Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálamaður með framtíðarsýn

Þess er minnst að breski stjórnmálamaðurinn Enoch Powel hefði orðið 100 ára um þessar mundir.

Enoch Powell var framsýnn, víðlesinn, fjölmenntaður og einna gáfaðasti maðurinn í enskri pólitík á árunum upp úr seinni heimstyrjöld og fram yfir 1980.

Hann varaði við því að sameiginleg mynt í Evrópu gæti ekki haft neitt annað í för með sér en sameiginlega ríkisstjórn og sagði "annað er meiningarlaust og ómögulegt án hins"  Þessi ummæli eiga svo sannarlega við í dag þó þau væru sögð fyrir tæpum 30 árum.

Hann var á móti afskiptum Bandaríkjamanna í Víetnam frá upphafi og sagði þá m.a. "Staðreyndin er sú að Bandaríkjamenn búa ekki í Suð Austur Asíu eins og Víetnamar og nágrannar þeirra gera."

Með sama hætti má ætla að hann hefði verið á móti afskiptum í Írak, Afganistan og Líbýu. 

Hann krafðist þess að allir hermenn fengju góða og sömu meðferð, líka óvinahermenn. Í því sambandi gagnrýndi hann harðlega aðgerðir breska hersins gegn Mau Mau uppreisnarmönnum í Kenýa og fordæmdi harðlega þá sem kölluðu svörtu Mau Mau uppreisnarmennina "sub human".  Þá var annað andrúmsloft og virðing fyrir fólki af öðrum kynþáttum ólík því sem er í dag. Andstæðingur hans í pólitík Denis Healey sagði um ræðu Powell um baráttuna við uppreisnarmenn í Kenýa "the greatest paliamentary speech I ever heard, with all the moral passion and rhethorical force of Demosthenes."

Margir segja að ræða Powell um Mau Mau stríðsfangana og meðferðina á þeim megi allt eins vel heimfæra upp á fangana í Guantanamo í dag

Powell var einn merkasti þingmaður á breska þinginu á sínum tíma og viðurkenndur lærdóms- og gáfumaður. Hann varð þó viðskila við flokk sinn og er helst minnst í dag fyrir ummæli um innflytjendamál þar sem hann fordæmdi afneitunina og þöggunina varðandi þetta málefni og taldi að innflytjendum mundi fjölga mun meira en opinberar áætlanir gerðu ráð fyrir. Powell var fordæmdur fyrir þetta og kallaður rasisti. Í dag átta menn sig á að Powell hafði rétt fyrir sér. Hann hafði hins vegar rangt fyrir sér varðandi vaxandi átök milli fólks af ólíkum kynþáttum.

Ásakanir um rasisma leiddu til þess að Powell fór úr breska íhaldsflokknum. Í dag viðurkenna flestir að þær ásakanir voru rangar. Merkimiði sem hengdur var á hæfan málsvara málefnalegra skoðana til að reyna að þagga niður í honum og koma honum út í horn í breskri pólitík.

Í dag viðurkenna menn að Enoch Powell var langt frá því að vera rasisti. Meira að segja Michael Foot sem varð formaður Verkamannaflokksins viðurkenndi það og benti á viðhorf Powell varðandi Mau Mau uppreisnarmennina.

En óréttmætir merkimiðar eru hentugir fyrir þá sem vilja girða fyrir málefnalega umræðu og réttmætar en hættulegar skoðanir að mati þeirra sem hafa einkaleyfi á pólitískri rétthugsun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, það sem ég hjó sérstalega eftir hjá þér, var í 4. mgr. finnst þér sem sjálfstæðismanni eitthvað hafa breyst í bandarískri utanríkisstefnu, hefur hún eitthvað með eitthvað annað að gera en bara efnahagslegan ávinning, mannréttindi, frelsi, innantóm orð til að fóðra græðgina. Hefur eitthvað breyst?

sir Humpfree (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 03:07

2 identicon

Þetta með vaxandi átök gæti átt eftir að rætast........

GB (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 07:34

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það hefur í sjálfu sér ekki með íslenska flokkaólitík að gera sir. En skrifaðu endilega undir nafni. Annars birti ég ekki meira frá þér og svara ekki athugasemdum.

Jón Magnússon, 18.6.2012 kl. 16:03

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já því miður er það rétt GB.

Jón Magnússon, 18.6.2012 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1151
  • Sl. sólarhring: 1224
  • Sl. viku: 6796
  • Frá upphafi: 2277434

Annað

  • Innlit í dag: 1080
  • Innlit sl. viku: 6318
  • Gestir í dag: 1013
  • IP-tölur í dag: 981

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband