Leita í fréttum mbl.is

Menntakefi í molum

Fjórðungur eða 25 af hverjum 100 fimmtán ára stráka geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt frétt í Fréttablaðinu.

Þetta þýðir að skólakerfið hefur gjörsamlega brugðist. Lestrarkunnátta er forsenda þess að fólk geti stundað skólanám af einhverju viti.

Nú er það svo að við höfum eitt dýrasta skólakerfi í heimi, en samt bregst það svona gjörsamlega í helsta grundvallaratriðinu. Af hverju er þetta? Eru kennararnir ekki starfi sínu vaxnir?  Virkar menntakerfið ekki? Hvað er að. Það er útilokað annað en að fá svör við því og það strax.

Forsenda framfarasóknar þjóðar er m.a. sú að fólk kunni að lesa og skrifa. Þegar það kemur í ljós að einn af hverjum fjórum drengjum sem eru búnir með skólaskylduna kunna ekki að lesa þá er ljóst að menntakerfið er í molum.

Hvað ætlar menntamálaráðherra að gera í því? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón. Ef lífið væri svona einfalt. Nú er þetta ekki séríslenskt fyrirbæri og því erfitt að tengja þetta við fjármuni. Má ekki spyrja hvort heimilin hafi líka brugðist. Það þarf ekki nema að lesa skýrsluna yfir í heild sinni (hægt að lesa á www.strakar.wordpress.com) og þá sést hvað þetta er margþætt. Þá sést líka glögglega að stelpur eru líka að lesa minna og við höfum ekki náð ennþá þeim árangri í lesskilningi sem við vorum í árið 2000!

Þorbjörg Helga (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 15:37

2 identicon

"Fjórðungur eða 25 af hverjum 100 fimmtán ára stráka geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt frétt í Fréttablaðinu."

"einn af hverjum fjórum drengjum sem eru búnir með skólaskylduna kunna ekki að lesa" 

Þú verður að passa að Molaskrifari sjá þetta ekki. Þá er ekki von á góðu.

Eiríkur (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 16:12

3 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað heldur þú svo sem að hann geri með það Eiríkur?

Jón Magnússon, 29.9.2011 kl. 17:59

4 identicon

Sæll Jón, ég er grunnskólakennari og deili áhyggjum þínum að þessu.

Mér finnst samt að "skólakerfið hefur brugðist" og "menntakerfi í molum" vera of stór orð. Það hljómar eins og allt sé ómögulegt og að breyta þurfi öllu.

Í tölublaði Newsweek frá 5.september s.l. er borinn saman árangur nemenda í hinum ýmsu löndum (reyndar í stærðfræði). Stuðst er við PISA rannsókn frá 2009. Þar er Ísland ofarlega á meðal Evrópulanda. Við erum fyrir aftan Finnland, Lichtenstein, Sviss, Holland, Belgíu, Þýskaland og Eistland, en fyrir framan Frakkland, Slóveníu, Noreg, Svíþjóð, Luxemborg, Pólland, Ungverjaland, Tékkland, Stóra-Bretland, Portúgal, Írland, Ítalíu, Spán og fleiri. Það er því ekki allt í molum, a.m.k. ekki samanborið við stöðu annarra Evrópulanda.

Ég veit ekki hver er helsta ástæðan fyrir þessari útkomu varðandi lesturinn, en það þarf greinilega að gera eitthvað í málinu. Ég er sammála því að það þurfi "svör strax" , en ekki strax á morgun því þau svör gætu verið ónákvæm. Heldur þarf að skoða málið vel og finna út hvað er besta lausnin við vandanum. Ég reikna með því að menntayfirvöld séu einmitt með slíkar rannsókninir til að komast að þvi hvað megi gera betur og bregðist svo við i kjölfarið. Annað væri skrýtið.

Ef ég ætti að tala út frá minni reynslu finnst mér sem umræddur hópur (23% af strákum og 8 % af stelpum sem ekki nær að lesa sér til gagns) sé stundum búinn að missa áhugann á því sem er að gerast í skólanum. Þau hafi, þrátt fyrir þennan innbyggða lærdómsáhuga sem við höfum, útilokað skólann sem spennandi stað. Ofan á það bætist stundum mótþrói eða hálfgerður "slagur við kerfið". Hluti af lausninni, að mínu mati, er því að reyna að koma í veg fyrir að nemendur útiloki skólann sem spennandi stað, burtséð frá því hvernig þeim gengur í einstökum námsgreinum.

Hvort kennsluaðferðir séu ekki nóga góðar eða hvort kennarar standi sig ekki nógu vel get ég ekki sagt til um, en það er örugglega eitthvað sem þarf að vera inn í myndinni þegar þessi mál eru skoðuð.

Vonandi tekst að bregðast við þessum fréttum á viðeigandi hátt. Gleymum svo ekki að innan þessa hóps sem á erfitt með að lesa eru örugglega einstaklingar sem eiga eftir að skara fram úr á annan hátt, ef þeir gera það ekki nú þegar.

Annað sem vert er að skoða er hvernig hægt er að koma í veg fyrir kvíða ákveðins hóps nemenda, en þar voru stúlkur í meirihluta samkvæmt þessari sömu könnun.

Að lokum vil ég benda á að þótt meirihluti þeirra sem eigi í lestrarerfiðleikum séu strákar, má ekki gleyma stelpunum sem eru í sömu vandræðum. Á sama hátt má ekki gleyma því að fullt af strákum eru kvíðnir þó svo að hærra hlutfall af stelpum séu kvíðnar. Það eru m.ö.o. einstaklingar á bak við allar þessar tölur.

Annars takk fyrir greinina. Hún fékk mig til þess að skrifa um málið, en ekkert fær mann til þess að hugsa skýrar um hlutina en að skrifa um þá. Vonandi er þetta gott innlegg í umræðuna.

Kv. Tómas Holton

Tómas Holton (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 20:06

5 identicon

Æ, hann bendir oft á ósamræmi milli frumlags og sagnar (ýmist í falli eða tölu) sem óyggjandi dæmi um hnignun íslenskunnar.

Hjá fínu fólki heitir þetta reyndar bara constructio ad sensum.

Eiríkur (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 22:33

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég hef fyrir sið að lesa svona skýrslur, og einmitt svona skýrslur, áður en ég tek afstöðu. Hvar er hægt að lesa hana?

Femínókratískur fanatismi í kennslufræðum á Íslandi hefur verið allsráðandi í síðustu áratugum. Slíkt gæti verið ein af orsökum þess að drengir frekar en stúlkur verða lélegri í lestri. Drengir forheimskast ekki á áratug. En þeir sem gera skýrsluna geta líka litað hana.

Annars er fluglæsi ekki góður mælikvarði á greind og t.d. sköpunargáfu. Einstein var t.d. hálfólæs fram eftir öllu, en sumir íslenskir alþingismenn, og nefni ég engin nöfn eða kyn, eru flugmælskir og örugglega vel læsir þótt greindarvísitalan sé lág og lestrakunnáttan verði þeim ekki alltaf til gagns.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.9.2011 kl. 08:24

7 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er það rétt Þorbjörg að heimilin hafa líka brugðist og altént  er þetta mál sem þarf að skoða og gaumgæfa hvað á að gera. Sé það rétt niðurstaða sem kemur fram í skýrslunni þá er hætta á að stéttaskipting aukist í þjóðfélaginu.

Jón Magnússon, 30.9.2011 kl. 10:20

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott innlegg Tómas ég er alveg sammála þér og þeirri nálgun sem þú bendir á.

Jón Magnússon, 30.9.2011 kl. 10:22

9 Smámynd: Jón Magnússon

Já Eiríkur við sem gerum þetta á hlaupum gerum of mikil mistök en þá er gott að fá leiðréttingar.

Jón Magnússon, 30.9.2011 kl. 10:22

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég deili þeim skoðunum með þér Vilhjálmur að skoða skýrslur í heild áður en hrapað er að dómum og ég bíð eftir þessari skýrslu og satt best að segja finnst mér þessi niðurstaða ansi undarleg en við skoðum skýrsluna í heild sinni og ræðum þá málið frekar.

Jón Magnússon, 30.9.2011 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 841
  • Sl. sólarhring: 1349
  • Sl. viku: 6486
  • Frá upphafi: 2277124

Annað

  • Innlit í dag: 791
  • Innlit sl. viku: 6029
  • Gestir í dag: 759
  • IP-tölur í dag: 745

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband