Leita í fréttum mbl.is

Þjóð í hafti

Fyrir tæpum aldarfjórðungi vakti athygli mína bókin "Þjóð í hafti" eftir Jakob F. Ásgeirsson. Með skýrum og einföldum hætti sagði höfundur sögu viðskiptahafta og tefldi fram rökum frelsisins gegn ríkisafskiptum, bönnum og haftabúskap. Jakob markaði sér þá stöðu sem víðsýnn, rökfastur og einlægur hugsjónamaður fyrir málstað hinna gömlu gilda Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins.

Um árabil hefur Jakob haldið úti ritinu Þjóðmál, besta og iðulega eina tímaritinu hér á landi, sem berst fyrir málstað takmarkaðra ríkisafskipta, frelsi einstaklingsins og gegn spillingu í þjóðfélaginu.  Þrautseigja og dugnaður Jakobs F. Ásgeirssonar hefur gert útgáfuna mögulega ásamt bókaútgáfu þar sem ýmis tímamótarit eru gefin út um pólitík, heimspeki og trúmál m.a. rit Benedikts páfa um líf Jesú.

Jakob berst með pennanum fyrir frelsið og hefur gert það með afgerandi hætti í langan tíma.

Jakob gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hefur gert að vígorðum sínum m.a. "traust, ábyrgð og ráðdeild."  Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sjálfur að hafa frumkvæði að því að setja frelsinu nauðsynlegar skorður þannig að siðblindir einstaklingar misnoti það ekki.  Einnig á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um of samsamað sig sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum og  það sé lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi.

Jakob hefur verið trúr hugsjón sinni og barist fyrir henni með kyrrlátum en beittum  hætti. Jakob er hins vegar ekki maður sem lætur mikið á sér bera í fjölmiðlum eða fer fram með gaspri og svigurmælum eins og því miður tíðkast of mikið í þjóðmálaumræðunni og fleytir fólki stundum langt í prófkjörum.

Nú reynir á Sjálfstæðisfólk að tryggja endurnýjun á framboðslistum flokksins og veita þeim mönnum sérstaka athygli og brautargengi sem hvergi hafa hvikað frá grundvallargildum Sjálfstæðisflokksins um víðsýnan, frjálslyndan hægri flokk gegn spillingu en fyrir réttlátu framsæknu þjóðfélagi.

Jakob F. Ásgeirsson er sá frambjóðandi, sem hvað fremst hefur staðið í þeirri málefnabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf öflugan málsvara sem þekkir vel grunngilda hugmyndafræðinnar, virðir þau og berst fyrir þeim. Hann þarf okkar stuðning til að sjónarmið hans fái aukið vægi í Sjálfstæðisflokknum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 223
  • Sl. sólarhring: 1145
  • Sl. viku: 5967
  • Frá upphafi: 2277718

Annað

  • Innlit í dag: 216
  • Innlit sl. viku: 5522
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband