Leita í fréttum mbl.is

Mariu Salamovu vísað úr landi í Noregi.

Ungri konu Mariu Salamovu sem flúði frá Rússlandi til Finnlands og þaðan til Noregs rétt upp úr aldamótum hefur verið vísað úr  landinu og sett upp í flugvél sem á að flytja hana til Rússlands. Maria er ekki með nein tengsl við Rússland. Hún er með tengsl við Noreg og talar norsku.

Maria Salamova hefur getið sér gott orð sem rithöfundur og mér vitanlega hefur hún fallið vel inn í norskt þjóðlíf og gert sér far um að vera góður Norðamaður þó hún sé ólöglegur innflytjandi.

Vanamálið með ólöglega innflytjendur er m.a.  að ekki er tekið á málum þeirra strax, en þeim mun meiri sem tengsl þeirra verða við landið sem þeir flytja til þeirm mun erfiðarar er að taka á málinu þannig að réttlætinu sé fullnægt. Í máli Mariu er ekki verið að fullnægja neinu réttlæti úr því sem komið er.

Norðmönnum er  vorkunn þar sem þeir hafa á síðustu árum orðið illa úti úr Múslima plágunni sem sækir á þá úr öllum áttum eftir að þeir ætluðu á síðasta áratug síðustu aldar og í byrjun þessarar að vera gott gistiríki fyrir fólk sem þeir töldu að ætti bágt. Afleðingarnar hafa verið þær að nú hafa Norðmenn heldur betur breytt um stefnu og átta sig á að það er ekki hægt að rétta þessu fólki litla fingurinn og ólöglegur flóttamenn sem ferðast yfir hálfan hnöttinn án vegabréfs þegar þeir koma til Noregs eru ekki flóttamenn.

Samt sem áður þá er það slæmt að þessi vonda reynsla Norðmanna af því að vera með léttúð í innflytjendamálum skuli bitna á þeim sem síst skyldi og í þessu tilviki þá er það ósæmilegt að vísa Mariu Salamovu úr landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Jón, ég hef gylgst með Maríu og Krekar (sem er dæmdur terroristi) og mátti svo sem vita að Ap gæti ekki játað á sig skömmina hve illa þeir halda á þessum málum.Þess vegna er henni fórnað fyrir múslímaklerk af verstu tegund. Þetta sést líka í þrælsótta opinberra starfsmanna, bæði þar og í Svíþjóð

Eyjólfur Jónsson, 24.1.2011 kl. 16:38

2 Smámynd: Einar Karl

Er Maria Salamova ekki múslimi? Nú er nokkuð um múslima í Norður-Ossetíu. Svo kannski er hún partur af "múslima-plágunni". Kannski eins gott að Norðmenn losni við hana?

Einar Karl, 24.1.2011 kl. 19:32

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Múslima plágunni sem sækir á ..." Þetta minnir á þegar viss þjóðhöfðingi í Evrópu var að andskotast á gyðingum á síðustu öld, sama drullusokkseðlið.

Bölvaður andskotans vibbi er svona hugarfar.

Jóhannes Ragnarsson, 24.1.2011 kl. 20:05

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Norðmönnum er eingin vorkunn, þeir völdu þetta sjálfir.  Við erum á sömu leið þrátt fyrir viðvaranir og ég vorkenni afkomendum mínum því þeir verða hraktir héðan eins og rakkar af bæjarhól ef svo fer fram sem horfir.   

Í Noregi er ágætisfólk eins og víðast annarstaðar í okkar heimi.  Þeir eru þó leiðastir okkar norðurlanda búa nema ef vera skyldi að það værum við.   Um það getur sjálfur ekki dæmt. 

Norsk stjórnvöld eru þó mjög viss um sitt ágæti og yfirburði yfir vesælum.  Þess vegna segi ég, treystið aldrei Norðmanni og er margt sem styður þá áskorun.  Enda er framkoma þeirra gagnvart þessari stúlku gersamlega út í hött. 

Sá sem sefur á verðinum verður að taka afleiðingunum sjálfur.  Ekki er sæmandi þeim er telur sig vera  merkilegri en annar að henda aulaskap sínum í stúlku sem var á milli vita þegar hún kom til Noregs.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2011 kl. 20:35

5 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður þá er þetta sennilega rétt hjá þér Eyjólfur.

Jón Magnússon, 24.1.2011 kl. 22:47

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki hvaða trúar Maria Salamova er. Það gildir einu í mínum huga og þó hún játi islam þá er það líka aukaatriði. Aðalatriðið er að hún hefur verið innflytjandi sem hefur viljað aðlaga sig samfélaginu sem hún er flutt til. Þegar ég tala um Múslimapláguna þá er það vegna þeirra af þeim trúarbrögðum sem krefjast þess að þjóðfélögin sem þeir koma í, breyti lögum reglum og matarræði til að þóknast þeim. Okkar kæru norrænu vinir þekkja þetta orðið vel af slæmri reynslu.

Jón Magnússon, 24.1.2011 kl. 22:49

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er misskilningur Jóhannes. Þetta hefur ekkert með kynþáttahatur að gera eða hatur á trúarbrögðum. Það sem ég er að segja er raunar það sama og Tony Blair sagði um daginn varðandi öfgamúslimana sem við þurfum að vera á varðbergi fyrir hvar sem er. Líka hér á landi. Norðmenn uggðu ekki að sér og eru í vanda. Svíar uggðu ekki að sér og eru í vanda. Danir uggðu ekki að sér og eru í vanda. Í öllum þessum löndum þurfa ákveðnir borgarar lögregluvernd allan sólarhringin vegna ótta við að hatursmúslimarnir ráðist að þeim og drepi þá. Hvað hefur danski teiknarinn sem teiknaði Múhameð spámann mátt þola margar aðfarir gegn sér, morðhótanir og morðtilræði. Einu pólitísku morðin í Hollandi eru morð á þeim sem hafa risið upp gegn hatursáróðri Múslima.

Það er miklu frekar að hugarfar eins og þitt og þinna líka er eins og hugarfar þeirra á miðri síðustu öld sem neituðu að horfast í augu við þá ógn sem við þeim blasti í líki nasisma og kommúnisma. Því fór sem fór. Við eigum ekki að falla í þann brunn heldur nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Í lokin Jóhannes. Þú veist það sjálfsagt ekki en ofsóttasti trúarhópurinn í heiminum í dag eru kristnir.  Af hverju heldur þú að það sé? Gæti verið að það sé vegna þess að það séu einhverjir aðrir með drullusokkseðli og vibbalegt hugafar. Hugleiddu það að vera ábyrgur og nefna hlutina réttum nöfnum.

Jón Magnússon, 24.1.2011 kl. 22:56

8 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Hrólfur.

Jón Magnússon, 24.1.2011 kl. 22:57

9 Smámynd: Einar Karl

Ágætt að vita að blogghöfundur eigi ekki við alla múslima þegar hann talar svo smekklega um "Múslima pláguna".

Samkvæmt orðanotkun Jóns væri rökrétt og eðlilegt að tala um öfgafulla bókstafstrúaða Bandaríkjamenn sem hafa tröllriðið bandarísku samfélagi og orðræðu sem KRISTNIPLÁGUNA.

Einar Karl, 24.1.2011 kl. 23:15

10 identicon

Ekki er öll vitleysan eins í þessum flóttamannamálum, því að norski herinn berst í Afganistan gegn talibönum, sem sumir hafa forðað sér úr landi, sótt síðan um hæli í Noregi og fengið það (heimildir 1 og 2).

Wolfgang Schäuble núverandi fjármálaráðherra Þýzkalands og Ludwig Schick erkibiskup í Bamberg eru á meðal þeirra, sem hafa hvatt til þess, að kristnum flóttamönnum frá Írak verði veitt hæli í Evrópu, því að þeir hafi í fá hús að venda í sínum heimshluta. Ég gæti einnig hugsað mér að sjá þann hóp njóta forgangs.

Ágætum pistli Jóns er ég sömuleiðis sammála. 

Heimildir: 1)  http://www.tv2nyhetene.no/innenriks/talibantorturist-fikk-opphold-i-norge-2738896.html, 2) http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/politikk/article3084751.ece

Sigurður (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 23:22

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið rosalega held ég að margir séu, a.m.k. innst inni, sammála síðueiganda þó þeir þegi, eða jafnvel andævi, og beri fyrir sig pólitískum rétttrúnaði eins og Jóhannes Ragnarsson. Er það umburðalyndi eða víðsýni að styðja olbogarými þeirra sem vilja takmarka frelsi annarra, jafnvel með ofbeldi og virða hvorki siði æðstu gildi þess samfélags sem þeir flytja til?

Sigurður Þórðarson, 25.1.2011 kl. 11:18

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er ekki samanburðarhæft  Einar Karl þ.e. kristnir rétttrúnaðarmenn í Bandaríkjunum og Múslimskir rétttrúnaðarmenn. Þeir síðarnefndu eru ógn við frið og öryggi um allan heim. Kristnir rétttrúnaðarmenn hafa iðulega farið offari, en þeir ógna ekki friði og allsherjarreglu.  Á því er grundvallarmunur.

Jón Magnússon, 26.1.2011 kl. 09:26

13 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er þér sammála Sigurður. Að sjálfsögðu ættu hinar viljugu þjóðir sem stóðu fyrir eða stuðluðu að vanhugsaðri og ólöglegri innrás í Írak að axla ábyrgð gerða sinna og taka við kristnum flóttamönnum frá Írak, sem eru ofsóttir þar sem aldrei fyrr.  Hræðilegt að kristnu söfnuðirnir í Írak sem eru meðal þeirra elstu kristinna í heiminum skuli nú á 21.öldinni þurfa að þola verstu ofsóknir þar í landi.

Jón Magnússon, 26.1.2011 kl. 09:28

14 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurður Þórðarson. Ég veit það að það eru margir sammála mér varðandi þessa afstöðu en það er ekki aðalatriðið heldur hitt að stuðla að því að koma í veg fyrir að þjóðin lendi í sömu vandamálum og grannar okkar á hinum Norðurlöndunum. Þetta eru góðir púnktar sem þú bendir á í þessu sambandi  Sigurður.

Jón Magnússon, 26.1.2011 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 350
  • Sl. sólarhring: 728
  • Sl. viku: 2736
  • Frá upphafi: 2294287

Annað

  • Innlit í dag: 326
  • Innlit sl. viku: 2493
  • Gestir í dag: 319
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband