Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna ábyrgðin er þín ekki íhaldsins

Óneitanlega var leiðinlegt að sjá til Jóhönnu Sigurðardóttur í lokaræðu hennar við umræður á Alþingi í gær um dóm Hæstaréttar vegna kosninga til stjórnlagaþings. Þar missti forsætisráðherra sig gjörsamlega og murraði út úr sér tilefnislausum upphrópunum um illsku íhaldsins, sem hafði ekkert með það mál að gera sem Alþingi kom saman til að ræða. Þessi ræða forsætisráðherra var jafn ómerkileg eins og ræða formanns Framsóknarflokksins var merkileg, þar sem fram komu hugmyndir um eðlileg viðbrögð löggjafans við þeim sorglegu tíðindum að kosning til stjórnlagaþings hafði verið ógilt.

Jóhanna Sigurðardóttir tók við ríkisstjórn og talaði um breytta stjórnarhætti og allir þyrftu að axla ábyrgð gerða sinna.  Eðlilegt væri að Jóhanna hugleiddi það núna hvað hana sjálfa varðar.

Jóhanna Sigurðardóttir var helsti forgöngumaður og flutningsmaður frumvarps um stjórnlagaþing. Reglurnar sem mótaðar voru um stjórnlagaþing og kosningar til þess voru frá henni komnar og unnar af helstu ráðgjöfum og vildarvinum hennar. Nú þegar fyrir liggur að löggjöfin sem Jóhanna ber ábyrgð á og ágallar við framkvæmd kosninganna sem Jóhanna ber framar öðrum ráðherrum ábyrgð á vegna aðkomu sinnar að málinu, þá er eðlilegt að spurt sé hvort Jóhanna eigi ekki að axla ábyrgð á málinu.

Það er alvarlegur hlutur að gangast fyrir kosningum þar sem 25 einstaklingar eru kosnir úr hópi rúmlega 500 frambjóðenda sem dæmdar eru ógildar. það er alvarlegur hlutur að gangast fyrir setningu laga sem fá að hluta til falleinkun hjá Hæstarétti. Það er líka alvarlegur hlutur að framkvæma kosningar með þeim hætti að ekki séu samrýmanlegar lögum.

Í samræmi við fyrri yfirlýsingar sínar ætti Jóhanna Sigurðardóttir nú að axla ábyrgð með þeim eina hætti sem stjórnmálamenn geta sýnt að þeir axli ábyrgð.

Þeir segja af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir og Jóhanna á að segja af sér og hefði átt að gera strax við ræuðilök í gær.

Valdimar Samúelsson, 26.1.2011 kl. 09:43

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já eða fljótlega í framhaldi af því Valdimar.

Jón Magnússon, 26.1.2011 kl. 10:44

3 identicon

Það er sorglegt að sjá viðbrögð þin Jón og sumra þingmanna, við þeirri hörmung að ekki skuli hafa tekist að framkvæma kosningu til stjórnlagaþings í samræmi við lög.

Málið virðist snúast um að koma höggi á sitjandi stjórnvöld, fremur en að ræða hvert framhaldið á að vera.

Það er augljóst að sterk öfl í þjóðfélaginu vilja ekki að fólkið í landinu taki þátt í að móta leikreglur þjóðfélagsins. Meirihluti alþingis treystir engum  nema sjáfum sér til að afgreiða endanlega starfsreglur fyrir það sjálft. Miðað við forréttindi sem alþingismenn hafa komið sér upp, t.d. í lífeyrismálum er þeim ekki treystandi til þess.

Málið snýst ekki um hvort einhver eigi að segja af sér vegna þessa klúðurs, sem líklega hefði orðið svipað hvaða stjórnmálaöfl sem hefðu verið við stýrið, heldur hvort yfir- og eignastéttinni á að takast að halda skrílnum frá valdinu. 

 Jafnvel þótt ekki sé auðvelt að leiða líkur því að niðurstaða kosninganna hefði orðið önnur þótt allt hefði farið fram eftir laganna hljóðan, er huggun harmi gegn að þetta sýnir að kröfur um framkvæmd kosninga á Íslandi eru mjög miklar. Það er gott að geta treyst því að framkvæmd kosninga verður ekki sveigð frá lögum.

Sigurður Rúnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:05

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Jón þarna er ég langt í frá sammála. Það hefur aldrei tíðkast hér á landi, ólíkt því sem gerist víðast annars staðar, að þeir hæst settu beri ábyrgð á undirsátum sínum. Það að "þrír fúlir á móti" færu að kæra framkvæmd flókinna kosninga sem ekki höfðu verið reyndar hér áður vegna "smámunasemi" er varla ástæða til að krefjast afsagnar Jóhönnu. En það er víst allt leyfilegt í ástum og stríði og nú má víst bæta pólitík við.

Sigurður Ingólfsson, 26.1.2011 kl. 17:55

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það er eitt slæmt við það að Jóhanna segi af sér, hún gæti öðlast virðingu fyrir það, þó virðingu gæti ég undir engum kringumstæðum sýnt henni.

Þórólfur Ingvarsson, 26.1.2011 kl. 21:06

6 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Rúnar þegar ríkisstjórnin var mynduð töluðu Jóhanna og Steingrímur að nú yrði fólk að axla ábyrgð. Þau töluðu um önnur vinnubrögð. En hvað hefur komið á daginn.  Varðandi mína afstöðu Sigurður þá hef ég verið á móti því að boða til sérstaks stjórnlagaþings við þessar aðstæður og talið brýnna að einhenda sér í að afnema verðtrygginguna og ná fram auknum jöfnuði í landinu samhliða því að endurreisa atvinnulífið og fyrirtækin.   Ég lagði til að við færum sænsku leiðina, sem reyndist vel þ.e. að fá breiðan hóp kunnáttufólks til að móta og koma með tillögur og vinna síðan út frá því. Það gekk það vel að full samstaða náðist um breytingar á sænsku stjórnarskránni. Því miður var þetta mál sett í þennan farveg. En úr því sem komið er þá er eðlilegast að kjósa aftur.

Jón Magnússon, 26.1.2011 kl. 23:53

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já Sigurður Ingólfsson ég verð að viðurkenna það að ég skrifaði þessa bloggfærslu í framhaldi af umræðum á Alþingi um málið og orðum forsætisráðherra. Þegar ég las úrskurð Hæstaréttar sá ég að ógildingin er vegna framkvæmdar kosninganna. Þannig að krafan um afsögn Jóhönnu er innantóm miðað við það og ég hef opinberlega tjáð mig um það og beðist afsökunar á því að hafa hrapað að þessari niðurstöðu eftir að hafa hlustað á hana í umræðum um málið. Pólitík er ein tegund af stríði. En það á aldrei að vera allt leyfilegt og væri æskilegra að fólk í öllum flokkum stæði  betur með sínum grundvallarskoðunum

Jón Magnússon, 26.1.2011 kl. 23:58

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þórólfur hún mun fá þeim mun meiri virðingu þeim mun fyrr sem hún hættir sem forsætisráðherra. Hún á að mörgu leyti mjög góðan og farsælan feril þó þessi tvö síðustu ár hafi ekki verið glæstustu stundirnar í pólitískum ferli Jóhönnu

Jón Magnússon, 27.1.2011 kl. 00:00

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ef hún drífur sig sem fyrst úr Stjórnarráðinu, þá fer kannski að fenna í hennar tæplega tveggja ára spor í þessu Icesave-AGS-ESB-hlutverki, þá verður kannski séns á því um 2020 að við munum frekar eftir hinum 28 árunum sem hún var í félagsmálunum á Alþingi og gerði eitthvað í þeim í stað þeirra vonbrigða sem hún hefur boðið upp á í þessari nær alvondu stjórn.

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu máli, sem og landskjörstjórn og trúlega stjórnlaganefndin hennar Guðrúnar P., en ætli þessi stjórnarnefna velji ekki bara þá leið að fórna Jóhönnu til að friða lýðinn?

Jón Valur Jensson, 27.1.2011 kl. 00:32

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég fæddist í Danmörku og rek ættir mínar út um EU , og er almennt fróður um EU. Vil því ráðleggja sumum að bera meiri virðingu fyrir formsatriðum ef þeir hinu sömu ætla að koma sér í mjúkinn hjá Kommissioninni í Brussel til langframa. Er ekki nóg að Ísland sé stimplað efnahagslega vanþorskað.

Ríki með 1 dollar í þjóðartekjur á þegn er vanþroska að flestra mati og hækki þjóðartekjur á þegnum um dollar að raunvirði þá er það um 100% raunvaxtar hækkun. Samt sem áður telst það áfram vanþroska í þessu samhengi þangað til raunhavöxtur hefur skilað um 34.000 dollurum á þegn.     Því miður gerist þetta mjög hægt að mati EU í ríkjum þriðja heimsins þar sem raunhagvöxtur er bara 10% til 20%  ári max. Þjóðverjar mun sætta sig 0 til 1% næstu hundrað ár í samanburði. Best að hætta leik þá hæst stendur.

Júlíus Björnsson, 27.1.2011 kl. 04:21

11 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er einmitt það sem ég á við Jón Valur þess vegna liggur Jóhönnu á. Mér fannst satt að segja þessar kosningar allar óttalegt klúður Jón Valur óháð þeim kosningareglum sem voru brotnar. Kosnar voru tölur en ekki einstaklingar. Talningareglur voru flóknar. Búið var til kerfi þar sem kerfið las í vilja kjósenda eftir á með ákveðnum hætti, sem aldrei er hægt að gera. Af hverju mátti ekki kjósa með einföldum hætti þannig að það væri kjörseðill með mynd af frambjóðendum og merkt X við þann sem fólk vildi kjósa eða með tölusetningu ef fólk vildi það heldur. Ég held að X kosning þar sem kjósa má 25 hefði verið best í þessu tilviki.

Jón Magnússon, 27.1.2011 kl. 10:35

12 Smámynd: Jón Magnússon

Já Júlíus okkur hefur oft orðið hált á því að bera ekki nógsamlega virðingu fyrir formsatriðum.

Jón Magnússon, 27.1.2011 kl. 10:35

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg sammála þér, nafni,. Þetta var fráhrindandi klúður í framkvæmd. Talningarreglurnar voru líka flóknar, varla fyrir nokkurn mann að skilja nema Þorkel Helgason! Nú er líka í ljós komið, að þær hentuðu vel (vegna forgangs þeirra sem fylgdu næstir á eftir kjörnu 1. sæti) til listakosningar, jafnvel þótt ekki hafi þurft fleiri en kannski 3–5.000 til að hafa samtök um slíkt. Til þess voru þá kannski refirnir skornir!

Svo er nú í ljós komið (sjá HÉR: Biður þjóðina afsökunar) að "Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sagðist [á Alþingi í dag] vilja biðja þjóðina afsökunar á þeim mistökum, sem orðið hefðu við setningu laga um stjórnlagaþings og kosningar til þess ..."

Menn geta varla lengur neitað því, að þetta var klúður af hálfu stjórnvalda. Hvað annað felst í viðurkenningu Róberts Marshall þingmanns?!

Jón Valur Jensson, 27.1.2011 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 127
  • Sl. sólarhring: 836
  • Sl. viku: 2513
  • Frá upphafi: 2294064

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 2289
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 121

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband