Leita í fréttum mbl.is

Eru Vinstri grænir ekki í ríkisstjórn?

Ríkisstjórn Íslands er ábyrg fyrir hernaði NATO í Afghanistan og Líbýu.  Ráðherrar VG hafa ekki hreyft andmælum eða krafist þess innan ríkisstjórnarinnar að Ísland mótmæli þessum hernaðaraðgerðum NATO og taki fram að Ísland er ekki aðili að þeim.

Ráðherrar og þingflokkur Vinstri grænna er ábyrgur fyrir afstöðu Íslands í utanríkismálum þ.á.m. að andmæla ekki hernaði NATO í Afghanistan og Líbýu. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er auk heldur þingmaður Vinstri grænna.

Nú hefur Steingrímur J af sinni alkunnu snilld fengið forustusauðina í flokksráði VG til að samþykkja að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka af hverju Ísland ber ábyrgð á hernaði NATO í Líbýu. Forustusauðirnir réttu allir sem einn upp hendina meira að segja formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Skyldi Þráinn Bertelsson hafa valið sér vettvang meðal þess meiri hluta þjóðarinnar sem hann lýsti svo fjálglega fyrir rúmu ári sem fá.........?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kannski ætti Steingrímur að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka hverjir eru í ríkisstjórn Íslands...

Hörður Þórðarson, 28.8.2011 kl. 06:05

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góð hugmynd Hörður

Jón Magnússon, 28.8.2011 kl. 10:14

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

vg gengst ekki við gjörðum sínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2011 kl. 10:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Heimir, þeir muna bara það sem þeir vilja muna.

Jón Magnússon, 28.8.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 752
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband