Leita í fréttum mbl.is

Þingsetning og mótmæli

Í lýðræðisríki er mikilvægt að borgararnir beri virðingu fyrir þeim stofnunum sem fara með lýðræðislegt vald.  Það á við m.a. um Alþingi, ríkisstjórn, dómstóla og lögreglu.

Setning Alþingis er hátíðleg stund, sem markar nýtt upphaf mikilvægustu stofnunar íslensks lýðræðis. Við borgarar þessa lands eigum að sýna þessari stund virðingu sem og Alþingi. Mótmæli og aðsókn að alþingismönnum við það tækifæri er óhæfa. Þess vegna eiga þeir sem vilja fylgjast með þingsetingunni að gera það af virðuleika í samræmi við þá hátíðarstund sem þingsetningin er.

Öðru máli gegnir um það þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi þá er mörkuð stefna ríkisstjórnar sem að eðlilegt er að bæði alþingismenn sem og almennir borgarar segi skoðun sína á þess vegna með friðsamlegum mótmælum ef svo ber undir. 

Ég hef hvatt fólk til að mæta við Alþingishúsið þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína til að mótmæla því óréttlæti sem íslenskir borgarar eru beittir með verðtryggingu lána. Krafan er að við njótum sambærilegra lánakjara og fólk í nágrannalöndum okkar í lánamálum og hvað varðar verðlag í landinu. Það er eðlilegt að við sýnum þeim sem hafa verið kjörnir til að gæta almannahagsmuna að þeir eru ekki að standa sig. Þar kemur ríkisstjórnin númer eitt. Þess vegna á að mótmæla við stefnuræðu forsætisráðherra.

En það þarf einnig að sýna þeim sem hafa verið kjörnir fulltrúar alþýðu manna í verkalýðsfélögum og ASÍ að þeirra þáttur er ósæmileg og andstæð hagsmunum umbjóðenda þeirra. Verkalýðshreyfingin á Íslandi ber umfram aðra ábyrgð á því lánaokri sem almenningur í landinu hefur þurft að sæta og sætir.  Er ekki kominn tími til að það fólk verði kallað til ábyrgðar ekkert síður en stjórnmálamennirnir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón, eru ekki þingmenn margir hverjir búnir að rýja alþingi virðingu og hátíðleika þannig að erfitt er fyrir hinn almenna borgara að sýna alþingi virðingu þar sem það liggur nánast í svaðinu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 10:45

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sjálfsagt finnst einhverjum svo vera Kristján en ég var að tala um Alþingi sem stofnun sem ber að virða.

Jón Magnússon, 30.9.2011 kl. 16:32

3 identicon

Mikið rétt hjá þér Jón. En þú mátt ekki gleyma því að stjórnmálamenn síðustu ára, hafa eyðilagt þá virðingu og ímynd sem Alþingi íslendinga á að standa fyrir. Gjörðir þeirra, eru uppskera þessarar óánægju sem sést best á því hvernig virðingu við berum fyrir Alþingi. Á sama tíma og þingmenn sverja sitt heit, þá er það svikið um leið og sest er í stólinn. Við hverju er að búast þegar þannig háttar..???? Þingmenn undanfarin ár hafa komið þessu til leiðar að almenningur getur ekki lengur treyst á þeirra loforoð vegna svika og lyga. Ég myndi fúslega vilja sjá þessa virðingu fyrir Alþingi aftur, en því miður vegna þess fólks sem inni þar situr, er ég sammála almenning.

Kv. Sigurður

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:50

4 identicon

Mikið rétt hjá þér Jón. En þú mátt ekki gleyma því að stjórnmálamenn síðustu ára, hafa eyðilagt þá virðingu og ímynd sem Alþingi íslendinga á að standa fyrir. Gjörðir þeirra, eru uppskera þessarar óánægju sem sést best á því hvernig virðingu við berum fyrir Alþingi. Á sama tíma og þingmenn sverja sitt heit, þá er það svikið um leið og sest er í stólinn. Við hverju er að búast þegar þannig háttar..???? Þingmenn undanfarin ár hafa komið þessu til leiðar að almenningur getur ekki lengur treyst á þeirra loforoð vegna svika og lyga. Ég myndi fúslega vilja sjá þessa virðingu fyrir Alþingi aftur, en því miður vegna þess fólks sem inni þar situr, er ég sammála almenning.

Kv. Sigurður

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 705
  • Sl. sólarhring: 1369
  • Sl. viku: 6350
  • Frá upphafi: 2276988

Annað

  • Innlit í dag: 659
  • Innlit sl. viku: 5897
  • Gestir í dag: 636
  • IP-tölur í dag: 622

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband