Leita í fréttum mbl.is

Bjartsýnismaður allra tíma

Í sögu sinni Candide segir Voltaire  frá  bjartsýnismanninum Dr. Pangloss, sem trúði kenningum heimspekingsins Leibnitz sem eru: "Þessi heimur er sá besti af öllum mögulegum heimum. Þar sem Guð er algóður og almáttugur þá hlýtur jörðin sem Guð skapaði að vera fullkomin." 

Dr. Pangloss benti á sbr. kenninguna, að þrátt fyrir að hörmungar og þjáningar finnist víða, að þá hafi allt verið skapað til þess að það geti komið sem best út. Þess vegna var nefið skapað til að við gætum sett gleraugu á það. Þess vegna erum við með gleraugu.  Fæturnir voru skapaðir fyrir sokkana. Þess vegna  erum við í sokkum.

Þeir félagar Dr. Pangloss og Candíde lentu í mörgum vondum málum. Candide var rekinn að heiman og Dr.Pangloss varð að betla og smitaðist af sýfilis, en hann sagði að hefði Kólumbus ekki fengið sýfilis þá hefðu Evrópubúar aldrei kynnst súkkulaði. 

Loks urðu þeir skipreika við Lisabon og lentu í jarðskjálfta. Nokkru síðar stóð Dr. Pangloss dæmdur af rannsóknarréttinum frammi fyrir því að vera hengdur en tókst að flýja og lenti á galeiðu. Candide spurði "þegar þú hafðir verið hengdur, smáður, pyntaður og bundinn við árina, taldir þú alltaf að að allt leiði til bestu niðurstöðunnar?"  Dr. Pangloss sagði já, þetta hlýtur að vera svona af því að Leibnitz getur ekki haft rangt fyrir sér.

Mér datt þessi saga í hug þegar ég sá að enn styður þriðjungur kjósenda ríkisstjórnina. Veruleiki þeirra er sá sami og Dr. Pangloss að breyttum breytanda, að Jóhanna geti ekki haft rangt fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1081
  • Sl. sólarhring: 1248
  • Sl. viku: 6726
  • Frá upphafi: 2277364

Annað

  • Innlit í dag: 1015
  • Innlit sl. viku: 6253
  • Gestir í dag: 954
  • IP-tölur í dag: 927

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband