Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur og réttlætið.

Það er sjaldgæft að stjórnmálamaður viðurkenni að hann hafi haft rangt fyrir sér.  Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er ein af þessum sjaldgæfu undantekningum. Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag viðurkennir hann að það hafi verið rangt að standa að Landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde.

Það er athyglivert að Ögmundur dregur vel fram í greininni hvers konar ógæfuflokkur Samfylkingin er, þar sem þingmenn flokksins voru tilbúnir til að standa að ákæru á hendur Geir, en greiddu atkvæði gegn ákærum á hendur Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin.  Sú umfjöllun Ögmundar sýnir enn og aftur að um pólitíska ákæru var að ræða á hendur Geir H. Haarde.

Grein Ögmundar í Morgunblaðinu er merkileg fyrir fleiri hluta sakir en þá eina að hann ætlar sér að greiða atkvæði með því að fallið verði frá ákæru á hendur Geir. Í fyrsta skipti fjallar þingmaður stjórnarflokkana málefnalega og af hlutlægni um orsakir bankahrunsins og hverjir bera ábyrgð á því.

Ögmundur Jónasson dregur upp stærri mynd og raunsannari  á orsökum og ábyrgð á hruninu en almennt hefur verið gert hingað til af stjórnmálamönnum. Ekki er að finna svigurmæli eða fordæmingar í garð pólitískra andstæðinga eða þeirra blóraböggla sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa gert ábyrga fyrir hruninu.  

Það er regindjúp á milli þeirra sjónarmiða sem Ögmundur setur fram um orsakir og aðdraganda hrunsins en þau ómálefnalegu og röngu upphrópanir sem að Jóhanna og Steingrímur grípa jafnan til í þeim pólitíska loddaraleik sínum til að koma ábyrgðinni á pólitíska andstæðinga í stað þess að beina athyglinni að því sem raunverulega var um að kenna og hverjir báru ábyrgð í raun.

Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Ögmundi Jónassyni sem stjórnmálamanni þó ég hafi verið ósammála honum í veigamiklum málum og grundvallar pólitískri lífsskoðun. Við lestur greinar hans í Morgunblaðinu í dag þá sannfærist ég enn betur um það að ég hef haft á réttu að standa um mannkosti Ögmundar Jónassonar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ég vil taka undir með þér að það er ástæða til þess að  vekja sérstaka athygli á sérstöðu Ögmundur meðal stjórnmálamanna. Hann er málefnalegur og hann er sanngjarn og ég er honum oft ósammála um málefni en afar sjaldan um framgöngu. Það er fengur af slíkum mönnum, jafnt í hópi samherja sem andstæðinga.

Kjarkur og réttsýni eru mikilvægustu kostir stjórnmálamanna. Um slíkt verður ekki deilt þó að menn greini á í skoðunum.

Valdimar H Jóhannesson, 17.1.2012 kl. 14:56

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Alveg er ég sammála þér Jón.

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2012 kl. 17:54

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef engu við að bæta Valdimar og er algjörlega sammála.

Jón Magnússon, 18.1.2012 kl. 00:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ágúst.

Jón Magnússon, 18.1.2012 kl. 00:27

5 Smámynd: Björn Emilsson

Kannske eitthvað fari að breytast á betri veg

Björn Emilsson, 18.1.2012 kl. 04:25

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sæll Jón, ég hef trú á að þetta sé tækifæri sem ákærendurnir ættu ekki að láta sér úr greipum ganga, því með því að samþykkja tillögu Bjarna Benediktssonar verður þeirra síður minnst sem fólksins sem stóð fyrir þessari óhæfu, Ögmundur vill augljóslega ekki vera í þeim flokki og hefur vit á að grípa tækifærið.

Kjartan Sigurgeirsson, 18.1.2012 kl. 09:09

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það gerir það sjálfsagt Björn. Ekki getum við endalaust verið í sömu hjólförum.

Jón Magnússon, 18.1.2012 kl. 09:18

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála því Kjartan, en mér finnst mest um vert að Ögmundur kemur með mjög góð og málefnaleg rök fyrir afstöðu sinni.

Jón Magnússon, 18.1.2012 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 277
  • Sl. sólarhring: 1087
  • Sl. viku: 6021
  • Frá upphafi: 2277772

Annað

  • Innlit í dag: 264
  • Innlit sl. viku: 5570
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband