Leita í fréttum mbl.is

Hvort segir fjármálaráðherra vísvitandi ósatt eða veit ekki betur?

Í kvöldfréttum RÚV var 90 milljarða halli á ríkissjóði árið 2011 gagnrýndur af ýmsum. Fjármálaráðherra  segir að hallinn sé eðlilegur og þetta hefði verið meira eða minna fyrirsjánalegt, þó áætlanir hafi sýnt mun minni halla. Spurning er var þá verið að segja ósatt þegar fjárlögin og áætlanirnar voru kynntar þingi og þjóð?

Í annan stað segir fjármálaráðherra að stór hluti af skýringunni á meiri ríkissjóðshalla en ráð var fyrir gert hafi verið vegna þess að greiða hafi þurft vegna Sparisjóðs Keflavíkur og það væri vonandi síðasti stóri reikningurinn vegna Hrunsins.  Hér vísar fjármálaráðherra til bankahrunsins í október 2008.

Þessi ummæli fjármálaráðherra eru ósannindi. Reikningurinn vegna Sparisjóðs Keflavíkur kemur bankahruninu í október 2008 ekkert við. Sparisjóður Keflavíkur var með jákvæða eiginfjárstöðu upp á nokkra milljarða samkvæmt ársreikningum sem birtir voru í apríl 2009 og þar var sagt að tekið hefði verið fullt tillit til bankahrunsins. 

26 milljarðarnir sem þarf  að greiða vegna Sp/Kef er vegna handvammar og slæmrar ráðsmennsku Steingríms J. Sigfússonar.  Eftir að Steingrímur J hlutaðist til um að Sparisjóður Keflavíkur starfaði áfram á undanþágum frá FME þá myndaðist  tapið sem þjóðin þarf að borga.

Fjármálaráðherra er fyrrverandi sveitarstjóri í Garðinum á Reykjanesi ætti að þekkja vel til Sparisjóðs  Keflavíkur. Henni hlýtur að vera ljóst að reikningurinn vegna Sparisjóðs Keflavíkur er ekki vegna bankahrunsins heldur alfarið á ábyrgð Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar.

Viti fjármálaráðherra ekki betur og telji hún sig vera að segja satt, þá er illt í efni. Þá hefur hún greinilega ekki fylgst með hvorki sem sveitarstjóri á sínum tíma né sem þingmaður og síðan ráðherra. Sé staðreyndin hins vegar sú að hún hafi áttað sig á hvað gerðist varðandi Sparisjóð Keflavíkur þá var hún í kvöld að segja þjóðinni vísvitandi ósatt.

Hvorugt gengur fyrir ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir Jón.

Þú hlýtur nú að vit aað þessar upplýsingar um Sp Kef um eignir kom frá Sparisjóðnum sjálfum og endurskoðendum hans. Væri ekki réttast að þú myndir beina gagrýni þinni í þeirra garð. Veit ekki betur enn að þessi veð sem var boðið uppá vorum einskins virði.

 Kveðja

Sigmundur Grétarsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 15:35

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þú veist betur en þetta, Jón Magnússon.

Það er kannski vandamálið að löglærðir og innviklaðir menn vita alltaf betur, og ráða engan veginn við sín þekkingarvöld og áhrif. Eða hef ég rangt fyrir mér núna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 21:23

3 Smámynd: Aðalbjörn Þ Kjartansson

Það mun ekki standa á svörum frá fyrrverandi né núverandi fjármálaráðherrum frekar en venjulega til að verja þennan óskunda. Sem sagt: Það varð hér hrun svo sem allir menn vita. Á þetta munu þau hengja hatt sinn svo lengi sem þau verða við völd og margir nytsamir sakleysingjar munu trúa. Það þarf engin rök frá þeim bæ. Allt er þetta íhaldinu að kenna þótt það hafi aldrei verið, illu heilli,  eitt við stjórnvölinn. Nei, nei, ekki benda á mig segja þau

Aðalbjörn Þ Kjartansson, 20.7.2012 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 59
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 2544
  • Frá upphafi: 2291527

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband