Leita í fréttum mbl.is

Af hverju?

Af hverju styrktu ákveðin fyrirtæki einstaka frambjóðendur í prófkjörum um milljónir? Gefur auga leið. Til þess að þetta fólk gæti keypt sér atkvæði og ímynd með auglýsingum og komist fremst í röð frambjóðenda við Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar

 Af hverju styrkti t.d. Landsbankinn formann þingflokks Samfylkingarinnar um rúmar 3 milljónir í prófkjöri? Kom eitthvað í staðinn fyrir styrkinn. Einkafyrirtæki styrkir ekki stjórnmálamann um þvílíka upphæð hvað þá minni nema í þröngu eiginhagsmunaskyni. Er það ekki ljóst?

Listinn yfir stóru styrkhafa hrunfyrirtækjanna sýna vel hvað prófkjörin eru hættuleg lýðræði og siðferði stjórnmálastéttarinnar. Ég hef iðulega bent á og gerði áður en ég vissi hvað þessi starfsemi var ógnvænleg að þarna væri um slíkan vanda að ræða að finna yrði aðrar leiðir en prófkjör til að velja stjórnmálaflokkum frambjóðendur. 

Vegna þess sem þegar hefur verið upplýst varðandi fjármál flokka og styrki til stjórnmálamanna er óhjákvæmilegt að stjórnmálaflokkarnir setji á fót Rannsóknarnefnd til að fara ítarlega yfir þessi mál síðustu 10 árin til að hægt sé að byggja upp heilbrigðara og siðrænna stjórnmálastarf í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Jón ég er  að verða meira og meira sammála þér, nú ertu á réttum stað og á réttri braut

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 15.4.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Guðmundur.

Jón Magnússon, 15.4.2010 kl. 17:20

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það verða æ fleiri sammála Jóni eftir því sem hann nálgast að komast á rétt spor í lífinu..  Þessi frasi hljómar ábúðarmikill eins og maður þekki til ýmissa staða en eig heima á sporinu

Sigurður Þórðarson, 15.4.2010 kl. 22:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurður en ég veit það ekki með sporið og hvað margir eru sammála en það skiptir ekki máli. Aðalatriðið er að fylgja samvisku sinni.

Jón Magnússon, 15.4.2010 kl. 23:24

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það lausnin að flokkarnir ákveði aðeins hverjir skuli skipa allan framboðslista sinn, segjum til dæmis 22 til bæjarstjórnar Kópavogs.

 Kjósendur listans ákveði síðan á kjörstað röðina á fulltrúunum ?

Þessi prófkjöraháðung gengur ekki lengur.

Halldór Jónsson, 16.4.2010 kl. 08:11

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það getur vel verið Halldór alla vega umhugsunarverð tillaga. Eða að fara þá leið að hver sem er geti boðið sig fram fyrir flokk eða óháður og kjósendur geti síðan greitt ákveðnum fjölda einstaklinga atkvæði sitt.  Ég hef talið að prófkjör innan flokka ættu helst rétt á sér varðandi það hver á að vera oddviti hvort heldur er í þing- eða sveitarstjórnarkosningum.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 08:50

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þessi tillögu Halldórs, sem er líklega sú besta sem ég hef heyrt. Með þessu losna menn líklega við alla verstu fylgifiska prófkjara, hvort sem það eru kaupsýslu á frambjóðendum eða mannorðsmorð.

Sigurður Þórðarson, 16.4.2010 kl. 11:02

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það ætti alla vega að laga eitthvað til ágæti Sigurður.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 555
  • Sl. sólarhring: 646
  • Sl. viku: 2941
  • Frá upphafi: 2294492

Annað

  • Innlit í dag: 517
  • Innlit sl. viku: 2684
  • Gestir í dag: 493
  • IP-tölur í dag: 478

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband