Leita í fréttum mbl.is

Tungumál og bækur

Bækur og bóklestur er forsenda kröftugs og lifandi tungumáls.

Lestur ritaðs máls á blöðum minnkar. Fólk sækir í auknum mæli fréttir, fróðleik og afþreyingu á netmiðla og tölvurit. Þessi þróun er bara á byrjunarstigi. Fullkomnari og fullkomnari lestölvur verða til.

Lestölvan er handhægari og léttari en hefðbundar bækur. Bækurnar sem keyptar eru á lestölvuna eru mun ódýrari og  koma strax og pöntun er staðfest. Ekki þarf að bíða í biðröð.

Á síðasta ári telst mér til að hafa keypt 17 rafbækur. Heildarkostnaður er um 23.000 krónur. Þessar bækur keyptar hér hefðu kostað yfir 100 þúsund krónur. Segir þetta einhverja sögu?

Þróunin bíður upp á möguleika og nú skiptir máli fyrir okkur sem viljum vernda tunguna að taka myndarlega á og tölvubókarvæða það sem gefið er út og hefur verið gefið út á íslenskri tungu. Ef vil vill missir einhver spón úr aski sínum við það. En aðrir spónar koma þá í staðinn.

Framrás tækninnar verður ekki stöðvuð.    Vefarar í Bretlandi gátu ekki sigrað saumavélina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 904
  • Sl. viku: 2404
  • Frá upphafi: 2293955

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2185
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband