Leita í fréttum mbl.is

Spilafíkn og fréttamennska

Á þriðjudaginn þrumdu ljósvakamiðlar þjóðarinnar þá frétt yfir landslýð að 60% ungmenna á framhaldsskólaaldri hefðu tekið þátt í fjárhættuspili á árinu.

Óneitanlega brá manni við að heyra það ítrekað í fréttum að 60% ungmenna hefðu orðið spilafíkninni að bráð eins og skilja mátti af upphafsstefi fréttanna.

Þegar nánar var að gáð þá kom í ljós að þetta var ótrúlega vitlaus frétt. Það voru 3% ungmenna sem höfðu eytt einhverjum fjármunum sem heitið gat í peningaspil. Hin 57% höfðu e.t.v. keypt lottómiða eða lengjuna einu sinni eða nokkrum sinnum.

Í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt að 3% ungmenna séu haldin spilafíkn enda er það í samræmi við almennar viðmiðanir um það hlutfall fólks sem eru spilafíklar og jafnvel aðeins lægra.  Fréttin sem þrumin var yfir landsmönnum var því dæmigerð ekki frétt og röng að upplagi og útleggi.

Mér er það fyllilega ljóst að fréttamönnum finnst hálfgerð gúrkutíð. En það afsakar ekki að vinna fréttir með þessum hætti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 420
  • Frá upphafi: 2291796

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 376
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband