Leita í fréttum mbl.is

Gullið hans Gordons Brown

Það vitlausasta af mörgu vitlausu sem Gordon Brown gerði á ferli sínum sem ráðherra í Bretlandi, var að ákveða 1998 að tvöfalda ríkisútgjöld Bretlands á 10 árum. Þess vegna þarf breska ríkið að fá lánaðar þrjár billjónir  enskra punda á viku til að standa undir hallarekstri ríkisins.

Hér heima þarf Steingrímur J  að fá lánaðar 20 krónur af hverjum 100  sem ríkið eyðir þrátt fyrir að hér væri engin Gordon Brown og engin ákvörðun tekin um að auka ríkisútgjöldin nema þegar Samfylkingin fór í ríkisstjórn 2007 og ríkisútgjöldin jukust á einu ári um 22%, sem er einstakt afrek í rugli.

Bretar muna  að Gordon Brown ákvað árið 1995 að selja tæp 400 tonn af gullforða Breta. Þetta tala menn um sem ruglið í Brown, en miðað við hækkun á gullverði þá hefur ríkissjóður Breta tapað 11 billjón punda á þessari vitlausu ákvörðun Gordon Brown.

Fólk skilur að það var reginfirra hjá Brown að selja gullið, en það er samt bara brot af því bulli sem aukin ríkisútgjöldin kosta. Í Ágúst s.l. þurfti breska ríkið að fá 16 billjónir að láni vegna ríkisútgjalda umfram tekjur. Vitlausa gullsalan hans Brown er skiptimynt miðað við vitleysu aukinna ríkisútgjalda.

Vitlausar ákvarðanir stjórnmálamanna lenda alltaf fyrr eða síðar á fólkinu. Pólitík er nefnilega ekkert grín heldur fúlasta alvara. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1075
  • Sl. sólarhring: 1270
  • Sl. viku: 6720
  • Frá upphafi: 2277358

Annað

  • Innlit í dag: 1009
  • Innlit sl. viku: 6247
  • Gestir í dag: 948
  • IP-tölur í dag: 921

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband