gegnsæi & allt upp á borð", en þingmenn vilja það ekki.  Auðvitað eru stjórnmálamenn ALLS EKKI hafnir yfir umfjöllun, en sú umfjölun á auðvitað að vera vönduð og heiðarleg.  Á næstu 2 árum verður hægt að gera góð kaup hjá bönkunum tengt t.d. nauðungarsölum o.s.frv.  Flestir þingmenn eiga "sand að seðlum" og geta því gert góð kaup á þessum skelfilegum tímum.  Spurningin er bara hvort þeir fái ávalt að kaupa bestu bitanna út frá stöðu sinni, þjóðin hefur þá tilfinningu, þ.e.a.s. að "þeir fái ávalt góðan díl...!"  Það eru nefnilega VERK stjórnmálamanna okkar sem hafa breytt íslensku samfélagi yfir í RÆNINGJASAMFÉLAG með kvótakerfinu og öðrum athöfnum sem eru vægast sagt siðblinda á hæsta stig. 

kv. Heilbirgð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 22.1.2010 kl. 09:56

4 identicon

Vel mælt!

Gáfnaljós (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 14:02

5 identicon

Takk fyrir þetta innlegg. Í raun finnst mér ekkert óeðlilegt að ákveðnir einstaklingar flettist inn í svona umræðu. Það verður vonandi ekkert lát á því í nánustu framtíð. Það gætir ákveðinnar paranoju/tortryggni í þjóðfélaginu, það er ekkert uppi á borðinu og þeir ríku (ríkari) eru bara að mata krókinn. Sbr. frúin í Vestmannaeyjum, mín bara valsar um og kaupir upp fyrirtæki hægri/vinstri og allt á lánum! Hvernig væri að útskýra þetta fyrir almenningi/almúga? Réttur maður kaupir fasteign af LB á 75 m. og er að bjóða öðrum réttum aðilum sömu eign á 200 m. Minnir þetta ekki beinlínir á svona 2007 dæmi eins og Sterling? Þetta er hreint og beint sorglegt...það er ekkert að breytast! Sama spillingin virðist vera við lýði, hlutir hreyfast hægt, allt of hægt.

Kveðja frá útrásar/innrásarvíking sem aldrei tók lán (sem betur fer)!

Lara (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 07:44

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að ræningjarnir séu allt aðrir en núverandi eða fyrrverandi þingmenn Jakob. Mér sýnist því miður þjóðfélagið stefna í mjög slæma átt m.a. vegna þess hvernig bankarnir og stjórnvöld haga sér gagnvart forréttindaaðlinum í þjóðfélaginu.

Jón Magnússon, 24.1.2010 kl. 12:18

7 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ísland er lítið og vegna þess verða ALLTAF vissir hringir ofan á hverju sinni.  Það þýðir ekkert að ergja sig yfir því, þannig er málum háttað hérna og lítið við því að gera. Stjórnmálalífið hérna minnir óneitanlega á þetta:

"Cane toads, introduced into Australia to control beetles that were destroying sugarcane crops, are still spreading across Australia. They failed to control the cane beetles, and became a major pest themselves. Cane toads can harm native wildlife by eating small animals and poisoning larger predators that try to eat them. Household pets are also at risk from poisoning. So far, there is no known way to control cane toads across large areas, but scientists are searching for a biological control agent that is specific to the toads."Source

Skipta má út 'cane toad' og 'cane beetles' fyrir ákveðna flokka á þá smellpassar þetta við íslensk stjórnmál.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 24.1.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 558
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 2944
  • Frá upphafi: 2294495

Annað

  • Innlit í dag: 520
  • Innlit sl. viku: 2687
  • Gestir í dag: 496
  • IP-tölur í dag: 481

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband