Leita í fréttum mbl.is

Landsbyggðin borgar eða við öll.

Ríkisstjórnin hefur aukið skattheimtu á flugstarfsemi á rúmu ári um 400 milljónir. Hluti af þessari skattlagningu er vegna átrúnaðar ríkisstjórnarinnar á draugasöguna um hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Þessi aukna skattlagning hækkar verðlag í landinu og framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að þessi skattur bitni harðas á landsbyggðinni. Raunar veit ég ekki hvernig á að skilgreina landsbyggð í þessu sambandi. Fólk á höfuðborgarsvæðinu flýgur jú eins og aðrir.

Það er hins vegar ekki aðalatríðið heldur endalaus aukning á gjaldtöku ríkisins af neytendum.

Lendingagjöld hækka á Reykjavíkurflugvelli um 72%, farþegagjöld um 71% og flugleiðsögugjald um 22%

Hvert var annars verðbólgumarkmið ríkisstjórnarinnar? Var það ekki töluvert lægra en þessar  hækkanir?

Er virkilega engin sem vill tala máli neytenda varðandi þessar glórulausu skattahækkanir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Mig langar að nefna nokkur atriði um skaðsemi opinberra gjalda sem ég heyri ekki talað um:

- Hvert starf í ríkisgeiranum er á kostnað starfs í einkageiranum. Hvernig fjármagnar ríkið sín störf? Allt tal um að hið opinbera búi til störf er auðvitað byggt á óskyggju eða mikilli vanþekkingu. Hið opinbera getur jú búið til störf án þess að hækka skatta en þá hækka skuldir á móti og skuldir bera vexti og þá er ekki langt í að skattar séu hækkaðir.

- Há skattheimta hefur neikvæð áhrif á getu fyrirtækja til að ráða starfsmenn og/eða hækka laun þeirra starfsmanna sem fyrir eru. Fé er tekið af fyrirtækjum sem þau kysu sennilega að ráðstafa í hluti sem gagnast gætu eigendum eða rekstrinum í stað þess að sjá féð fara í opinberu hítina.

- Há skattheimta þýðir að þau laun sem einstaklingar vinna sér inn fara að stórum hluta til ríkisins þar sem slappir stjórnmálamenn nota þessa peninga illa þar sem þeir eru ekki þeirra persónulega eign. Ég er neyddur til að borga hitt og þetta sem ég vil ekki setja krónu í en ákveðið er fyrir mig að ég skuli borga þetta en ekki eitthvað annað sem ég vil eins og t.d. að fara út að borða sem kemur vel út fyrir matsölustaðinn sem ég vel vegna þess að verð og gæði eru mér hagstað. Ég vil ekki borga fyrir 77 aðstoðarmenn þingmanna, ég vil ekki borga fyrir alltof stórt Fjármálaeftirlit sem sprungið hefur út, ég vil ekki borga fyrir allan þennan herskara hagfræðinga hjá SÍ sem gefa út pöntuð álit og segja okkur geta staðið undir Iceave þegar ekkert er fjær lagi, ég vil ekki borga fyrir kyngreiningu fjárlaga og ég vil ekki borga fyrir starfsemi stjórnmálaflokka sem ég fyrirlít svo örfá dæmi séu tekin. Ég vil alveg greiða í heilbrigðis- og menntakerfið en þá er skorið niður þar. Skattfé er fé án eiganda og með það fé er illa farið, alveg eins og við sjáum með lífeyrissjóðina. Ég vil ekki borga þeim sem með þá sýsla svona rosalega há laun. Ég vil fá að sjá um þessi mál sjálfur án mikils kostnaðar eins og gert er í Chile. Myndu þingmenn stjórnarinnar vera tilbúnir að setja fé af sínum persónulegum launum í sumt af því sem þeim finnst í lagi að setja skattfé í eins og t.d. ESB viðræður og kyngreiningu fjárlaga? Þá kæmu sennilega vöflur á þá.

Stærð hins opinbera hindrar því að laun og lifistandard hækki, of stór opinber geiri er mikið vandamál í hinum Vestræna heimi sem alltof fáir virðast skilja. Einkageirinn innan ESB fer minnkandi sem er mjög alvarlegt mál.

Um 1920 var slæm kreppa í USA (13% atvinnuleysi) en hún var snúin niður á um 18 mánuðum með því að skera grimmt niður ríkisútgjöld og lækka alla skatta. Ég hvet fólk til að kynna sér þetta. Af hverju lærum við ekki af sögunni? Nýr fjármálaráðherra segir að við höfum ekki efni á að lækka skatta. Það er rangt og lýsir sorglegri vanþekkingu, við höfum ekki efni á að hafa skatta og opinberar álögur svona háar. Við höfum heldur ekki efni á að fæla fjárfesta frá landinu vegna þess að sumum er illa við einkarekstursformið.

Því miður virðist flokkur sem á að heita hægri flokkur ekki skilja þetta og þar á bæ sjá þingmenn ekkert athugavert við að láta ríkið fjármagna starfsemi stjórnmálaflokka. Það er nóg af miðjuflokkum hér og sósíalistum en sárlega vantar hægri flokk sem vill minnka opinbera geirann verulega.

Hérlendis þarf að eiga sér stað umræða um ákveðið grundvallaratriði: Hvaða störfum viljum við að hið opinbera sinni?

Helgi (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 23:39

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er hjartanlega sammála þér Helgi. Ég var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði á móti aðstoðarmönnum þingmanna svo ég monti mig nú svolítið. Þakka þér fyrir þetta innlegg.

Jón Magnússon, 11.1.2012 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 483
  • Sl. sólarhring: 673
  • Sl. viku: 2869
  • Frá upphafi: 2294420

Annað

  • Innlit í dag: 447
  • Innlit sl. viku: 2614
  • Gestir í dag: 431
  • IP-tölur í dag: 419

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband