Leita í fréttum mbl.is

Sagan af vel reknu ísbúðinni

Í sumarblíðunni um daginn fór ég að kaupa ís með lúxusdýfu fyrir ungviðið. Íssalinn minn sem rekur aðgerðarmikla ísbúð sagði mér að hann væri orðinn hálf þreyttur á að puða frá morgni og fram undir miðnætti hvern einasta dag vikunnar og þar sem hann hafði frétt að framtakssjóður Lífeyrissjóðanna ætlaði sér að fjárfesta í góðum fyrirtækjum þá hafði hann leitað hófanna að selja þeim ísbúðina svo hann gæti lifað í vellystingum praktuglega og notið árangurs erfiðis síns.

Íssalinn minn sagði mér að honum hefði verið vísað á dyr vegna þess að fyrirtækið sem hann bauð til sölu væri gott fyrirtæki sem skilaði góðum hagnaði og framtakssjóður lífeyrissjóðina væri ekki til þess  að kaupa einhverjar sjoppur sem skulduðu ekki neitt. Íssalinn hafði greinilega misskilið leikreglurnar í þjóðfélaginu.

Íssalinn minn sagði að þeir hjá framtakssjóðnum hefðu sagt sér að markmið sjóðsins væri að sóa lífeyri landsmanna til að kaupa  fyrirtæki sem skulduðu mikið og reka þau með bullandi hagnaði jafnvel þó engum hefði áður tekist að gera það hvorki í góðæri né illæri. Þeir hjá framtakssjóðnum vildu þannig stuðla að íslenskri atvinnuuppbyggingu, aukinni samkeppni og þjóðlegri framleiðslu.

Íssalinn minn sagðist hafa bent á að framleiðsla hans væri heldur betur þjóðleg, íslenskur ís úr íslenskri mjólk og rjóma sem helsta hráefnið, en á það hafi ekki verið hlustað.  Íssalinn minn sagðist hins vegar vænta þess að vel mundi fara með þennan framtakssjóð þar sem að þeir töframenn héldu nú um sjóðinn sem alltaf hefðu skilað af sér fyrirtækjum sem þeir hefðu komið nálægt í mikilli sókn og mun verðmeiri en þegar þeir komu að þeim hvort heldur þeir hafi verið framkvæmdastjórar fyrirtækjanna eða setið í stjórn þeirra.

Íssalinn minn sagðist því sætta sig við að puða áfram og borga í lífeyrissjóðinn sinn þar sem að sjoppurekstur lífeyrissjóðanna væri mun líklegri til að skila árangri með þessum nýju stjórnendum sem að vísu aldrei hefðu þurft að taka áhættu með eigið fé heldur eingöngu með fé annarra og þeir vissu greinilega ráð til að reka nú vonlaus fyrirtæki með þeim hætti að engin hætta væri á að of mikið safnaðist í lífeyrissjóði landsmanna á næstu áratugum.

Eða voru annars lífeyrissjóðirnir ekki stofnaðir til að standa í áhætturekstri á kostnað lífeyrisþega? Voru lífeyrisþegar einhvern tíma spurðir um þetta? Hafa stjórnendur lífeyrissjóðanna ekki tapað nógu miklu nú þegar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill og þarfur Jón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.8.2010 kl. 00:22

2 identicon

Að vísu hefur þú einungis orð þessa íssala fyrir því að hans eigin sjoppa sé vel rekin, að því gefnu að þetta sé ekki lygasaga.

Þar að auki er það fátítt að litlar sjoppur séu skráðar á markað, en af skiljanlegum orsökum hafa lífeyrissjóðir frekar áhuga á fyrirtækjum sem sennilega verður hægt að setja á hlutabréfamarkað.

Sennilega var hluti af pakkanum veruleg afskrift skulda af fyrirtækjunum, sem bætir rekstrarstöðu þeirra.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 10:39

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kristinn Pétursson, 23.8.2010 kl. 11:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðrún María.

Jón Magnússon, 23.8.2010 kl. 13:48

5 identicon

Það má nú svo benda á að í þessum fyrirtækjapakka voru einingar sem skiluðu alveg hreint ágætis hagnaði en liðu fyrir það að vera notaðar sem veð fyrir aðrar fjárfestingar eigenda sinna...

Lífeyrissjóðirnir fengu þetta á gjafverði, ég veit ekki hvurslags verð íssalinn hugðist fá fyrir fyrirtæki sem stendur og fellur með eljusemi eigenda síns og skráist hvergi á markað

Sem dæmisaga fær þessi 1 stjörnu af 4

Sem flökkusaga - enga

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:50

6 Smámynd: Jón Magnússon

Kollgátur þínar allar saman eru góðar Þorgeir

Jón Magnússon, 23.8.2010 kl. 13:52

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já er það ekki einmitt það Kristinn?

Jón Magnússon, 23.8.2010 kl. 13:52

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hjó einhverstaðar að raunvaxta markmið lífeyrissjóða ættu að vera um 3,5% þó skila mætti 2,5% í uppgjörum: Það er um 30% eða 300.000 milljörðum af hverjum 1.000.000 milljörðum.

30 ára gamall vel rekinn áhættu laus lífeyrissjóður á að geta komist af með 2% raunávöxtun ef þjóðinni fjölgar í samræmi við fjölgun á jarðarmælikvarða. 

Á alheimsmælikvarða er stefnan endurvinnsla sem merkir að ekki er hægt að gera fyrir sömu raunávöxtun almennt og á blómaskeiði nýlendutímans.  USA og UK öfugt við Þýskaland og Frakkland hafa aðgang að mörkuðum til að hægja á samdrætti heimafyrir næstu 30 árin.

5% áhættu geiri er alveg nóg 2010 með tilliti til næstu 30 ára.  Hér mætti til að tryggja fjölda smáfyrirtækja á Íslenska mælikvarða taka aftur upp að hafa bækur í bókabúðum, hjól í hjóla búðum,... Selja plássin í Mollunum á lágvaxta kröfu til 30 ára. Skylda allan verslunarrekstur og veitingarekstur til að velja einn frídag í viku. Færa þess viðskiptatengdu í rekstur eigin smáfyrirtækja.  Það er greinlegt að ábyrgur með viðskiptavit rekur Múrbúðina. Neytendur kunna að meta persónulegan rekstur og stöðugt framboð af gæða varningi og þjónustu á hagstæðum verðum, með þeir hafa aldur til. 

Áhættugeirar sem sem gera kröfu um raunvexti sem skila sér ekki í greiðslugetu lántakanda á lánstímanum, fá ekki fyrirgreiðslu í hinum örugga þroskaða heima alþjóða viðskipta.  Sem er búið að sýna sig og sanna frá 2005. Þeir sem læra ekki af reynslunni stíga varla í vitið. Almenningur er Litla Gula hæna Íslands. Kapítalistar til langframa éta ekki hænuna. Íslendingar ét heldur ekki hænur annarra ábyrgra þjóða. Bláa höndin sér um það. Það tekur áratugi að byggja upp traust til að lækka vexti erlendis.

Júlíus Björnsson, 23.8.2010 kl. 16:03

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er athyglivert varðandi raunvaxtamarkmiðin Júlíus. Ég man eftir grein sem Milton Friedman skrifaði einhvern tímann fyrir löngu þar sem hann talaði um hvað gætu talist eðlilegir vextir og tók þá ávöxtun best reknu sjóðanna  í heila öld og komst að þeirri niðurstöðu að sjóður sem gæti ávaxtað sitt pund eitt prósent yfir verðbólgu væri vel rekinn sjóður ef ég man rétt. Ég er því miður búinn að týna þessari grein sem birtist á sínum tíma í Newsweek en hún sýndi hvað þetta vaxtaokur er gjörsamlega galið og gengur aldrei upp til lengri tíma litið.

Jón Magnússon, 23.8.2010 kl. 21:24

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einn traust auðseljanlega [80% almennings búa í] fasteign í borgríki er í sjálfum sér auðseljanleg ef efnahagstýring hagar því þannig, það er undantekningalaus staðreynd í efnahagslega siðmenntuðum og þroskuðum ríkjum þegar grunn uppbyggingu borgarinnar er lokið.  Lán sem er verðtryggt  til 30 ára með 2% raunvöxtum jafngildir því að við lok 30 ára hefur lánið verð greitt með 80 % álagningu. Ef raunávöxtunin er 2,5% þá er lánið búið að tvöfalda sig eftir 28 ár.

Sjóður sem er búinn að ná fullum þroska og sem sérhæfir sig í að halda niðri húsnæðiskostnaði almennra neytenda til að tryggja eftirspurn á mörkuðum getur ekki gert út á tvöföldun öruggra fasteignlána endalaust. En að að Íbúafjöldin tvöfaldist eða þjóðartekjur á haus í samanburði við Þýskaland eða UK tvöfaldist.

London sýnir 1,79% -1,99% raunávaxtakröfu á þessum örugga veðlánaflokki í dag.

Segjum að Bretar sýndu 5,3% þá myndu Þjóðverjar og USA spyrja sig hvort Bretar hefðu fundið gullnámu eða væru í hernaðar hugleiðingum. Tilhvers eru þeir að framleiða öll þessi veð?  Nóg er að hafa áhyggjur af 50 milljónum þegnum og engin ríkistjórn myndi vilja fjölga þeim í 100.000.000 á næstu 30 árum.

Ef almennur lífeyrissjóður lánar sínum starfsmönnum með 2.0% raunávöxtum miðað  að þeir eyði 30% af launum eftir skatt og viðhald í húsnæði og 80% raunvextir voru greiddir á 30 árum í húsnæðið. þá er 80/180 x 30% =  13% hafi farið í lífeyrissjóðinn. Sami greiðir svo líka 10% í bein lífeyrissjóðsgjöld eða alls 23%. Þannig að sjóður inn hefur hirt af honum 7 ára laun nettó eftir 30 ár 4 ár vegna íbúðlánsins.  

Erlendis t.d. í USA er verðbólga búinn að vera 3,2% miðað við neytendaverðvísi [sem miðar við þessi 80%: ekki heildarneyslu allra enda éta borgarar USA ekki myglu á jólunum almennt]  í UK er verðbólga búinn að vera 3,4% síðustu 30 ár.

Allir vita ef verð hækkar á mörkuðum kemur velmegunin fram í auknu þjórfé eða hækkun á almennum neytendavarningi eða  þjónust. Ísrael og Tyrklandi og Mexicó skera sig kannski úr. 

Þannig að til að verðtryggja til næst 30% þar að leggja 3,2% í afskriftir á ári eða bjóða ársvexti að meðaltali 2 + 3,2 = 5,5% að húnæðislánum þessara 80 %. 

3,2% á ári í 30 ár eru 96% alls á lánstímanum.

Þegar um jafngreiðlu lán er að ræða þá er byrja að borga inn á og nægir því um 60% verðbólgu vexti ofan á  USA-jafgreiðlulán með 20% til 30% raunvöxtum. Til að að viðhalda sjóðnum endalaust.

Heildalánið miðað við ásættanlega verðbólgu er því allstaður um tvöföld lánshæðinn.   20.000.000 kosta 40.000.000 með verðbólgu afskriftum og raunvöxtum til 30 ár í USA í dag fyrir stöðugleika hóp launþega.  

Sjóður með 360 gjalddaga lánum fast á hverju ári næsti 30 ár. Færa að meðaltali borgaða 360 gjaldadaga ári. 40.000.000/ 360 = 111.000 á mánuði. 50% er afborganir og 20% eru raunvextir og 30% er jöfnunar eða afskrifta. 

Hér virðast Íslendingar með því að blanda óþarf áhættu [vaxtaálagi] í málið aldrei skoða lánin í heildina heldur bara hugsa um sitt eigið. Kostirnir við lágraunvaxta kröfu á húsnæði almennra launþega eru augljósir vegna þess að eðlileg samkeppni fyrirtæki verða lánshæfari í kjölfarið.

Hér eru lagðar um 210% raunvextir miðað við 30 ár og 3% verðbólgu.

Allir hættir að kaupa fokhelt.   Veðkröfu verðmæta aukning fékkst ekki staðist hjá þjóðunum sem kunna að græða án áhættu. Áhætta er í réttu hlutfalli við reynslu og greind. 

Veðin eru til vara en það er greiðslugetan sem skiptir máli fyrir útlendinga þeir vilja búa heima hjá sér.   Húsnæðisverð almennings endurspeglar alltaf rauneignamat efnahagslögunnar erlendis. Minnki neytenda eftirspurn fellur almennt húsnæðisverð í kjölfarið. Veð verða verðlaus.

Hér voru raunvaxta markmiðin um 6% minnst: 5,7 földun veðverðmæta á 30 árum.  Geðveikt?

Júlíus Björnsson, 23.8.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1662
  • Frá upphafi: 2291552

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband