Leita í fréttum mbl.is

Nýja Íslandið

Jóhanna Sigurðardóttir segir að baráttan sé um hið nýja Ísland Samfylkingarinnar og hins gamla sem hún segir Sjálfstæðisflokkinn vera í forsvari fyrir.  Hvað er hið nýja Ísland? Hvað er að gerast þar?

ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að ríkisstjórnin svíki samninga

Hlutafjárútboð í Eimskip óskabarni þjóðarinnar er með þeim ósköpum að flestum er ofboðið.

Bakkavararbræður tryggja sér meiri hluta í Bakkavör eftir tuga milljarða afskriftir skulda.

Karl Wernerson og fleiri kóngar ofurskuldsettra fyrirtækja sem hafa fengið milljarða afskriftir fá 20% álag á peninga sem þeir koma með til Íslands. Karl fékk 240 milljónir fyrir 200.

Sjálftaka slitastjórna og annarrs sjálftökuliðs skiptir milljörðum á ári.

Verðbólga magnast og verðtryggðu lánin hækka og hækka.

Ekkert er gert af viti til að leysa skuldavanda einstaklinga og fjölskyldna.

Atvinnuleysi er viðvarandi.

Uppbygging í atvinnulífinu er nánast engin.

Skattheimta eykst

Krónan fellur og fellur og Seðlabankinn hefur engin úrræði.

Lífskjör versna og spillingin blasir við í öllum áttum.

Er þetta það Nýja Ísland sem Samfylkingin  berst fyrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Góður pistill. Eitt atriði er hægt að nefna til viðbótar. Fyrirtæki í náðinni, eins og DV fá að greiða vörsluskatta skv. einhverjum samningum við tollstjóra, eftir fyrirmælum úr fjármálaráðuneyti SJS.

Steinarr Kr. , 27.10.2012 kl. 17:13

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Steinar. Það er margt sem hægt er að nefna til viðbótar en þessi punktur sem þú nefnir er góður.

Jón Magnússon, 28.10.2012 kl. 00:04

3 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Fínn pistill að venju hjá þér Jón og hef ég oft tekið mér það bessaleyfi að birta þá á facebook hjá mér og takk fyrir að taka mig í vinahópinn þinn þar.

En hvað varðar það sem Jóhanna látlaust bullar þá finnst mér stór merkilegast við það að hún greinilega trúir þessu öllu sjálf og það eru undantekningar ef flokksfélagarnir gera það ekki líka en þá hlaupa þessar undantekningar úr flokknum.

Þórólfur Ingvarsson, 28.10.2012 kl. 01:53

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Maðurinn með hattinn

stendur upp við staur

hann borgar ekki skattinn

því hann á ekki aur.

DV verður að fá eithvað fyrir sinn snúð.

Leifur Þorsteinsson, 28.10.2012 kl. 10:32

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Þórólfur þú mátt birta allt sem ég set á prent hvar sem er. Takk sömuleiðis fyrir að vera vinur.

Ég er sammála þér Þórólfur og er dapurlegt vegna þess að vandamálin eru alls staðar og það er ekki tekið á þeim.  En Jóhanna hefur alltaf verið í einföldum frösum og orðhengilshætti eins og vestfirskur stjórnmálamaður á Súðavík um miðja síðustu öld.

Jón Magnússon, 28.10.2012 kl. 11:21

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já og margir fleiri en DV Leifur.

Jón Magnússon, 28.10.2012 kl. 11:21

7 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Fínn pistill. Vantar kannski eitt í upptalninguna (sem meira segja kom fram í fréttum RÚV rétt eftir að Jóhanna talaði um Nýja Ísland) er niðurskurður í nokkrum grunnstoðum samfélagsins; heilbrigði og löggæslu. Stærstu mistök í heilbrigðiskerfinu var að skera niður fjármagn í endurnýjun tækja. Er þá ekki að tala um kaup á nýjum tækjum til viðbótar þeirra sem þegar eru heldur einfaldlega endurnýja gömul tæki.

Steingrímur talar um Ísland ohf og Jóhanna um Nýja ísland Sf og gamla Ísland xD. Mig langar hvorugt að búa við Nýja Ísland eða gamla Ísland. Langar bara að búa á Íslandi þar sem stjórnmálamenn hætta að rífast um hvaða hugmyndafræði sé best.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 28.10.2012 kl. 11:52

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er Sjálfstæðismaður og allt það en mér leiðist svona líðskrum.

Er svona erfitt að gagnrýna þessa ríkisstjórn að þú þarft að skálda hluti? Nefna hluti sem ríkisstjónr Íslands hefur ekkert með að gera. Ef Sjálfstæðismenn geta ekki gangnrýnt verk lélegustu ríkisstjórnar frá upphafi þá er eitthvað að.

Þetta með Eimskip er ekki ríkisstjórninni að kenna. Átti Jóhanna að ryðjast inn í skrifstofu Eimskip og slá Gylfa Sigfús utanundir?

Þetta með Bakkavör er ekki þingmönnum ríkisstjórnarninnar að kenna.

Laun slitastjórnar er ekki Steingrími að kenna. Það eru erlendu kröfuhafarnir sem borga. Ekki almenningur.

Það er sorglegt að fólk getur ekki gagnrýnt ríkisstjórnina með réttmætum hætti. Ekki að kenna henni umeitthvað rugl.

Viltu kannski ekki kenna ríkisstjórninni um jarðskjálftann fyrir norðann?

Sorglegt

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2012 kl. 12:13

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Daníel það er margt sem vantar inn í þetta af hlutum sem má telja upp.

Jón Magnússon, 28.10.2012 kl. 21:51

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvar þú ert í pólitík og bágt á ég með að trúa því að þú segir satt þegar þú segist vera í Sjálfstæðisflokknum. En það er þitt mál og þú kýst að koma fram undir dulnefni sem er líka þitt mál og yfirleitt hleypi ég slíkum athugasemdum ekki að, en ég geri undantekningu með þig að þessu sinni.

Varðandi lýðskrum þá er því ekki fyrir að fara hjá mér. Þú verður að vita hvað skrum er en svo virðist sem þú skiljir ekki hugtakið miðað við það hvernig þú notar það í þessu samhengi.

Þeir hlutir sem ég nefni eru hlutir sem hafa verið í fréttum að undanförnu og eru teknir upp í samræmi við það sem Jóhanna hefur haldið fram og farið mikinn varðandi ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á ýmsu sem aflaga fór áður en ríkisstjórn hennar tók við árið 2009.

Jóhanna hefur líka gleymt því að hún var í ríkisstjórn Geirs H. Haarde og réði hvað mestu um það að óréttlæti verðtryggingarinnar var ekki létt af fólkinu í landinu.

Ég er ekki að halda því fram að þessir hlutir sem ég nefni séu allir ríkisstjórninni að kenna en ég er að lýsa þjóðfélagsástandi alveg eins og Jóhanna var að gera varðandi það sem hún talar um gamla og nýja Ísland. Þú hefur greinilega ekki lesið hvað konan var að tala um.

Svo er það nú þannig að þegar hlutabréfamarkaðurinn er vakinn aftur þá skiptir máli hvernig að er staðið og þar getur ríkisstjórn haft áhrif með því að gangast fyrir setningu reglna um starfsemi á því sviði. Alveg eins og Jóhanna gagnrýnir að hafi ekki verið gert nægjanlega vel fyrir hrun.

Þetta með Bakkavör er skilgreint afkvæmi þess með hvaða hætti hefur verið tekið á málum frá Hruni af þessari ríkisstjórn.

Í janúar 2010 töluðu Gylfi Magnússon þáverandi viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon um sjálftöku slitastjórna á Alþingi og hétu því að það yrði tekið í taumana. Steingrímur hefur ítrekað þetta aftur og aftur en svo gerist ekkert. Nú eru 2 mánuðir frá því að hann geypaði um þetta síðast og málið heyrir undir hann sem ráðherra. Hvað er hann að gera í málinu?  Ekkert.

Ég gagnrýni alltaf með réttmætum hætti og kenni henni ekki um neitt sem hún á ekki skilið. Það er nóg samt og sumu gleymir maður af því að það er af svo mörgu að taka.

Varðandi jarðskjálftana fyrir norðan þá verður þú að skilgreina þá fyrir þig ég hef hvergi minnst á þá.

Þú hefur greinilega ekki hugsað þetta mál út í hörgul áður en þú settir niður þessa misheppnuðu athugasemd.

Jón Magnússon, 28.10.2012 kl. 22:01

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þó maður sé í Sjálfstæðisflokknum þá er ekkert gefið að maður skrifar uppá hvaða vitleysu sem er svo lengi sem það sé skot á vinstri stjórnina. Það er hin gömlu átakstjórnmál. Ég vill bætt vinnubrögð.

Það er gott að þú viðurkennir að margir af þessum punktum kemur vinstri stjórninni ekkert við.

En þú ert þá að tala um svona heilt yfir ástandið sem Jóhanna var að gagnrýna fyrir hrun. Ef ég skil þig rétt.

Í fyrsta lagi er verðbólgan vandamálið ekki verðtryggingin sjálf. Ef hér væri engin verðtrygging og mikil verðbólga þá væri hér gríðarlega háir vextir. Það mun enginn lána á neikvæðum raunvöxtum. Þetta áttu að vita.

"Svo er það nú þannig að þegar hlutabréfamarkaðurinn er vakinn aftur þá skiptir máli hvernig að er staðið og þar getur ríkisstjórn haft áhrif með því að gangast fyrir setningu reglna um starfsemi á því sviði."

"Í janúar 2010 töluðu Gylfi Magnússon þáverandi viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon um sjálftöku slitastjórna á Alþingi og hétu því að það yrði tekið í taumana. Steingrímur hefur ítrekað þetta aftur og aftur en svo gerist ekkert"

 Þér finnst þetta neikvætt eða hvað?

Ertu þú að stiðja aukna forræðishyggju, meiri ítök ríkisvaldsins á frjálsan markað eðah hvað?

Það er ekki raunveruleg Sjálfstæðisstefna.

Maður fer frekar að efast um þitt flokkskirteyni  :)

Sleggjan og Hvellurinn, 29.10.2012 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 918
  • Sl. sólarhring: 936
  • Sl. viku: 1332
  • Frá upphafi: 2292708

Annað

  • Innlit í dag: 831
  • Innlit sl. viku: 1203
  • Gestir í dag: 793
  • IP-tölur í dag: 776

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband