Leita í fréttum mbl.is

Gott fólk og rasismi

Tveir ólöglegir innflytjendur frá Alsír voru dæmdir í fangelsi fyrir lögbrot. Í framhaldi af því andmælti Bragi Guðbrandsson formaður Barnastofu og Baldur Kristjánsson sóknarprestur í Þorlákshöfn dómi héraðsdóms. Ekki var annað að skilja á þessum embættismönnum en í þessu tilviki hefðu lögregluyfirvöld og dómstólar stjórnast af kynþáttafordómum semsagt rasisma.

Af persónulegri viðkynningu við þá báða Braga og Baldur þá veit ég að þar fara góðir menn sem vilja láta gott af sér leiða. Góðir menn þurfa þó eins og aðrir að gæta sín og mega ekki fara offari í umræðunni eða bregða yfirvöldum eða öðrum samborgurum sínum um rasisma, þegar þeir hinir sömu vita að það er rangt. Það er alltaf hættulegt að grafa undan yfirvöldum og viðleitni þeirra til að halda uppi lögum og reglum.

Þeim Braga og Baldri gengur gott eitt til, þó þeir fari fram af nokkurri skammsýni. Sama verður ekki sagt um fyrirbrigðið Dögun sem er sambræðingur framboðsgalins fólks úr nokkrum stjórnmálahreyfingum, sem mótmælir þeim rasisma sem þeir Guðjón Arnar Kristjánsson  og Sigurjón Þórðarson félagar í Dögun finna í réttum og löglegum aðgerðum lögregluyfirvalda.

Á sama tíma og góðir íslendingar eins og Bragi og Baldur sem og fyrirbrigðið Dögun ráðast að yfirvöldum fyrir rasisma, þá eru bresk dagblöð og aðrir fréttamiðlar full af fréttum um það, hvernig yfirvöld í Manchester á Englandi, brugðust vegna ótta um að vera sökuð um rasisma.

Þessi yfirvöld í Bretlandi, barnaverndarnefndir og lögregluyfirvöld sinntu ekki ítrekuðum kærum ungra stúlkna um misnotkun, nauðganir og hópnauðganir af ótta við að vera brugðið um rasisma. Hópar múslimskra manna aðallega frá Pakistan stóð að þessu. Í gær voru 9 félagar í þessum glæpahópi dæmdir fyrir að hafa misnotað og nauðgað um 50 stúlkum.  Fyrsta kæran kom 2008 og öll sönnunargögn voru fyrir hendi, en yfirvöld horfðu í hina áttina af óttans við að vera stimpluð rasistar.  Glæpamennirnir gátu haldið áfram að misnota og nauðga ungum hvítum stúlkum og gátu gengið lengra og lengra án þess að yfirvöld gerðu neitt. 

En óttinn er ekki bara hjá yfirvöldum. Það er áberandi að breskir fjölmiðlar tala alltaf um hóp asískra karla. Hlutirnir eru ekki nefndir réttum nöfnum. Það er ekki sagt hópur múslima frá Pakistan. Nei það er ekki pólitískt rétt að mati fjölmiðla og þess vegna skulu allir karlar frá Asíu liggja undir ámæli.

Á sama tíma og kristið fólk í Bretlandi þarf að fara í dómsmál til að geta borið krossmark á opinberum vinnustöðum loka yfirvöld þar í landi augunum fyrir því að karlar ættaðir frá Pakistan, misnoti og nauðgi ungum hvítum stúlkum af því að viðbrögð laganna gagnvart þeim gæti leitt til þess að gott fólk og stjórnmálahreyfingar á við Dögun gætu gert hróp að þeim og brugðið þeim um rasisma

Aðalatriðið sem má ekki gleymast er að við erum einstaklingar og mannréttindi eru bundin við einstaklinga og eiga að vera það en ekki hópa, kynþætti eða kyn.  Þess vegna eiga allir rétt á vernd laganna og þurfa að þola það að þeir séu beittir viðurlögum á grundvelli laga og réttar. Þeir sem gera hróp að yfirvöldum og bregða þeim um rasisma eða óeðliegar kenndir ættu alltaf að hafa það í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverð grein, nafni, og stingur á kýlinu. Það eina, sem ég næ ekki hér, er þetta: Hvernig kemur Dögun inn í þetta mál, og hafa Guðjón Arnar Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson verið með einhverjar yfirlýsingar um þessi mál?

Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 11:22

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ég tek heilshugar undir allt sem þarna er sagt. Við skulum ekki gleyma því að Ísland stendur mjög veikt fyrir miklum innflutningi fólks frá íslömskum löndum. Jafnvel þó að flestir múslímar séu venjulegt fólk sem þráir það sama og við flest eða að eiga gott líf fyrir sig og fjölskyldu sína í góðum tengslum við samfélalgið þá gildir það því miður ekki um alla múslíma. Við vitum um öfgar islam sem hefur að takmarki þúgun allra annarra en múslíma undir sinn sið og Sharíalög og eru engin meðöl til þess undanskilin. Við vitum af reynslu annara þjóða að ca 20% múslíma eru haldnir fáránlegum og frumstæðum ofsa sem rekur sig beint frá frumstæðu eyðimerkursamfélagi. Flestir eru haldnir þeim misskilningi að Islam sé trúarbrögð, sem er ekki nema að takmörkuðu leyti rétt. Islam er fyrst og fremst alræðisstefna eins og kommúnismi og fasismi enda eru þau öfl vestrænanna samfélaga, sem eru veikust fyrir alræðisstefnunum tveimur, sem tók mikinn hluta síðustu aldar fyrir vestræn ríki að vinna bug á, einnig höll undir Islam eins og dekrið við Palestínu er til merkis um. Þetta eru sömu mennirnir og konurnar sem hengdu myndir af Mao, Castro, Stalín, Pol Pot, Che Geuvara o.s.fr. upp á vegg hjá sér. Dómgreindarleysi er því miður ólæknanlegt.

Valdimar H Jóhannesson, 10.5.2012 kl. 11:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jón Valur. Dögun ályktaði um málið og þeir Guðjón Arnar og Sigurjón eru í framvarðasveit Dögunnar.

Jón Magnússon, 10.5.2012 kl. 12:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það versta Valdimar er þöggunin sem er gagnvart þessum vandamálum. Í svonefndu kristna ríki eins og Bretlandi þá er endalus undanlægjuháttur gagnvart íslömskum ofstopamönnum á meðan lagt er til atlögu við kristið fólk sem hefur það til saka unnið að bera krossmark um hálsinn. Biedermann er víða og afhendir brennuvörgunum olíutunnur og eldspýtur svo brennuvargarnir geti kveikt í húsum þeirra eins og var sagt svo vel fram í bókinni Biedermann og brennuvargarnir.

Jón Magnússon, 10.5.2012 kl. 12:31

5 identicon

Yfirlýsing Rauða kross Íslands í tilefni nýlegra dóma gagnvart hælisleitendum á barnsaldri 10.05.2012

Í tilefni nýlegra dóma sem fallið hafa gagnvart hælisleitendum á barnsaldri vill Rauði kross Íslands ítreka áhyggjur sínar af þeirri framkvæmd sem virðist hafa tíðkast hjá lögregluembættum hér á landi að kæra einstaklinga sem óska hælis á Íslandi ef þeir hafa framvísað stolnum eða fölsuðum ferðaskilríkjum.

Í lögreglulögum nr. 90 frá 1996 er í 2. gr. fjallað um tengsl við þjóðarétt en þar segir: „Lögregla skal í störfum sínum hafa í heiðri þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist.“ Í þessu sambandi hefur Rauði kross Íslands ítrekað minnt stjórnvöld á að samkvæmt 1. mgr. 31. gr. flóttamannasamningsins njóta flóttamenn og hælisleitendur verndar gegn sakhæfi fyrir að hafa í fórum sínum eða framvísa stolnum eða fölsuðum vegabréfum. 1. mgr. 31. gr. flóttamannasamningsins er svohljóðandi:

„Aðildarríkin skulu ekki beita refsingum gagnvart flóttamönnum vegna ólöglegrar komu þeirra til landsins eða vistar þar, ef þeir koma beint frá landi, þar sem lífi þeirra eða frelsi var ógnað í merkingu 1. gr., og koma inn í lönd þeirra eða eru þar án heimildar, enda gefi þeir sig tafarlaust fram við stjórnvöldin og beri fram gildar ástæður fyrir hinni ólöglegu komu sinni eða vist þar.“http://rki.is/page/rki_frettir&detail=3459

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 17:31

6 identicon

UNICEF á Íslandi hvetur stjórnvöld til að fara eftir Barnasáttmála S.þ. og Flóttamannasamningi S.þ. í málefnum hælisleitanda á barnsaldri.

Íslensk landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hvetur stjórnvöld til að fara í hvívetna eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna í málefnum hælisleitenda á barnsaldri.

UNICEF ítrekar þær skyldur sem stjórnvöld bera til að virða þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem þau hafa tekið á sig með fullgildingu beggja samninganna.

Eftir dóm sem féll nýverið yfir tveimur drengjum, 15 og 16 ára gömlum, hefur umræða kviknað um hver raunverulegur aldur þeirra sé og hvort drengirnir séu mögulega eldri. UNICEF undirstrikar að í dómnum sjálfum er gengið út frá því að drengirnir séu 15 og 16 ára eins og þeir segjast vera. Þeir eru því dæmdir sem börn.

Liggi vafi á aldri vegalausra barna sem hingað til lands leita leggur UNICEF auk þess áherslu á að aldur þeirra verði ávallt túlkaður þeim í hag, þar til annað hefur verið leitt í ljós.

UNICEF minnir á að samkvæmt 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skulu aðildarríki gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga. Ísland fullgilti samninginn árið 1992 og hann tók ......http://unicef.is/node/1089

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 17:32

7 identicon

Sæll Jón, þú gleymir að setja orðið „fyrirbrigðið" á undan Dögun í þessari setningu þinni....„Guðjóna Arnar Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson félagar í Dögun finna í réttum og löglegum aðgerðum lögregluyfirvalda."

Þórdís B Sigurþórsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 19:26

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Hér ríkir ekki aðeins þöggun gagnvart Islam heldur einnig og ekki síður nær algjört þekkingarleysi. Íslenskum skólabörnum er kennt að Islam sé með einhverju hætti sambærilegt við kristni. Kennslan byggir af afbökunum staðreynda sem er runnin undan rifjum menntamálayfirvalda í Saudi Arabíu. Horft er fram staðreyndum um hatursboðskap Islam sem boðar ofbeldi og hatur gagnvart öllum sem ekki eru múslímar. Ríkisútvarpið er einnig með endalausar fréttir um meintar ávirðingar á Israel en getur nær ekkert um endalausar árásir og hótanir múslímskra landa gagnvart Israel. Aldrei er sagt frá ca 1000 eldflugaárásum á ári frá Gaza, aldrei sagt frá yfirlýsingum frámmámanna um væntanlega útþurrkun Israel af kortinu og útrýmingu allra gyðinga. Allir hugsandi menn ættu að vita að ef palestínumenn legðu niður vopn kæmist friður á í Israel öllum aðilum til blessunar en legðu Israelmenn niður vopn yrðu Israel og gyðingar þurrkaðir út. Ríkisútvarpið virar eins og áróðursstöð fyrir islamista. Þarna eru vinsrtrimenn á ferðinni sem eilíft og alltaf trúa á allir alræðisstefnur hverjar sem þær eru, kommúnismi, fasismi eða Islam.

Valdimar H Jóhannesson, 10.5.2012 kl. 20:45

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit eiginlega ekki til hvers þú ert að vísa Hrafn með því að birta reglur og tilkynningar frá Unicef og Rauða krossinum. Þessar reglur liggja fyrir og íslenskir dómstólar þekkja þær og fara eftir þeim. Sé það hins vegar skoðun þín, þessara stofnana eða þeirra sem ég nafngreini í pistli mínum að ekki hafi verið farið að lögum þá er til ein leið, en það er að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Er verið að halda því fram að íslenskir dómstólara dæmi ekki samkvæmt lögum og reglum sem gilda um ólöglega innflytjendur?

Jón Magnússon, 10.5.2012 kl. 22:48

10 Smámynd: Jón Magnússon

Fannst þér það Þórdís að ég ætti að tvítaka orðið fyrirbrigðið um fyrirbrigðið Dögun?

Jón Magnússon, 10.5.2012 kl. 22:50

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég var ekki að gera Íslam sem slíkt að umræðuefni heldur ummæli sem beinast gegn dómstólum og lögregluyfirvöldum og þöggunina gagnvart ofbeldi Múslimahóps í Bretlandi. Pistillinn varðar ekki Gasa, Palestínu en ég get hins vegar tekið undir það með þér Valdimar að það er sorglegt að heyra á hverjum degi hvernig fréttamenn RÚV fara að til að þjóna pólitískum skoðunum sínum á kostnað hlutleysis og hlutlægni.

Jón Magnússon, 10.5.2012 kl. 22:53

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rasismi er lúmskur Jón Magnússon.

Hvaða ástæðu hefur þú annars til að spyrða saman í þessari grein mál innflytjendanna frá Alsír og níðingsverk glæpagengisins hér í Bretlandi, aðra en að báðir játa Íslam?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2012 kl. 00:03

13 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg bjo mørg ar i DK,tar sem tetta er altekt vandamal med ad ljuga til um aldur,tad eru dæmi um ad folk hafi verid komid hatt a 30 aldur og svo verid i 7 bekk,heilt torp gekk ad gøflunum tangad til buid var ad aldursgreina.Eg seigi nu oft vid mina landsmenn tid tekkid tetta ekki,vandamalin  taug eru bara ad byrja her a Islandi,er als ekki ad seigja ad allir adrir en vid hvitir eda nordur Evopubuar seu slæmir,en hvad sem lidur reglum og ødru ta høfum vid rett til ad bædi seigja okkar skodun og setja skilirdi(a er eg ekki bara ad hugsa um tessa 2 karlmenn)tegar folk kemur til landsins.Ordid RASIST ER EFIR MINNI MEININGU ORDID MEST MYSNOTADA ORD I EVROPU I DAG,Prufid ad fara ut a Nørrebro i kaupmannahøfn,tar eru inflitjendur(als ekki allir)sem hafa tad sem yfirlista stefnu ad eida øllum KRISTNUM I DANMØRKU,hafa komid i sjonvarpi og gefid tetta ut,er tetta tad sem vid oskum ad vid ekki  getum ferdast um nema hluta høfudborgarinnar okkar,EG SEIGI STYLLUM KRØFUR TIL BÆDI INNFLYTJENDA OG FLOTTAFOLKS,tad  hlitur ad vera frumskilirdi i øllum løndum sem flutt er til ad madur virdi taug løg og reglur sem i landinu gilda,og vardandi tessa 2 karla ta er ta svoleidis ef eg man rett ta attu ad sækja um hæli i fyrsta landinu sem tu kemur i sem flottamadur,td tessvegna klippa teir merkin ur føtunum ,henda skilrikjum,nota hareidingarkrem svo ekki vaxi skegg alt mjøg vel tekkt vandamal a nordurløndunum

Eg veit tetta er kanski adeins ut yfir hid beina umræduefni en tel tetta to vera hluta vandans

Þorsteinn J Þorsteinsson, 11.5.2012 kl. 08:30

14 Smámynd: Jón Magnússon

Vegna þess Svanur að ég er að benda á misnotkun orðsins rasismi og til hvers það getur leitt. Það getur leitt til réttindamissis þeirra sem erfitt eiga uppdráttar eins og þessar vesalings stúlkur sem voru misnotaðar og þeim nauðgað og settar í raunverulega kynlífsþrælkun og yfirvöld þorfðu ekki að hætta sér í að halda uppi lögum og reglum vegna óttans við hatursáróður öfgafullra múslima og afvegaleiddra vinstri manna.

Jón Magnússon, 11.5.2012 kl. 09:51

15 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Þorsteinn fólk ætti að kynna sér vel það sem þú skrifar um þetta efni.

Jón Magnússon, 11.5.2012 kl. 09:51

16 identicon

Alþjóðasamningar og sáttmálar liggja fyrir ,Jón lögmaður.Ekki virðast þó allir hafa kynnt sér efni þeirra. Miðað við þinn málflutning er framganga innanríkisráðherra og forstjóra Barnaverndarstofu óskiljanleg, sbr. frétt Ruv.is :

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra beitti sér í máli piltanna tveggja frá Alsír sem dæmdir voru í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins.

Ögmundur segist hafa haft samband við Fangelsismálastofnun, barnaverndaryfirvöld og Útlendingastofnun þegar honum bárust fregnir af því að svo ungir piltar væru í fangelsi. Þeir sátu í fangelsi í þrjá sólarhringa. Þeir eru 15 og 16 ára að því er fram kemur í dómum yfir þeim. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur þá vera eldri og reyndar finnsk yfirvöld en þar hafa þeir líka sótt um hæli. Ögmundur segist hafa fengið upplýsingar um að ung börn eða unglingar væru í fangelsi. Málið hafi orðið til þess að hert hafi verið á þeirri vinnu sem fram fari í innanríkisráðuneytinu um málefni flóttamanna. ... Sem sagt: í dómnum kom fram að drengirnir væru 15 og 16 ára. (http://www.ruv.is/frett/radherra-beitti-ser-vegna-alsirsku-flottadrengjanna)

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar segir að mistök hafi átt sér stað í kerfinu þegar tveir piltar frá Alsír voru dæmdir til fangelsisvistar nýverið.

Hann segir lögmann piltanna ekki hafa verið starfi sínu vaxinn, kalla hefði átt til Rauða krossinn eða sérfræðinga sem hefðu þekkingu og reynslu af málefnum flóttamanna.

Eins og fram hefur komið í fréttum voru tveir unglingspiltar frá Alsír dæmdir um mánaðamótin til 30 daga fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum. Fyrstu þrjá dagana voru þeir í fangelsi en nú hefur verið gripið til annarra vistunarúrræða eftir að málið varð opinbert og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra greip þar inní.

Mörður Árnason ræddi þetta mál á Alþingi í dag og sagði ljóst að mistök hefðu átt sér stað í kerfinu og hann gerði sérstakar athugasemdir við fréttir af því að drengirnir hefðu ekki áfrýjað dómnum. Hann sagði að lögmaðurinn, sem kallaður hefði verið til, virtist ekki starfi sínu vaxinn. Hann væri ekki vanur að tala þanni um fjarstadda menn, en ekki væri hægt annað. Af hverju hefði slíkur lögmaður verið kallaður til? Af hverju hefði ekki verið talað við Rauða krossinn eða lögmenn á höfuðborgarsvæðinu eða nágrenni þess sem hefðu sérstaka þekkingu og reynslu í málefnum flóttamanna. Þetta vekti athygli og í þessu fælust mistökin meðal annars....(http://www.ruv.is/frett/mordur-gagnrynir-handtoku)

Hér er skoðun lögmanns sem hefur sérhæft sig í mannréttindamálum :

Lögmaður með sérhæfingu í málefnum hælisleitenda telur að héraðsdómur hafi brotið flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, með því að dæma tvo drengi til fangelsisvistar fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins.

Tveir hælisleitendur frá Alsír, fimmtán og sextán ára drengir, voru dæmdir á dögunum í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins. Drengirnir voru vistaðir í fangageymslum í Reykjanesbæ í þrjá sólarhringa eftir að dómur féll, en þá gripu Barnaverndarstofa og Fangelsismálastofnun inn í málið og komu þeim fyrir á viðeigandi stofnunum. Forstjóri Barnaverndarstofu segir dóminn fordæmalausan og hann brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður með sérhæfingu í málefnum hælisleitenda, telur að héraðsdómur hafi brotið fleiri samninga. „Í fyrsta lagi myndum við aldrei sjá þetta gerast ef um væri að ræða íslenska drengi. Ég held að við hefðum alltaf séð skilorðsbundinn dóm, þarna er um að ræða börn. Í öðru lagi er um að ræða hælisleitendur. Í flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna segir að hælisleitendur sem framvísa fölsuðum skilríkjum eigi að fá vernd gagnvart refsingu fyrir slíkt. Þeir eiga ekki að sæta refsingu fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Þetta er því tvöfalt brot gagnvart þessum drengjum.“

Helga segir íslenska dómstóla hafa sætt athugasemdum frá Sameinuðu þjóðunum vegna endurtekina brota á flóttamannasamningnum. Hún gagnrýnir harðlega að börn hafi verið vistuð í fangageymslum eins og harðsvíraðir glæpamenn.(http://www.ruv.is/frett/tvofalt-brot-gegn-drengjunum)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 10:27

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Því miður ert þú Jón fórnarlamb fjölmiðlafárviðrisins sem varð út af þessu máli á sínum tíma. Á síðasta ári var farið vandlega ofaní saumana á því, fyrst af yfirvöldum og síðan af  marktakandi fjölmiðlum sem sýndi að þessi ásökun á hendur bresku lögreglunni um að vera hrædd við að taka á glæpum þessa gengis, er ótrúlega langt frá veruleikanum. Auðvitað höfðu sorpritin sem gert höfðu sér mat úr þessu meinta dugleysi lögreglunar, ekki fyrir því að leiðrétta málið. Enn BBC t.d. fjallaði ýtarlega um það í sérstökum þáttum þar sem fórnarlömbin komu fram á skýrðu m.a. frá því hvernig þau komust í kynni við klíkuna og hvers eðlis samband þeirra við hana var. Niðurstöðurnar voru að lítið var frábrugðið frá þeim háttum og háttum annarra glæpageng ja hvarvetna í Evrópu yfirleitt. Mörg þeirra láta ekki staðarnumið við misnotkunina eina saman heldur standa fyrir mannsali og kynlífsþrælkun vítt og bereitt um Evrópu.
Rannsóknin í Bretlandi sýndi einnig að tíðni samskonar glæpa er ekki minni meðal hvítra nauðgunargengja.

Í seinni tíð hefur verið reynt að nota þetta ákveðna mál í Betlandi sem vatn á millu þeirra sem segja að yfirvöld sýni múslímum og mikla linkind af ótta við að vera ásakaðir um rasisma. - Þeir sem slíkt gera halda sjaldnast til haga því sem satt er í málinu og reynast þegar að er gáð, vera sjálft annað hvort rasískt missætis fólk eða öfga hægri sinnaðir lýðskrumarar.

Það er því umhugsunarefni hvers vegna þú Jón Magnússon tekur að þér að spinna þann þráð á Íslandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2012 kl. 11:58

18 Smámynd: Jón Magnússon

Veit vel Hrafn og þetta vita íslenskir dómstólar líka. Gef hins vegar lítið fyrir uppskrúfuð ummæli þeirra Samfylkingarpésa sem þú vísar til. Var dómurinn rangur Hrafn.  Verður dómur rangur af því að Ögmundur segi það eða ég tala nú ekki um Mörð Árnason eða aðra slíka? Ég hef ekki vitað til þess að þessir menn væru neinn Hæstiréttur og eru það ekki sem betur fer.  Af hverju ekki kanna aldur þessara ólöglegu innflytjenda áður en tilfinningarnar bera skynsemina ofurliði?

Jón Magnússon, 11.5.2012 kl. 11:59

19 identicon

Djö.. góður pistill hjá þér Jón.

Ég tel þó að við séum kominn "over the top" í þessari fáránlegu og freku PC sannleikstúlkun, nei..þöggun, á líðandi fréttnæma atburði og einokun á sannleika.

Það má ekkert segja, rasisti, það má ekki hafa aðra skoðun, rasisti það má ekkert gera nema bera harm sinn í hljóði..annars..rasisti.

Þetta kjaftæði er að líða undir lok ef marka má nýlegar fréttir og er það gott, fólk er einfaldlega komið með meira en NÓG !

Við höfum ágætt sýnidæmi af þessari óþolandi tilraun til þöggunar í einu svari við þessum hógværa pistli þínum Jón, og rasistastimpillinn er sannarlega ekki langt undan ef lesið er milli línanna.

Svanur hefur skrifað marga góða pistla en PC meinsemdin, rétttrúnaðurinn, hefur aldrei yfirgefið þennan ágæta mann.

runar (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 17:10

20 Smámynd: Jón Magnússon

Ég velti því fyrir mér Svanur hvort þú skiljir ekki ensku. Á bloggsíðu þinni vísar þú í grein í Daily Telegraph, sem þú telur sýna fram á að enska lögreglan og fleiri yfirvöld séu höfð fyrir rangri sök. Ég les Daily Telegraph daglega sem áskrifandi og þar hafa verið fréttir og greinar um handvömm þessara yfirvalda vegna ótta við að vera bendluð við rasisma. Sú grein sem þú vísar í gerir það líka. Dómur hefur verið kveðinn upp í málinu og þú getur séð umfjöllun um það á bloggsíðu Halldórs Jónssonar verkfræðings. Þar kemur líka fram að það er ekki verið að draga í land varðandi þennan aumingjaskap breskra yfirvalda gagnvart þessu glæpagengi.  Fara rétt með Svanur.

Jón Magnússon, 11.5.2012 kl. 18:16

21 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Rúnar.

Jón Magnússon, 11.5.2012 kl. 18:17

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Magnússon, þú segir:

Ekki var annað að skilja á þessum embættismönnum en í þessu tilviki hefðu lögregluyfirvöld og dómstólar stjórnast af kynþáttafordómum semsagt rasisma.

Af hverju dregur þú þessa ályktun? Hvorugur þessara manna talar um rasisma lögreglu eða dómstóla. Baldur segir um fangelsun barnanna í pistli:

Auðvitað er það óásættanlegt. Hafi einhverjum embættismanni eða dómara dottið annað í hug þá er um að ræða óásættanlega heimsku.

Allur pistill þinn gengur út á að Baldur, Bragi o.fl. sé að "ráðast að yfirvöldum fyrir rasisma". Ég held því fram að þessi fullyrðing þín sé RÖNG. Baldur og Bragi eru að gagnrýna yfirvöld fyrir að fangelsa þessi ungmenni fyrir það sem þau eru sek um, að framvísa fölsuðum skilríkjum. Þú kemur þér alveg hjá því að segja hvað þér finnst um það.

Skeggi Skaftason, 11.5.2012 kl. 20:24

23 identicon

Allir segja að það er til þetta KYNÞÁTTA vandamál. Allir segja að þetta KYNÞÁTTA vandamál leysist þegar þriðji heimurinn flæðir inn í ÖLL Hvít lönd og AÐEINS inn í Hvít lönd.

Holland og Belgía eru orðin álíka þéttbýl og Japan eða Suður Kórea, en enginn segir að Japan eða Suður Kórea munu leysa þetta KYNÞÁTTA vandamál með því að flytja inn milljónir af þriðja heims búum og (tilvitnun) samlagast(tilvitnun lokið) með þeim.

Allir segja að hin endanlega lausn á þessu KYNÞÁTTA vandamáli er þegar ÖLL Hvít lönd og AÐEINS Hvít lönd munu "samlagast," þ.e.a.s. giftast, öllum þessum and-Hvítu.

Hvað ef ég segði að það væri til þetta KYNÞÁTTA vandamál og að þetta KYNÞÁTTA vandamál væri aðeins hægt að leysa ef hundruð milljóna af öðru en svörtu fólki væri flutt inn í ÖLL svört lönd og AÐEINS svört lönd?

Hversu lengi mun það taka alla að skilja það að ég er ekki að tala um KYNÞÁTTA vandamál. Heldur, að ég væri að tala um endalega lausn á SVARTA vandamálinu?

Og hversu fljótt myndu allir andlega heilbrigðir svartir menn taka eftir þessu og hvers konar svartur brjálæðingur myndi ekki mótmæla þessu?

En ef ég segi þann augljósa sannleika um yfirstandandi áætlun um þjóðarmorð á mínum kynþætti, Hvíta kynþættinum, þá eru Umburðarlyndir og sómakærir íhaldsmenn sammála um að ég sé nasistisemvilldrepasexmilljónirjúða.

Þau segja að þau séu and-rasistar. Þau eru í raun and-Hvít.

And-rasisti er dulorð um and-Hvíta.

Skúli Jakobsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 490
  • Sl. sólarhring: 524
  • Sl. viku: 904
  • Frá upphafi: 2292280

Annað

  • Innlit í dag: 437
  • Innlit sl. viku: 809
  • Gestir í dag: 420
  • IP-tölur í dag: 413

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband