Leita í fréttum mbl.is

Tær snilld

Ræða Davíðs Oddssonar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær var tær snilld. Ljóðið eftir Hannes Hafstein  í upphafi ræðunnar gaf henni þungan undirtón og alvöruþrunga sem hæfði vel við þann alvarlega þjóðfélagsveruleika sem ræðumaður fjallaði um.  Þessi alvarlegi undirtónn í ræðunni skilaði sér vel jafnvel þó að ræðumaður færi á kostum í þeirri kímni og skemmtilegu orðavali sem fáum er eins vel lagið að beita og Davíð. Í svipinn man ég bara eftir einum stjórnmálamanni sem átti til svipaða spretti í slíku orðavali hárbeittu háði gagnvart pólitískum andstæðingum.  

Ræður frambjóðenda til formanns og varaformanns ullu mér hins vegar vonbrigðum.

Á þessum lokadegi Landsfundar ræðst hvort við andstæðingar verðtryggingar og baráttumenn fyrir réttlátri niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðra lána höfum erindi sem erfiði á Landsfundinum.  Fjölmiðlar hafa  engan áhuga á þvíþ Þeirra fréttaflutningur snýst eingöngu um hver verður kosinn formaður.

Nútímafjölmiðlun er svo yfirborðskennd og ómálefnaleg að efnistök lélegrar fjölmiðlunar bitnar á faglegri pólitískri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Paul

Sæll Jón, við verðum bara að krossa fingur og vona það besta. Tillaga þín virkar vel á mig. Það verður að segjast eins og er að Davíð virkaði á mig eins og hann gerði alltaf í áramóta ræðum sinum, landsföðurlegur. Fyrir algjöra tilviljun sá ég ræður fyrrum formanna flokksins í mbl sjónvarpinu. Það er fáum gefið að að halda athygli manns óskertri með góðu ávarpi sem inniheldur slíka kímni í bland við háð en vera samt grafalvarlegt.  

Guðmundur Paul, 20.11.2011 kl. 10:52

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Snild þessarar ræðu fólst í upphafsávarpinu og ljóðinu sem fylgdi á eftir. Þar lýsti Davíð stuðningi við Bjarna og Ólöfu. Endurtekningin í lok ræðu lýsti stuðningi við fólkið, flokkinn og sjálfstæðisstefnuna.

Ragnhildur Kolka, 20.11.2011 kl. 11:56

3 identicon

Það er ákaflega sorglegt að lesa skrif sem þessi af manni eins og þér sem telst "framámaður" á Íslandi. Mér þykja skrifin lýsa illu innræti eiginhagsmunaseggs. Stuðningsmaður flokks sem setur hér allt á hausinn og þá meina ég allt og þykist svo þess umkominn að segja að allt sem aflaga hefur farið í þjóðfélaginu sé núverandi stjórnvöldum að kenna. Á þessu er svo hamrað dag og nótt og logið og logið öllu illu upp á núverandi stjórnvöld. Sem hafa staðið sig mjög vel að hreinsa óþverran eftir ykkur. Sveiattan.

Davíð er sérkapituli og eðlilegt að hann skuli hylltur á samkundu stórglæpamanna.

Það sorglegasta er hvað margir Íslendingar virðast ætla að kjósa þennan flokk. Flokkur sem ætti undir eðlilegum kringumstæðum að vera örflokkur.

Þú, flokkur þinn og DO kunna ekki að skammast þín.

Kristján Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 12:30

4 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Sammál þér Jón ræða Davíðs á Landsfundinum var tær snilld

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 20.11.2011 kl. 13:22

5 identicon

Það er við hæfi að Jón Magnússon Hæstaréttartæknir sleiki snilldartær lærimeistara síns. Hér eru lög, um lög, frá lögum til lögleysu.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 14:05

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Luktar Gvendur það gat varla gengið betur varðandi tillögurnar en raunin varð á sem betur fer.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 20:34

7 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg sammála Ragnhildur.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 20:35

8 Smámynd: Jón Magnússon

Kristján ég velti því fyrir mér hvort þú hafir farið öfugu megin framúr í morgun. Í fyrsta lagi er ég ekki framámaður í þjóðfélaginu. Í öðru lagi er ég ekki að fjalla um efnahagshrunið. Í þriðja lagi er útilokað að lesa neitt um innræti mitt af þessum skrifum. Í fjórða lagi setti Sjálfstæðisflokkurinn ekki landið á hausinn. Í fimmta lagi þá er Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fundur 1.600 einstaklinga sem eru þverskurður af þjóðfélaginu en ekki fundur stórglæpamanna. Í sjötta lagi þá kann ég að skammast mín í þau fáu skipti sem þess gerist þörf. 

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 20:39

9 Smámynd: Jón Magnússon

Já Guðmundur hún var það.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 20:39

10 Smámynd: Jón Magnússon

Hilmar Þór hvaða óboðlega bull er þetta. Af hverju ekki fara rétt með þó þú sért e.t.v. ergilegur yfir einhverju.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 20:40

11 identicon

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 20:40: Er 'óboðlegt bull' hugtakið sem hæstaréttartæknar nota um sannleikann í dag?

Þín eigin orð: 'Ræða Davíðs Oddssonar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær var tær snilld.' Sleikjuskapurinn í garð 'hins milda alvalds' er algjör.

Mín túlkun: 'Hæstaréttartæknir sleikir snilldartær lærimeistara síns.'

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1680
  • Frá upphafi: 2291570

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1508
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband