Leita í fréttum mbl.is

Verðbólga og samdráttur?

Getur þetta farið saman verðbólga og samdráttur?  Ég sé ekki betur en við þekkjum það mæta vel að það gerist. Við þurfum ekki annað en horfa á hækkun vísitölu neysluverðs til verðtryggingar um 10% á sama tíma og landsframleiðsla dregst saman um rúm 10%

Olía hefur hækkað mikið í verði og ríkið leggur nú hærri skatta á olíuvörur en nokkru sinni fyrr og neitar að lækka skattpíninguna þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir á olíu vegna óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hækkun olíu leiðir til hækkunar á vöruverði og flutningskostnaði sem veldur verðbólgu á sama tíma og minna verður eftir til að kaupa vörur sem áður voru efni til að kaupa. Það leiðir til samdráttar.

Bregðist ríkisstjórnin ekki við og lækki verulega skattlagningu sína á olíuvörum hrindir hún af stað mikillil verðbólguþróun á sama tíma og hún stuðlar að enn frekari samdrætti, auknu atvinnuleysi og versnandi lífskjörum.  Kjarasamningar geta breytt þessum staðreyndum.

Það verður að koma þessari ríkisstjórn frá og koma því fólki til valda sem veit, kann og getur.  En umfram allt skilur samhengi hlutanna í efnahags- og atvinnumálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri nú að almenningur fjölmennti og krefðist AFNÁMS VERÐTRYGGINGAR STRAX! Lesið:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast?page=2&offset=-5

Íslendingur (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 22:44

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góð hugmynd.

Jón Magnússon, 9.3.2011 kl. 23:17

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála. Núverandi ríkisstjórn er alveg út á þekju.

Sumarliði Einar Daðason, 9.3.2011 kl. 23:59

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já því miður Sumarliði

Jón Magnússon, 10.3.2011 kl. 09:04

5 identicon

Sæll.

Ég myndi gjarnan vilja vita hverjir af þessum sköttum eru ættaðir frá ríkisstjórninni og hverjir frá AGS. Getur verið að Steingrímur sé í raun bara að gera það sem AGS segir honum að gera? Vill hann samþykkja Icesave vegna þess að AGS hefur sagt honum að það sé frábært fyrir Ísland að samþykkja þá dellu?

Ég held að Steingrímur viti ekkert um efnahagsmál. Í fyrra sagði maðurinn að hagvöxtur væri hér, loksins. Örfáum dögum síðar kom í ljós að samdráttur var. Þá spyr ég og vildi óska að fleiri gerðu það líka: Laug Steingrímur um hagvöxtinn eða vissi hann ekki betur? Getið þið ímyndað ykkur hvað myndi t.d. henda T. Geithner ef hann segði aðar eins endemis vitleysu?

Jon (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 876
  • Frá upphafi: 2291642

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 774
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband