Leita í fréttum mbl.is

Fer ekki á Olympíuleika vegna rasískra ummæla á Twitter.?

Unga gríska konan og þrístökkvarinn Voula Papachristou, sem átti að fara á Olympíuleikana í London hefur verið meinað að taka þátt í leikunum vegna ummæla um afríska innflytjendur á Twitter. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem fær refsingu á Olympíuleikum fyrir meinta móðgun á samskiptavef. 

Það sem Papachristou sagði var eftirfarandi:

"Af því að það eru svo margir frá Afríku í Grikklandi, verða moskító flugurnar við Vestur Níl að borða heimagerðan mat."

Þrátt fyrir að Papachristou bæðist afsökunar og segðist aldrei hafa ætlað að móðga neinn eða skerða mannréttindi einhverja þá dugar það ekki til.

Rowan Atkinson sem leikur Mr. Bean m.a. hefur iðulega gagnrýnt takmarkanir á tjáningafrelsi og möguleikum fólks til að setja fram grín jafnvel þó það snerti ákveðna hópa.

Þegar þessi  ummæli Papachristou valda brottrekstri frá  Olympíuleikum þá er vandlifað í honum heimi. Það gleymist iðulega að mannréttindi eru fyrir einstaklinga og hugsuð sem slík, en ekki hópa eða þjóðir.

Í gamla daga mátti tala um svertingja, gult fólk, rauðskinna og hvítt fólk. Leyfir pólitísk rétthugsun það í dag? Í mörg ár gaf kona í Bandaríkjunum út  bókina "Truly tasteless jokes" þar sem gert er grín af svörtu fólki, Pólverjum, Gyðingum, hvítu fólki, Engilsöxum m.a. Ætla má miðað við pólitísku rétthugsun að það sé búið að handtaka hana og banna útgáfuna.

Mikið skelfing er lífið miklu erfiðara og leiðinlegra undir svona pólitískri rétthugsun þar sem m.a. ungt fólk sem er að gera að gamni sínu má búast við þungum viðurlögum og aðkasti vegna græskulausra kersknisummæla.

Svo virðist sem  Political Newspeak sem George Orwell talaði um í bókinni 1984 sé að verða  að veruleika. Það má e.t.v. minna á að það leiddi til raunverulegrar frelsisskerðingar og glataðra mannréttinda einstaklinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fordómar og rasismi er ekki lengur liðinn í siðuðum löndum. Það er árið 2012.

 Eitthvað sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar. En hér á landi eru það mannréttindi fólks að fá að setja fram fordóma gegn t.d samkynhneigðum, sem og rasísk ummæli án þess að þurfa að bera ábyrgð á orðum sínum.

Vonandi að við séum á réttri braut með málinu á Akureyri þar sem kennari ítrekað braut siðareglur kennara með fordómum sínum gegn fólki sem gerði það eitt að sér að fæðast "öðruvísi".

Rasisma og fordóma á ekki að líða. Aldrei!

Einar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 22:22

2 Smámynd: Jón Magnússon

Einar ég er ekki að mæla fordómum eða rasisma bót. Hins vegar því miður höfum við fordóma alltaf hjá okkur í einni eða annarri mynd. Varðandi Snorra í Betel þá tel ég ekki koma fram fullnægjandi skýringar sem réttlæta uppsögn hans. Mér virðist því sem hann sé rekinn vegna skoðanna sinna. Mér er alveg sama hvernig fólk er á litinn eða hvaðan það kemur. Mér er líka sama hvort fólk er samkynhneigt eða gagnkynhneigt. Það er hins vegar of langt gengið þegar ungt fólk getur ekki lengur gert að gamni sínu eða látið eitthvað fjúka í stundarreiði án þess að þola fordæmingu og útskúfun.

Jón Magnússon, 26.7.2012 kl. 22:42

3 identicon

Án þess að taka nokkuð tilit til ummæla íþróttakonunnar má spyrja hver fær og er fær um að dæma hvað eru fordómar. Rasismi er því miður oft sleggja sem er notuð til að berja menn niður og til hlýðni. Hérna á vinstri strönd bandaríkjanna eru þeir sem eru ósammmála Obama forseta kallaðir rasistar. Þeir sem eru ósammála stefnu samkynhneigðra eru fordómafullir. Eru þeir blökkumenn sem kusu Obama rasistar þar sem þeir kusu ekki hvítan andstæðing hans? Eru samkynhneigðir fordómafullir í garð kristinna?

Erlendur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 23:33

4 identicon

Átti ekki við að þú værir að mæla fordómum eða rasisma bót. Átti bara við almennt.

Tek undir með þér með að þetta tiltekna mál, sem ég var að lesa mér betur um er furðulegt og mjög undarleg ákvörðun að vísa henni heim. Svo virðist sem þetta hafi ekki verið sett fram sem fordómar. Aðeins grín. Kannski hálf misheppnað grín, en grín engu að síður.

Hvað varðar mál Snorra að þá er það flókið og eflaust bes að Snorri leiti réttar síns fyrir dómstólum.

Einar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 23:37

5 identicon

Sammála þér, Jón.

Og svo er brandari gríska þrístökkvarans ekki einu sinni góður

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 23:51

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Rasismi er bara það að búast við hinu versta af negra eða múslíma því að í hópi hættulegs fólks eru þessir fjölmennastir. Því miður, en staðreynd.

Hefur ekkert að gera með einstaklinginn. Maður sér engan mun á mannkostamanni hvort hann er hvítur, svartur eða samkynneigður.Maður elskar Dr.Huxtable og fjölskyldu hans eins og vini sína Það er innrætið, menningin sem skiptir máli.

Íslamisti hatar þig og vill drepa þig eftir forskrift ú Kóraninum. Þú vilt ekki sjá hann nálægt þér því þú ert skelfdur af innræti hans. Þú ert hræddur við men eins og Malcolm X þegar þú hefðir átt að vera hræddari við Breivik eða Adolf Hitler.

Maður óttast sprengjumenn. Því miður eru þeir flestir Islamistar. Sem eru múslímar og þeir líða fyrir Íslamistana sem eru brjálaðir glæpamenn. Og negrar fremja 80 % af öllum morðum í USA

þó þeir séu aðeins 15 % af heildinni. Þessvegna ertu á varðbergi vegna litarháttarins og segir að tegundin sé hættuleg. Þetta hefur ekkert með tegund að gera, heldur tölfræði.

Halldór Jónsson, 27.7.2012 kl. 00:09

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Öllu gamni fylgir nokkur alvara var einhvern tíma sagt. Okkur hefur vonandi eitthvað skilað áfram síðan keppendur heilsuðu Hitler með nasistakveðju á Ólympíuleikunum í Berlín 1936.

Ómar Ragnarsson, 27.7.2012 kl. 14:50

8 Smámynd: Jón Magnússon

Góðar spurningar og innlegg Erlendur. Þakka þér fyrir.

Jón Magnússon, 27.7.2012 kl. 21:31

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er alveg sammála þér með það Einar. Nema varðandi Snorra. Mér finnst ekki í lagi að víkja manni úr starfi án þess að vinnuveitandi geti gefið haldbærar skýringar á því af hverju annað en skoðanir sem hann setur fram og virðast ekki hafa með starf hans að gera.

Jón Magnússon, 27.7.2012 kl. 21:32

10 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég er sammála því Guðmundur, en hann kann að hljóma öðruvísi og vera sniðugur á grísku.

Jón Magnússon, 27.7.2012 kl. 21:34

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég get ekki fallist á þessa skilgreiningu Halldór.  Raunar eru þeir í fjölmenningarsamfélaginu í Háskóla Íslands búin að finna margar skýringar og m.a. eru þeir búnir að búa til nýtt hugtak sem heitir því frumlega nafni, "ný rasismi" Um það merkilega fyrirbrigði hefur verið a.m.k. skrifuð ein "lærð" ritgerð sem er eðlilegt að fóllk lesi sér til afþreyingar og skemmtunar, en fræði- eða upplýsingagildið er ekkert.  En í stuttu máli þá er skilgreiningin sú eftir því sem ég kemst næst að ný rasisti er einstaklingur sem fer ekki í manngreinarálit vegna litar- eða kynþáttar en telur hinsvegar að menning einhvers standi framar annarri. Semsagt ef við teljum að íslensk menning sé fremri menningu Lappa þá erum við nýrasistar. Ef við teljum menningu Lappa vera fremri menningu Svía þá erum við líka nýrasistar skv. skilgreiningunni. Þ.e. það má ekki hafa skoðanir á neinu í raun.

Jón Magnússon, 27.7.2012 kl. 21:39

12 Smámynd: Jón Magnússon

Á þeim tíma Ómar þá voru nasistarnir taldir vera friðflytjendur af mörgum. Meira að segja franska landsliðið heilsaði með nasistakveðjunni þegar þeir gengu framhjá stúku Adolfs. Það er alltaf meginmálið að fara ekki úr einum öfgum í aðrar. Fólk verður að fá að hafa skoðanir. En það sem við verðum að krefjast er að fólk sýni hvort öðru eðlilegt umburðarlyndi og virðingu en svo má það gera grín og hafa gaman. Er virkilega ekkert af þínu gríni í gegn um tíðina Ómar sem mundi orka tvímælis gagnvart einhverjum?  Veltu því fyrir þér. Pólitískur réttrúnaður og harðlínustefna er alltaf hættulegt fyrirbrigði.

Jón Magnússon, 27.7.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 45
  • Sl. sólarhring: 1203
  • Sl. viku: 5789
  • Frá upphafi: 2277540

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 5351
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband