Leita í fréttum mbl.is

Burtflæmdir Norðmenn

Sú var tíðin að snillingurinn Fleksnes kallaði íslendinga "bortskræmta Nordmænd".  Það var á þeim tíma þegar Haraldur konungur lúfa, sem síðar var nefndur hárfagri,  var að brjóta undir sig Noreg með harðræði og aukinni skattheimtu.

Frjálshuga fólk undi þessu illa og neitaði helsinu og kaus frelsið. 

Nú er svo komið að skipast hafa veður í lofti og  Steingrímur Sigfússon flæmir frjálshuga fólk úr landi með harðræði og skattheimtu. Fjármagnseigendur flæma fólk líka úr landi með afarkostum verðtryggingarinnar.

En við ætlum að lifa hérna og þess vegna er mál til komið að taka á þessu og víkja helsinu frá og fá skattastefnu sem sligar hvorki fólk né fyrirtæki og lánakerfi sem býður upp á sömu kjör og lánakerfi í nágrannalöndum okkar t.d. Noregi. Ef ekki verður af því má búast við því að straumurinn til Noregs aukist af burtflæmdum Íslendingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á myndbandinu hjá Guðbirni, kemur loks óyggjandi sönnun þess að verðtryggingin er rangt reiknuð.

10.000.000 kr. lán til 25 ára 5% vextir 12% verbólga.

(300 afborganir.)

Heildargreiðsla af 10.000.000 kr. kúlu láni til 25 ára

5%vextir 12%verðbóga öll árin, heildargreiðsla af þessu kúluláni eftir 25 ár(aðeins ein greiðsla) heildargreiðsla kr. 52.500.000 miljónir kr.

Þannig að heildargriðsla af sama láni 10.000.000 kr til 25 ára með 300 greiðslum getur aldrei náð heildargreiðslunni fyrir kúlulánið því það fara fram mánaðarlegar afborganir, en heildargreiðslan af þessu láni er hvorki meiri né minni en 77.459.307 kr.

Þannig að það þarf ekki að bíða niðurstöðu Uboðsmans Alþingis.

En ef lánið yrði rétt reiknað samk. lögunum væri heildargreiðslan, 31.371.212 kr.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 2542
  • Frá upphafi: 2291525

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 2310
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband