Leita í fréttum mbl.is

Geir, Mubarak og Chirac

Það var nöturlegt að horfa á það á erlendum sjónvarpsstöðvum í gær þegar sýnt var frá réttarhöldum yfir þrem fyrrum forustumönnum þjóða sinna þeim Geir H. Haarde, Chirac fyrrum Frakklandsforseta og Mubarak fyrrum forseta Egyptalands.

Erlendu sjónvarpsstöðvarnar gerðu málaferlunum yfir þessum fyrrum þjóðarleiðtogum mjög takmörkuð skil, þannig að sjónvarpsáhorfandinn var ekki nema örlitlu nær um hvaða sakargiftir voru bornar á þessa menn. Þó kom fram að Mubarak væri sakaður um mjög alvarlega glæpi m.a. morð og samsæri. Chirac var sakaður um að hafa sem borgarstjóri í París búið til störf sem aldrei voru til nema á pappírnum, en borgað fyrir.

Varðandi Geir H. Haarde þá var sagt að hann væri sakaður um að bera ábyrgð á fjármálahruni á Íslandi og á einni sjónvarpsstöð a.m.k. var sagt að fjöldi annarra mundi vera ákærður vegna glæpa í sambandi við fjármálahrunið, ekki veit ég hvaðan sú fréttastofa hafði þær upplýsingar.

Óneitanlega opniberaðist vel í þessu samhengi nöturleiki pólitísku réttarhaldana yfir Geir Haarde.  Pólitíska ákæran gegn honum er til fyrir Alþingi og þá sem með málið fara.  Mannorð Geirs H. Haarde er eyðilagt á alþjóðavettvangi sbr. umfjöllun sjónvarpsstöðvanna í gær og álit Íslands bíður líka hnekki.

Þetta eru afleiðingarnar af ómálefnalegri hatursherferð Vinstri Grænna og taglhnýtinga þeirra í Samfylkingunni sem sköpuðu landsdómsmeirihlutann á Alþingi. Væri þessi sami meirihluti samkvæmur sjálfum sér ætti hann nú þegar að vera búinn að ákæra þá Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir raunverulegar sakir sem liggja fyrir en ekki tilbúin hugarfóstur eins og um er að ræða í ákærunni gagnvart Geir H. Haarde.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir Haarde var forsætisráðherra Íslands þegar allt fór til andskotans. Þá var hann búinn að vera fjármálaráðherra í tíð afglapans Dabba, en það er eiginlega önnur saga. En sem forsætisráðherra bar hann ábyrgðina, en ekki einhver sendill í ráðuneytinu. „Hallo folks“, er erftitt að skilja þetta? Það má vel vera að sjóð-bullandi póltík hafi ráðið því hvernig þingmenn greiddu atkvæði um málið. Allaveganna var það þannig hjá Sjöllum og hækjunni, en það hefur bara ekkert með ábyrgð Geirs Haarde að gera. Hún minnkar ekkert við það. Geir reynir núna að að fá málinu vísað frá vegna tæknilegra ástæðna, en ekki efnislegra.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:47

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Já, sæll! Hér mælir maður sem lært hefur júristík og fer vart með fleipur. Hvaða paragröf mundir þú sítera ef þú værir í þeirri stöðu að sækja þá til saka, Steingrím fjármálaráðherra og Jón landbúnaðarráðherra? Hvað mundi brot þeirra kallast?

Ég er sammála þeim sem telja aðförina að Geir Haarde svartan blett á Alþingi og stjórnsýslunni sem lætur hafa sig út í þess háttar málaferli að vart finnast önnur dæmi slíks nema í Asíu, hjá Khmer Rouge og menningarbyltingarsinnum. Þeir áttu það sameiginlegt að tortryggja vel menntaða menn, einkum þá sem gengu í jakkafötum og voru með gleraugu!

Flosi Kristjánsson, 6.9.2011 kl. 16:50

3 identicon

Þetta er sorglegt að þurfa að horfa uppá og alþingi öllu til skammar og öllum stjórnmálamönnum á Íslandi að hafa tekið þátt í þessari helv.vitleysu. Almenningur veit betur en það er ekki á hann hlustað að venju. Ef á að draga fyrir landsdóm einhverja, þá er það öll hrunastjórnin sem tók þátt í þessum fjanda. Hins vegar var vitað að sumir yrðu hvítþvegnir og gert kleift að koma til baka eins og saklausir englar með skítafarið í buxuunum og halda að allir hafi þá fyrirgefið vegna þeirra verka.

Geir á þetta ekki skilið og er þetta pólítísk hefnd til þess eins að sýna að einhver skuli vera hengdur alþýðuinni til huggunnar.

Sorglet.

Kv. Sigurður

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 18:15

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde er ekkert annað en skrípaleikur af svæsnustu sort. Eins og ég hef oftar en ekki viðrað á bloggsíðu minni. Það eitt að ráðamenn okkar skyldu hlífa þremenningunum, flokkssystkinum sínum, sýnir mér að þrátt fyrir loforð um gagnsæi og heiðarleika hefur ekkert breyst. Því miður.

P.S. Jón, þú varst bridge félagi Guðmundar Garðars Péturssonar hér á árunum áður. Við Guðmundur vorum stofufélagar á Grensássdeildinni haustið 1977. Eftir að ég flutti til Íslands að nýju reyndi ég að hafa upp á honum en án árangurs. Er hann kannski ekki meðal okkar lengur ?

Þráinn Jökull Elísson, 6.9.2011 kl. 19:32

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er Geir ekki hagfræðingur og þar með sérfræðingur á fjármálalífi landsins?

Ef skipsstjóra verður á í messunni er mál hans rannsakað í sjódómi og hann verður að axla ábyrgð. Á að fara öðru vísi að?

Var Geir kannski sofandi í aðdraganda hrunsins? Skipsstjórinn yrði ábyggilega dreginn til ábyrgðar fyrir afglöp í starfi ef sannað væri.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.9.2011 kl. 22:09

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæll..Mer fannst nøturlegt ad lesa i Aftenpostin i Noregi um rettarhøldin. Heil bladsida..En to kom fram skodun stjornmalafrædings um efasemdir og rettmæti tessa.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.9.2011 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 824
  • Sl. sólarhring: 983
  • Sl. viku: 2354
  • Frá upphafi: 2293822

Annað

  • Innlit í dag: 744
  • Innlit sl. viku: 2135
  • Gestir í dag: 708
  • IP-tölur í dag: 692

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband