Leita í fréttum mbl.is

90 milljarða halli.

Ríkissjóður var rekinn með um 90 milljarða halla á árinu 2011, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar. Hallinn er 5.5% af þjóðarframleiðslu segir í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Steingrímur J. telur þetta góðan árangur.

Væri Steingrímur J í Evrópusambandinu sem hann hefur sótt um aðild að, þá fengi fjármálastjórn hans falleinkunn. Hallinn  á ríkissjóði miðað við þjóðarframleiðslu er allt of mikill og langt umfram það sem bæði Angela Merkel og strákarnir í Brussel telja ásættanlegt.

Grátkór æðstu forustu Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu fyrir nokkru, þar sem harmað var hvað fjölmiðlar væru óvinsamlegir VG og störfum ríkisstjónarinnar. Í yfirlýsingunni kom fram að allt væri í himnalagi og Steingrímur J. flestramálaráðherra fyrrum fjármálaráðherra hefði lyft Grettistaki við að reisa við fjárhag ríkisins og koma öllu í rétt horf.

VG forustan þarf raunar ekki að kvarta undan fjölmiðladeild RÚV sérstaklega ekki þingfréttaritaranum sem virðist hafa gert Steingrím J að pólitískum leiðtoga lífs síns. Aðrir fjölmiðlar segja frá málum með hlutlægari hætti þannig að eðlilegt er að forusta VG kveinki sér undan því.

Eðlilegt væri að fjölmiðlar fjölluðu um lélega afkomu ríkissjóðs miðað við afkomu ríkissjóða nágrannalanda okkar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, en tækju ekki upp orðhengilshátt Steingríms J. án athugasemda.

VG má raunar þakka fyrir að íslenskir fjölmiðlar með einni undantekningu skuli vera staurblindir á hneykslismálin sem Steingrímur J. ber ábyrgð á. Mætti t.d. minna á Sp/Kef eða Byr eða Sjóvá/Almennar eða VBS eða þegar Steingrímur J afhenti erlendum vogunarsjóðum Arion banka og Íslandsbanka svo dæmi séu tekin. 

Sá íslenskur stjórnmálamaður og stjórnmálaflokkur sem þolir verst hreinskipta málefnalega umræðu er Steingrímur J. og Vinstri Grænir. Þeir taka jafnvel Samfylkingunni fram og er þá langt til jafnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.visir.is/aukautgjold-rikissjods-skila-ser-ekki-i-skottum/article/2012120719006

Það er nú munur, "enginn" þarf að borga þessa 90 milljarða, það er bara tekið lán...

Er nokkuð að styttast í kosningar ?

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 13:06

2 identicon

Sæll.

Flott færsla.

Svo var nýkrýndur fjármálaráðherra að hæla sér af því að hafa tekið einn milljarð dollara á láni erlendis á 6% vöxtum. Spánverjar eru nú að borga alveg um 7% og munu fara á hausinn hvað úr hverju vegna þessara vaxta. Til samanburðar sýnist mér alríkisstjórnin í Ameríku vera að borga um 1,5% vexti á 10 ára bréfum en skuldabréfaútboð Oddnýjar var til 10 ára.

Við skulum hafa í huga að við erum mjög skuldsett þjóð.

Svo hældist þetta lið um að umframeftirspurn hefði verið. Auðvitað, menn slást um að fá að lána svona sauðum á 6% vöxtum þegar þeim bjóðast tæplega 2% annars staðar!! 

Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 23:17

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er málið Emil.

Jón Magnússon, 20.7.2012 kl. 01:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Helgi.

Jón Magnússon, 20.7.2012 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1123
  • Sl. sólarhring: 1216
  • Sl. viku: 6768
  • Frá upphafi: 2277406

Annað

  • Innlit í dag: 1053
  • Innlit sl. viku: 6291
  • Gestir í dag: 988
  • IP-tölur í dag: 958

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband