Leita í fréttum mbl.is

Höfuðstólar húsnæðislána færðir niður.

Við andstæðingar verðtryggingarinnar sem settum fram kröfur um niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðra og gengistryggðra lána og afnám verðtryggingar af neytendalánum höfðum fullan sigur á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Mikill meiri hluti þeirra sem þátt tóku í starfi nefndarinnar sem vann drög að ályktun um fjármál heimilanna voru eindregið á móti verðtryggingunni og kröfðust niðurfærslu stökkbreyttu höfuðstólanna. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður stjórnaði nefndinni af hóflegri hörku og af mikilli prýði.

Ég óttaðist að þegar málið kæmi til afgreiðslu á Landsfundinum mundu andstæðingarnir koma fram af fullri hörku, en það gerðist ekki. Þeir einu sem tóku til máls voru stuðningsmenn ályktunarinnar. Þegar ég flutti mína ræðu og gerði grein fyrir þeim réttlætiskröfum sem við vorum með þá sá ég að yfirgnæfandi meiri hluti fólksins var þessu fylgjandi og við atkvæðagreiðsluna um málið var tillagan samþykkt nánast samhljóða. 

Það sem máli skiptir í þessu sambandi er þetta:  110% leiðinni,  sem þingflokkurinn hafði samþykkt var vikið brott en samþykkt mun víðtækari aðgerðir með niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Í því sambandi var talað um að miða við vísitölu 1.10.2008. Einnig voru nefndar aðar víðmiðanir sem mundi þýða enn meiri niðurfærslu.

Samþykktirnar eru svohlóðandi m.a:

"Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána." 

´"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að fólki standi til boða hagkvæm lán til húsnæðiskaupa."

"Enn sem fyrr byggir Sjálfstæðisflokkurinn á þeirri meginstefnu að eintaklingar eigi þes kost að rísa frá fátækt til velmegunar á grundvelli framtakssemi og dugnaðar. Framlag samfélagsins til þess á m.a. að vera með þeim hætti að sjá til þess að hagkvæm húsnæðislán séu jafnan í boði fyrir neytendur."

Landsfundur er æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins og nú ríður á að þingmenn flokksins og aðrir trúnaðarmenn taki myndarlega á málum og fylgi þessum samþykktum eftir og beri þær fram til sigurs.

Réttlætið verður að ná fram að ganga að öllu leyti ekki bara á Landsfundinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að bíða eftir að heyra frá þér eftir fundinn. Þetta er vissulega góðar fréttir og uppörvandi. Þakkir fyrir þitt framlag, þið Guðlaugur Þór standið ykkur með prýði.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:30

2 identicon

Glæsilegt, til hamingju með þetta Jón.  Þetta er áfangasigur í baráttunni fyrir því að koma á réttlæti á Íslandi.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:47

3 identicon

Til hamigju með þennan áfangasigur, og vonandi tekst að vinna þetta til enda.

Það mætti nú aðeins fara að líta á Seðlabankann, stýrivextir 4.75% og verðbólga ca.5%

í Englandi er verðbólga ca.5% og stýrivextir þar eru 0.5-1%. Þetta er náttúrlega gjörsamlega galið,og það verður að fara í að vinna nýja peningamálastefnu fyrir Seðlabankann, því þetta rugl gengur ekki svona lengur.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:49

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gott væri að fá að vita meira.  Nú veit ég að lögð var fram tillaga um að fjármálafyrirtæki væru hvött til að hlíta ákvæðum laga nr. 107/2009.  Hvernig fór fyrir henni?  Sama með að trappa niður verðtrygginguna?

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 20:50

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flott hjá þér!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.11.2011 kl. 20:57

6 identicon

,,110% leiðinni,  sem þingflokkurinn hafði samþykkt var vikið brott en samþykkt mun víðtækari aðgerðir með niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Í því sambandi var talað um að miða við vísitölu 1.10.2008."

Þetta gerir sjálfstæðisflokkurinn aldrei !!!

Aldrei !!!

Settu þetta í minni og flettu upp, ef og þegar sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur að stjórnarborðinu !!!

JR (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:05

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Guðjón. Ég vona að það sér rétt hjá þér að við stöndum okkur vel.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 23:03

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Þórður það er áfangasigur en alla vega áfangasigur. Það sem mér fannst skemmtilegast að sjá hvað eindreginn meirihluti var gegn verðtryggingunni og niðurfærslu stökkbreyttu höfuðstólanna. Haði ekki búist við jafn eindreginni afstöðu. Nú er komið að þingmönnunum að standa sig.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 23:05

9 Smámynd: Jón Magnússon

Marinó ég er ekki alveg viss um hvernig fór fyrir þeirri tillögu vil ekki segja það sem ég held.  Það er ekki verið að tala um að trappa verðtrygginguna niður það er beinlínis sagt að hún sé ekki valkostur í neytendalánum.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 23:06

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurbjörg.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 23:06

11 Smámynd: Jón Magnússon

JR þetta er það sem æðsta vald í flokknum hefur ályktað um og kjörnum fulltrúum flokksins ber að fara eftir því.

Jón Magnússon, 20.11.2011 kl. 23:07

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hugmyndin sem ég er að tala umgekk líka út á það, þ.e. verðtrygging væri bara fyrir þá sem hafa verðtryggðra tekjur.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 23:18

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón er kominn heim, því Jón er kominn heim.

Mikið óska ég þér og Sjálfstæðisflokknum til hamingju góði vinur með þessa ályktun sem þið náðuð saman. Ætli þetta verði ekki meira til gagns fyrir þjóðina heldur en þegar þú varst að fýlupokast þarna úti í eyðimörkinni með einhverju nóboddífélagi.

Þetta sannar það sem ég hef ávallt sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki annað en fólkið sem er í honum. Flokkurinn með þig innanborð er betri en flokkurinn með þig utanborðs.Það finnst mér aðminnsta kosti.

Halldór Jónsson, 21.11.2011 kl. 00:06

14 Smámynd: Dexter Morgan

Fyrirsögn þín og umfjöllun lítur út eins og þetta sé bara "done deal", málið dautt. Frá mínum bæjardyrum séð, er þetta bara í orði kveðnu. Eitthvert innanhúss samþykkt hjá Sjálfstæðisflokknum. Kemur engum öðrum við. Ég meina, þið er ekkert á leið í ríkisstjórn og vonandi verður þjóðin ekki það aðframkominn við næstu kosningar að þeir kjósi FLokkinn. Svo ég velti því fyrir mér hvað þetta hefur að segja fyrir almenning. Niðustaða mín: Nákvæmlega ekki neitt. Punktur. Útblásin blaðra sem verður búinn að missa allt loft á þriðjudaginn, Púff, búið.

Dexter Morgan, 21.11.2011 kl. 00:32

15 identicon

Góðar fréttir.Hægri hönd réttlætisins mun hafa sigur.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 00:46

16 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er ekki skráður Sjálfstæðisflokksmaður og geri það líklega ekki. En eftir að hafa lesið ályktunina um ESB umsóknarferlið.Sem er hreint frábærlega orðuð. Og nú um lagfæringu á lánum og afnám verðtryggingar á húsnæðislánum. Þá verð ég að segja. Mér líður strax betur í sálartetrinu.

Nú vantar að skerpa á lögum um hvað má og hvað ekki í fjármálagjörningum,kennitöluflakk, fikt fyrirtækja á virði hlutafjár og svolítið Þýska stefnu í verðbólgumáluml. Þá er bara að taka sveifina og snúa þjóðinni í gang aftur.

Snorri Hansson, 21.11.2011 kl. 04:41

17 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána."

"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að fólki standi til boða hagkvæm lán til húsnæðiskaupa."

mér finnast þessar samþykktir hafa svipaðan þunga og undirskriftarlisti gegn einelti eða ísland án eiturlyfja f. 2000 o.þ.h.

enginn á móti, ALLIR sammála og ALLIR vita að þetta er bara loft

ég er líka andstæðingur verðtryggingarinnar

Rafn Guðmundsson, 21.11.2011 kl. 09:06

18 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

þá vitum við það að landsfundurinn var ekki á því að afnema verðtrygginguna þrátt fyrir að 80 % landsmanna vilji hana af skv skoðannakönnun.Stöðug umhyggja fyrir lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum. Og alltaf vísað í það sama; Það er ekki verðtryggingin sem er vandamálið heldur verðbólgan.Þetta er tóm vitleysa. Verðbólgan er öryggisventill fyrir óráðsíu og agavöntun í hagstjórn. Hún bitnar á almenningi  í formi okurlána en fjármagnseigendur halda sínu. En bestu þakkir til ykkar í nefndinni sem urðu þó undir.

Sigurður Ingólfsson, 21.11.2011 kl. 11:03

19 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu og takk fyrir fundinn + tillögurnar -

þetta var góð útkoma - ég er þeirrar skoðunar að bæði í þessu máli sem og t.d. evrópumálum sé flokkurinn að þétta raðirnar - þjappa sér saman - hörðustu esb sinnar ( sem eru reyndar fáir ) hafa dregið i land - látið skynsemina ráða. Fundurinn sem anstæðingarnir töldu að myndi kljúfa flokkinn reyndist þegar upp er staðið fundurinn þar sem Sjálfstæðismenn tóku höndum saman og gengu sameinaðir til áframhaldandi starfs.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.11.2011 kl. 11:07

20 Smámynd: Halla Rut

Jón, ertu að segja mér að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda þá verði höfuðstóll lána færður aftur til 2008?

Halla Rut , 21.11.2011 kl. 12:56

21 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Það má kannski bæta við athugasemdina að vissulega kemur ríkið á móts við skuldara með vaxtabótum af íbúðalánum en eins og hefur sýnt sig, geta fyrirtækin ekki staðið undir svona vöxtum. Það væri hægt að "trappa" verðtrygginguna niður á þremur árum þannig að í fyrsta árið væri 1 / 3 af t.d. 5 % verðbólgu óverðtryggður. Þetta myndi skapa mikið aðhald.

Sigurður Ingólfsson, 21.11.2011 kl. 13:38

22 Smámynd: Jón Magnússon

Hverjir eru það sem hafa verðtryggðar tekjur Marinó?  Í ályktuninni er verið að tala um að verðtryggingin sé ekki valkostur hvað varðar húsnæðislán til neytenda.  Það á við allan almenning í landinu.  En þetta er á réttri leið.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:20

23 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halldór en gleymdu því ekki að menn hafa iðulega þurft að vera í eyðimörkinni til að leita sannleikans eða ná til fyrirheitna landsins.  Svo þakka ég þér hjartanlega fyrir hólið að flokkurinn sé betri með mig innanborðs. Mikið fannst mér gaman að fá þetta hrós.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:22

24 Smámynd: Jón Magnússon

Dexter þetta er stefnumörkun stærsta stjórnmálaflokksins í landinu í því máli sem skiptir heimilin í landinu mestu máli. Með þessari samþykkt er m.a. samþykkt þingflokksins um 110 prósent leiðina vikið burt og sagt það verður að gera miklu meira þetta gengur ekki og verðtryggð lán eru ekki lengur valkostur í neytendalánum. Þetta er stefnumörkun og það er alveg sama hvaða stefnumörkun það er það er aldrei frá gengið fyrr en hluturinn gerist. En það er eins og þegar þú ætlar í ferðalag þá skiptir máli að þú vitir hvert þú ætlar og ert að fara síðan er að leggja á stað.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:25

25 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Örn Ægir það vona ég svo sannarlega.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:25

26 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Snorri

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:26

27 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nú ekki þannig það það sé engin á móti það var tekist á um þetta heldur betur og þetta var niðurstaðan sem yfirgnæfandi meiri hluti studdi. Þetta náði fólkið ekki fram átakalaust og nær ekki fram átakalaust. Þetta var hins vegar mikilvægt á vegferðinni í átt til réttlætis Rafn.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:28

28 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er ekki rétt Sigurður við urðum ofan á og orðalagið er skírt verðtryggingin burt.  Sambærilegt lánaumhverfi og á hinum Norðurlöndunum þýðir burt með verðtrygginguna. Ekki verðtrygging á húsnæðislánum til neytenda. Þýðir ekki verðtrygging. Þara að tala skírar?

Síðan er talað um niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Ekki 110 prósend leiðin heldur almenn niðurfærsla höfuðstóla. Það hefði verið hægt að tala skírar þ.e. nefna viðmiðun það er það eina sem ég hefði viljað ná fram til viðbótar Sigurður.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:30

29 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Ólafur og mér finnast tillögurnar í skuldavanda heimilanna miklu merkilegri og mikilvægari en samþykktirnar í utanríkismálum. Ég er sammála þér að flokkurinn komi sterkari út úr þessum fundi en hann var áður.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:33

30 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég er ekki að segja þér það. En það var samþykkt að það ætti að færa niður höfuðstólana og það voru tvær tillögur sem voru til staðar annars vegar frá mér þar sem miðað er við 1.10.2008 og önnur tillaga sem vildi miða við dagsetningu árið 2006. Það er ekki nefnt við hvað á að miða heldur talað um almenna niðurfærslu höfuðstóla og ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi þegar í stað að setja vinnu í að útfæra þá hugmynd og  er búinn að ræða það við formann Flokksins.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:35

31 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er ákveðin hugmynd Sigurður allt í lagi að skoða hana.

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 17:36

32 identicon

Talandi um verðtrygginguna.

Það virðist engin raunveruleg umræða fara fram um útreikninga hennar.  Hvernig reikna aðrar þjóðir þetta út?. Vörur/þjónusta/skattar/gengi breytast í öðrum löndum ekki satt.

Af hverju hækka lán okkar ef tannstönglar hækka í verði?.  Það hlýtur að vera ástæða til að kíkja á þetta.

Við að reikna okkur til andskotans?

itg (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 22:42

33 Smámynd: Jón Magnússon

Nei hún er allt of lítil og það er alveg með ólíkindum að neysluskattar skuli fara inn í vísitölu til verðtryggingar og færa fjármagnseigendum aukinn hagnað. Af hverju skyldi ASÍ ekki gera athugasemd við það?

Jón Magnússon, 21.11.2011 kl. 23:39

34 identicon

Of lítil?

Af hverju hafa yfirvöld landsins ( t.d. núverandi )  ekki skoðað þetta.  Tækifærið var sannanlega til staðar í upphafi 2009.

Enginn stjórnmálaflokkur landsins hefur ljáð máls á að skoða þessi mál.

Þetta er ljótasti blettur 4-flokksins og er af nógu að taka.

itg (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 00:06

35 Smámynd: Snorri Hansson

Það er vegna þess að ASI er beggja vegna borðsins.

Snorri Hansson, 22.11.2011 kl. 00:30

36 identicon

Þó að maður sleppi því að velta fyrir sér hvort það standist lög að breyta vísitölunni. Þá langar mig að benda á eitt. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um ca. 35% frá 1.1. 2008. Ef visitalan yrði færð aftur til 1.1. 2008 þá yrði ríkið að leggja Íbúðalánasjóði til um. 300 miljarða.

Er ekki komin tími til að hætta þessu bulli?

Jónas Kr. (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 01:04

37 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána." 

´"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að fólki standi til boða hagkvæm lán til húsnæðiskaupa."

"Enn sem fyrr byggir Sjálfstæðisflokkurinn á þeirri meginstefnu að eintaklingar eigi þes kost að rísa frá fátækt til velmegunar á grundvelli framtakssemi og dugnaðar. Framlag samfélagsins til þess á m.a. að vera með þeim hætti að sjá til þess að hagkvæm húsnæðislán séu jafnan í boði fyrir neytendur."

gvuð hvað þetta er sætt. merkir það eitthvað meira en froðuna sem þetta snakk augljóslega er?

Jóhann (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 00:18

38 Smámynd: Jón Magnússon

ITG þetta er að sjálfsögðu ljótur blettur á stjórnvöldum að hafa ekki áttað sig á skyldu sinni að fylgja réttlætinu í stað þess að vinna fyrir sérhagsmuni.

Jón Magnússon, 24.11.2011 kl. 09:32

39 Smámynd: Jón Magnússon

Já en aðallega þeim megin borðsins þar sem fjármagnseigendur eru Snorri.

Jón Magnússon, 24.11.2011 kl. 09:33

40 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er að tala um vísitöluna frá 1.10.2008. Það er lækkun um 200 milljarða gróft reiknað. En af þeim er ákveðinn hluti sem er ekki innheimtanlegur. Ég hef talið að raunkostnaðurinn gæti verið um 120-150 milljarðar. En á sama tíma mundi það þýða verulega uppsveiflu í hagkerfinu sem mundi hafa verulega jákvæða þýðingu og skapa m.a. tekjur fyrir ríkissjóð á móti.

Jón Magnússon, 24.11.2011 kl. 09:35

41 Smámynd: Jón Magnússon

Jóhann þetta er góð stefnumörkun það er alveg rétt hjá þér. Nú er það okkar að fylgja henni eftir og láta hana verða að veruleika.

Jón Magnússon, 24.11.2011 kl. 09:36

42 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig húsnæðiskaupendur með 30 til 50% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru betur settir með óverðtryggð lán með breytlilegum vöxtum heldur en verðtryggðum lánum miðað við sömu raunávöxtunarkröfu?

Það er ekki nóg að segja að það sé sanngirnismál að íslenskir húsnæðiskaupendur fái lán á sömu kjörum og í nágrannalöndunum. Það þarf líka að finna fjárfesta sem eru tilbúnir að kaupa þannig skuldalbréf í íslenskum krónum. Lagasetning sem rýrir kjör lánveigtenda á húsnæðislánamarkaði getur einfaldlega leitt til þess að þeir fari af þeim markaði og fjárfesti bara í einhverju öðru.

Þessi stefnumörkun á landsfundi Sjálfstæðísflokksins hefur því ekkert gildi meðan þeir koma ekki fram með svarið við því hvernig á að fjármagna lán með þeim kjörum sem þeir vilja að húsnæðiskaupendur fái. Það vilja allir stjórnmálaflokkar að lánakjör húsnæðislána verð eins hagstæð lántökum og kostur er.

Sigurður M Grétarsson, 24.11.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 2291553

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband