Leita í fréttum mbl.is

Alvarlega námskreppan

Kalli vinur minn segir að námskreppan sé búin hjá sér. Hann hækkaði sig úr tveim í aðaleinkunn í 4 eða um 100% og sagði að kennarinn hefði sagt að hann væri langflottastur. Kalli sagði að Einar bekkjarbróðir hans hafi verið eitthvað súr af því að kennarinn sagði að það væri ekki í lagi hjá honum af því að hann lækkaði úr 8.4 í 8.3 í aðaleinkunn sem er náttúrulega rosalegt hallæri. Þannig að Kalli sagði að Einar væri í alvarlegri námskreppu meðan námskreppan væri búin hjá sér, eins og Gylfi Zoega aðal hagfræðingur RÚV mundi orða það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má orða hlutina á ýmsan veg, en víst er að á meðan ESB er upptekið við að leita leiða til að kúga skattgreiðendur til greiðslu fjármálasukksins munu Íslendingar vera hænuskrefi á undan. Þökk sé krónunni og fyrstu viðbrögðum við hruninu.

En litlu verður vöggur feginn.

Ragnhildur Kolka, 28.6.2012 kl. 22:38

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott dæmi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.6.2012 kl. 07:21

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er hárrétt hjá þér Ragnhildur að ESB mun lenda í miklum vandamálum við að reyna að bjarga bönkunum sínum. Um það hefur raunar málið snúist frá 2008 hjá þeim.  Já það má vissulega segja að Vöggur verði feginn yfir litlu og noti samanburð sem er beinlínis villandi.

Jón Magnússon, 29.6.2012 kl. 12:50

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Heimir.

Jón Magnússon, 29.6.2012 kl. 12:50

5 identicon

Sæll.

Háskólahagfræðingarnar eru rúnir trausti vegna þess að þeir sáu ekki kreppuna fyrir. Að vísu var hinn svokallaði "austurríski skóli" innan hagfræðinnar með þetta alveg á hreinu en vandinn er að hann á ekki upp á pallborðið hjá flestum. Ef Gylfi eða einhver kollega hans hefðu varað við kreppunni væri ég til í að hlusta á manninn en svo er ekki og því er mér sléttsama hvað maðurinn segir. Var hann ekki líka hallur undir Icesave eins og starfsbróðir hans? Það segir mikið um dómgreind manna.

Það er líka mikil spurning hvort hægt er að tala um fræði þar sem tveir menn sem útlærðir eru í faginu lesa andstæða hluti úr sömu aðstæðum. Nær væri að tala um hagspeki en hagfræði (sbr. muninn á stjörnuspeki og stjörnufræði).

ESB er ekki bara í vandræðum vegna bankanna, opinberi geirinn þar er alltof stór  og liggur eins og mara á einkageiranum sem býr til störf og verðmæti. Sigur Hollande tryggir að engin breyting verður þar á í Frakklandi t.d. og því munu Frakkar lenda í vandræðum fljótlega. Hér er verið að drepa fyrirtæki með opinberum gjöldum og því engin viðreisn í kortunum.

Leiðtogar ESB geta ekki með nokkrum móti leyst vanda sem þeir ekki skilja. Af hverju er þetta fólk ekki helgið í burtu? Hve oft hefur þetta lið hist og haldið fundi? Hve oft hefur þetta lið leyst vandann?

Vandi Evrópu er margþættur: 1) Evran 2) Of stór opinber geiri og opinber afskipti  3) Ósveigjanlegur vinnumarkaður 4) Aldurssamsetning íbúanna 5) Það sem má ekki segja en mun henda frændur okkar Svía árið 2048 og skömmu síðar Hollendinga.

Evrópa er því miður á niðurleið og glæstu dagar hennar eru að baki :-(

Helgi (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 55
  • Sl. sólarhring: 1206
  • Sl. viku: 5799
  • Frá upphafi: 2277550

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 5361
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband