Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaráð

Hvað er gert í lýðræðisríkjum þegar æðsti dómstóll landsins úrskurðar  kosningar  ógildar? Það er kosið aftur.  Flóknara er það ekki.

Hvað er gert í einræðisríkjum þegar kosningar eru ógildar? Kosningin er látin standa. Þeir sem kjörnir voru í ógildu kosningunni taka embættin. 

Nokkrir þeirra sem töldu sig réttkjörna á stjórnlagaþing hafa lýst því yfir að það væri ekkert eða lítið að marka niðurstöðu Hæstaréttar Íslandsnokkrir.  Á þeim forsendum finnst þeim eðlilegt að taka sæti í stjórnlagaráði sem er  sárabót fyrir þá sem telja stjórnarskrána orsakavald bankahrunsins.

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir gat ekki náð því fram með frekjunni að kosið yrði að nýju til stjórnlagaþings um leið og kosið verður um Icesave var ákveðið af forustufólki Samfylkingarinnar  og VG að hafna lýðræðislegum reglum varðandi Stjórnlagaþingið. Þess í stað skyldi Alþingi velja fyrrverandi tilvonandi stjórnlagaþingmenn í stjórnlagaráð.  Það þýðir að niðurstöðu Hæstaréttar er gefið langt nef og farið að í anda einvaldskonunga sem sögðu "Vér einir vitum".

Sem betur fer eru til þingmenn í stjórnarliðinu sem neita að taka þátt í þessu stjórnskipulega og andlýðræðislega rugli um stjórnlagaráð sem nú liggur fyrir í formi þingsályktunartillögu á Alþingi. Vonandi sjá fleiri og fleiri þingmenn í stjórnarliðinu að þetta gengur ekki og fella þá þingsályktunartillögu sem liggur fyrir að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur um stjórnlagaráð. 

Þökk sé þeim stjórnarþingmönnum sem sýna þann heiðarleika og viriðingu við stjórnskipun landsins að lýsa yfir andstöðu við þessa fráleitu tilögu um stjórnlagaráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Þeir frambjóðendur sem hafa geð í sér til að taka sæti í stjórnlagaráði á grundvelli ógildra kosninga missi þá stöðu að geta talið sig "móralska meistara". Þeir eru komnir í það far sem þeir þykjast vera að gagnrýna. Þeir sem þiggja setu í stjórnlagaráði með þessum formerkjum sanna fyrir mér að þeir eiga þangað ekkert erindi.

Valdimar H Jóhannesson, 4.3.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er algjörlega sammála Valdimar

Jón Magnússon, 4.3.2011 kl. 14:44

3 Smámynd: Elle_

Ég vil taka undir með honum Valdimar.  Þeir sem fara þarna inn eru að lítilsvirða Hæstarétt og líka þrískiptingu valdsins og verða ekki teknir alvarlega.

Elle_, 4.3.2011 kl. 23:51

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Þessi tillaga um stjórnlagaráð er hámark möguleika stjórnsýslulegrar forsjárhyggu, þar sem sitjandi ríkisstjórnarflokkar dæma sig úr leik við að fylgja lögum landsins.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2011 kl. 02:13

5 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður þá er ekki hægt að líta á það öðruvísi Elle.

Jón Magnússon, 5.3.2011 kl. 18:11

6 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg sammála Guðrún.

Jón Magnússon, 5.3.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 294
  • Sl. sólarhring: 1192
  • Sl. viku: 5939
  • Frá upphafi: 2276577

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 5517
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband