Leita í fréttum mbl.is

Formaður Framsóknarflokksins brýtur gegn pólitískri rétthugsun.

Formaður Framsóknarflokksins hefur brotið gegn pólitískri rétthugsun með því að bera fram tvær fyrirspurnir á Alþingi um hlutdeild erlendra ríkisborgara í innbrotum á íslensk heimili og hlutfallslegan fjölda þeirra í fangelsum á Íslandi.

Ég hef spurt þessara spurninga og þá hafa talsmenn pólitískrar rétthugsunar og fjölmenningarsamfélagsins jafnan brugðist ókvæða við og haldið því fram að þetta kæmi málinu ekki við og væri hættulegt bæði að rannsaka og hvað þá heldur ræða.  Ég reikna með að Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins verði fyrir svipuðu aðkasti nú þegar hann leyfir sér að fara inn á þetta jarðsprengjusvæði sem varðar þó mikilvæga  hagsmuni heiðarlegs fólks.

Mér hefur alltaf verið  óskiljanlegt af hverju má ekki skoða þessa hluti eins og aðra. Það hefur ekkert með fordóma að gera heldur spurningu um viðbrögð við því að erlendir glæpamenn hafa komið í allt of stórum stíl til landsins. Það að bregðast ekki við með eðlilegum hætti þar á meðal upplýsingagjöf er hættulegt. 

Hvert einasta þjóðfélag verður að verja hagsmuni borgara sinna. Augu fólks víða í Evrópu eru nú að opnast fyrir því að Schengen reglurnar og opin landamæri Evrópusambandsins  án vegabréfa hafa opnað glæpahópum nýja möguleika. Við því verður að bregðast af skynsemi. Ef skynsemin verður að víkja fyrir pólitískum rétttrúnaði fjölmenningarhyggjunar þá er hætt við því að fordómar og kynþáttahyggja aukist. Með skynsamlegri umræðu og nauðsynlegri upplýsingagjöf og fordómalausri umræðu eru meiri líkur á góðum árangri.

Formaður Framsóknarflokksins sýnir pólitískt hugrekki með því að spyrja þessara nauðsynlegu spurninga. Því miður hefur pólitísk nauðhyggja fjölmenningarsinnana fært okkur á þann stað.  En til upprifjunar má benda á að á einu ári hafa bæði David Cameron og Angela Merkel talað um þau mistök sem gerð hafa verið  á grundvelli fjölmenningarhyggjunnar.

Á stuttum tíma hafa aðstæður á Íslandi breyst þannig að í stað þess að hér væru hlutfallslega fæstir innflytjendur á Norðurlöndum þá eru þeir nú flestir en á sama tíma streymir ungt dugnaðarfólk úr landi.

Væri ekki eðlilegt að stjórnmálamenn veltu þeirri spurningu fyrir sér hvað það er sem veldur þessu. Svörin liggja í augum uppi en er ef til vill ekki gott að svara svo þau verði þóknanleg þeirri pólitísku rétthugsun sem hefur heltekið stóran hluta talandi og skrifandi stétta í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var gott að þú skrifaðir þetta Jón. Það er hinsvegar ekki gott að það telist með réttu falla undir pólitískt hugrekki að spyrja ráðherra inni á Alþingi um mál af þessum toga.

Það er kominn tími til að íslenskt samfélag taki þessi innflytjendamál til opinskárrar umræðu. Það er byrjunin. Og það þarf að ræða þessi mál í þaula á ráðstefnum og hverjum þeim vettvangi sem pólitísk mál fá umfjöllun á.

Það er okkur til mikils vansa hversu lengi við höfum ýtt þessari umræðu á undan okkur af kjarkleysi. Við höfum orðið vitni að kjarkleysi, tvískinnungi og kjánalegum flóttaviðbrögðum nógu lengi.

Vel man ég öll þau viðbrögð sem þið, talsmenn Frjálslynda flokksins fenguð og ég man líka hverjir þar tóku til máls af miklum þunga en öllu minna mannviti. 

En mestu skiptir að málin fái umfjöllun sem fyrst og pólitíkusar okkar safni kjarki til að afgreiða þau.

Árni Gunnarsson, 21.5.2011 kl. 18:55

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér var frétt frá kvennathvarfinu, sem endað með þeirri ályktun að um helmingi fleiri Íslenskar konur hefðu leitað þangað en innfluttar.  Mátt skilja þetta sem svo að ekki væri verið að halla á hóp innflutts vinnuafls. Hinsvegar ef þetta hefði  verið hlutlaust, þá hefði mátt geta þess að hópur innfluttra kvenna væri um 10 % [til 20%?] af innlendum. Þar leiðandi væri þetta hlutfallslega mikið minna vandamál innlendu konunum.

Þegar stundaður er stjórnmálegur innfluttingur af lálaunvinnuþegum, þá þarf líka hugsa dæmið til enda, þetta lið er alveg jafn gráðugt og Íslenskt í Íslensku umhverfi og kemur hinngað til vinna ekki vera atvinnulaust, á tekjum sem duga ekki fyrir lágmarks framfærslu hér.  Margt af þessu liði er ekki svo heppið eins og of fáir Íslendingar að hafa efni á að flytja til betri framtíðar: úr þessu vaxtaskatta hagkerfi.

Neikvæður hagvöxtur er hagvöxtur en örugglega fjárfesting til lækkunar raunhagvaxtar.  

Schengen voru mistök sem laða ekki að, greinda ferðmenn hingað. Schengen í alvöru ESB aðildarviðræðum er eitthvað sem má versla með. UK er ekki með Schengen eða í Seðlabankakerfi EU: mæli með sínu pundi, eða á hlut í þrautavarsjóðnum Fjárfestingbanka EU.  Nú er tími til að losa okkur við Schengen. Sumt annað en persónuafslátt má apa eftir UK.

Júlíus Björnsson, 21.5.2011 kl. 20:29

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er hjartanlega sammála þér Árni. Ég orða þetta svona af því að það eru gerð hróp að þeim sem þora að spyrja eðlilegra spurninga um innflytjendamál.  En það er nú einu sinni þannig að þeir sem í raun kynda undir vandamálum eru þeir sem hafna því að málin fái eðlilega og málefnalega umræðu. Ég minni þig á þegar Magnús Þór Hafsteinsson vakti athygli á vandamálum sem því fylgdi að taka við palestínskum konum og börnum þeirra og hvaða framtíðarvandi fylgdi þessu fyrir bæjarfélagið. Allt sem Magnús benti á var satt. En um þetta má ekki tala eða spyrja spurninga enda spyr engin. Bæjarstjórnarfólk á Akranesi veit hins vegar hvað þetta ævintýri Ingibjargar Sólrúnar og fjölmenningarfólkinu hennar kostar á ári hverju.

Jón Magnússon, 22.5.2011 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt athugað hjá þér Júlíus varðandi hlutföllin og hlutfallareikninginn. Að sjálfsögðu vill það fólk sem hingað kemur njóta þess sem hægt er að njóta eins og við.  Það kemur hingað til þess og við skulum ekki tala um lið vegna þess að stærsti hópurinn  er harðduglegt og gott fólk. Hins vegar er stóra spurningin alltaf hvað eitt þjóðfélag getur tekið við mörgum á stuttum tíma án þess að veruleg vandamál skapist. Á það benti ég sérstaklega árið 2006 og síðar og allt sem þá var sagt og kallað rasismi og rugl hefur því miður komið fram og þess vegna er formaður Framsóknarflokksins að spyrja þessara spurninga núna og það vonum seinna.

Jón Magnússon, 22.5.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 896
  • Frá upphafi: 2291662

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 791
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband