Leita í fréttum mbl.is

Þróunaraðstoð til Íslands frá Bretum og Evrópusambandinu?

Ísland fær þróunaraðstoð frá Bretum eftir því sem blaðið Daily Telegraph fullyrðir í dag.

Í skrifum blaðsins er flett ofan af því hvernig margir hafa orðið ríkir á því að berjast gegn fátækt.  Þá segir blaðið frá sérkennilegum hlutum varðandi þróunaraðstoð Breta.

Blaðið segir að m.a. Ísland fái þróunarstyrki frá Bretum sem ætlaðir séu fátækustu ríkjum heims. Þá segir líka að Ísland, Tyrkland og Króatía fái sérstaka og gilda þróunarstyrki frá Evrópusambandinu.

Fréttirnar um þróunaraðstoð til Íslands í einu virtasta dagblaði Bretlands koma á óvart. Hvernig stendur á því að Ísland fær þróunaraðstoð sem ætluð er fátækustu ríkjum heims?

Væntanlega mun dugmikil og framsækin fréttastofa Ríkisútvarpsins upplýsa þjóðina um þessi mál m.a. hvaða styrkir þetta eru til hvers og hverjir njóti góðs af þeim. Spurning er þá hvort að einhverjir hér á landi falla í þann flokk, sem blaðið kallar "ríku baróna fátæktarhjálparinnar". Þá verður líka fróðlegt að fá að vita hvort við fáum meiri þróunaraðstoð en við veitum.

Það virðast vera margar matarholur hjá Jóhönnu og Steingrími og þeim finnst eðlilegt að taka við ölmusu að utan jafnvel þó hún sé ætluð þeim allra fátækustu í heiminum samkvæmt frétt blaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru hinir margumtöluðu og umdeildu aumsóknarferlisstyrkir Evrópusambandsins. Ef Ísland verður aðili,snýst þetta við, styrkirnir hætta og Sambandið  fær verulegan hluta af væntanlegum tekjum ríkissjóðs t.a.m. öll tollagöld.

Sigurður Þórðarson, 24.9.2012 kl. 08:16

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er gott innlegg og spurning hvort einhver á Alþingi geti svarað þessu. Ég hef nefnilega alltaf haldið að við værum með ríkustu þjóðum heims.

Valdimar Samúelsson, 24.9.2012 kl. 10:14

3 identicon

Merkileg frétt, ef satt er og mörgum spurningum ósvarað.

Hvenær tóku bretar ákvörðun um þessa þróunarhjálp og hversvegna? Hve há er upphæðin árlega? Hvaða stofnun tekur við greiðslunni og hvernig er peningunum varið? Ég vona, fyrir hönd íslendinga, að þetta sé rangt, en þegar pólutísk græðgi er annarsvega, þá er ekkert heilagt.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 11:56

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef oft skammast mín fyrir íslenska spillingarstjórnsýslu, í gegnum árin sem ég hef fylgst með þeim hörmungar-hamförum.

Það er heims-skömm að því hvernig siðblindar sálir eru látnar stjórna öllu siðferði og mannúð til glötunar á Íslandi og víðar í heiminum. Ég er ekki á ofurlaunum, en ég sé ekki eftir nokkrum krónum til þeirra sem enga björg geta sér veitt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.9.2012 kl. 16:08

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig stóð á því að eina þjóðin í Evrópu, sem græddi stórkostlega  fjárhagslega á stríðinu, fékk mestu Marshallaðstoðina miðað við höfðatölu?

Ómar Ragnarsson, 24.9.2012 kl. 20:00

6 Smámynd: Jón Magnússon

Í sjálfu sér er minna við styrkina frá Evrópusambandinu að segja en frá Bretum Siggi. Sá hluti fréttar blaðsins kemur alla vega mér mest á óvart.

Jón Magnússon, 24.9.2012 kl. 22:03

7 Smámynd: Jón Magnússon

Í Daily Telegraph er það tekið sérstaklega fram að margar af ríkustu þjóðum heims eins og Íslendingar skuli fá aðstoð sem eru ætluð þeim allra fátækustu.

Jón Magnússon, 24.9.2012 kl. 22:04

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það geri ég ekki heldur Anna, en hér erum við að fá samkvæmt frétt þessa breska blaðs peninga á fölskum forsendum.

Jón Magnússon, 24.9.2012 kl. 22:05

9 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér V. Jóhannesson. Þetta er merkilegt þess vegna bloggaði ég um þetta. Mér kom þetta verulega á óvart og þætti gott að fá upplýsingar um hvað þetta er hvað þetta eru miklir fjármunir og hvert þeir renna. Eitt af því sem blaðið nefnir er að styrkja auglýsingar og umfjöllun um Ísland sem ferðamannaland í Tyrklandi. Á  hvers vegum veit ég ekki.

Jón Magnússon, 24.9.2012 kl. 22:06

10 Smámynd: Jón Magnússon

Góð spurning Ómar. En við skulum ekki gleyma því að illur fengur illa forgengur eins og segir í máltækinu.

Jón Magnússon, 24.9.2012 kl. 22:07

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Allt sem er gert á fölskum forsendum, eru svik og siðblinda.

Það er skömm að því hvernig spilltir embættismenn/bankar/lífeyrissjóðir á Íslandi og víðar í heiminum, svindla til sín peninga-gróða. Almenningur er svo látinn borga með þrældómi, heilsu og lífi sínu.

Það verður að segja hlutina eins og þeir raunverulega eru. 

Ég skammast mín fyrir þannig siðblindu-stjórnsýslu, og styð slíkan ólöglegan óheiðarleika ekki. Vonandi læt ég ekki nokkurn heilaþvo né blekkja mig til að styðja slíkt óréttlæti í framtíðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.9.2012 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 892
  • Sl. viku: 2420
  • Frá upphafi: 2293971

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband